Fjárfestar líta í síauknum mæli til mikilvægis kynjajafnréttis Atli Ísleifsson skrifar 22. mars 2024 08:01 Freyja Vilborg Þórarinsdóttir er stofnandi og framkvæmdastjóri GemmaQ sem rataði fyrst á íslenskan markað á Keldunni á haustdögum 2019. Erna Rós Kristinsdóttir „Þessi aukna vitundarvakning um mikilvægi kynjajafnréttis og aukin eftirspurn eftir samfélagslegum fjármálaafurðum – ábyrgum lausnum og upplýsingum um ófjárhagslega þætti – felur í sér mikil tækifæri fyrir Ísland.“ Þetta segir Freyja Vilborg Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri GemmaQ kynjakvarðans, en félagið gerir notendum kvarðans kleift að skoða og meta fjárfestingakosti á markaði með sérstakri áherslu á kynjajafnrétti. Félagið opnaði nýverið nýja síðu, GemmaQ Finance, þar sem notendur geta lagt mat á fjárfestingar út frá lykil fjárhags- og markaðsupplýsingum, með kynjajafnrétti að leiðarljósi. Eigum að markaðssetja okkar ágætu jafnréttisstöðu Freyja segir engan vettvang sambærilegan og GemmaQ og að tækifærin á Bandaríkjamarkaði séu mikil. Sömuleiðis eru tækifærin mikil fyrir Ísland. „Við eigum að grípa þetta einstaka tækifæri og markaðssetja okkar ágætu jafnréttisstöðu, þó að alltaf megi gera betur, fjármagna ríkissjóð og fyrirtæki okkar á grundvelli jafnréttis með útgáfu á sérstökum jafnréttisskuldabréfum, jafnvel á betri kjörum en á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Það eru ekki aðeins alþjóðastofnanir eða sveitarfélög erlendis sem byrjuð eru að fjármagna sig á þennan nýstárlega hátt, heldur jafnframt stórfyrirtæki og fjármálafyrirtæki,“ segir Freyja. Hefur vaxið hratt GemmaQ kynjakvarðinn var fyrst opinberaður fyrir íslenskan markað á Keldunni haustið 2019, en einnig eru rauntímaupplýsingar og vísitala GemmaQ aðgengileg í gegnum AWS Data Exchange og CSRHub, sem er meðal annars sýnilegt í Bloomberg Terminal. GemmaQ hefur opnað skrifstofu í Seattle í Bandaríkjunum þar sem fjölmargir af bandarísku tæknirisunum eru með sinn heimavöll. Freyja segir þetta vera markað sem hafi vaxið hratt síðastliðin fimm ár og að tæknilausnir GemmaQ hafi verið aðlagaðar að þörfum markaðarins. Hún segir að með nýjustu uppfærslunni sé notendum gert mögulegt að skoða og meta fjárfestingakosti á markaði með sérstakri áherslu á kynjajafnrétti. Styttan af stúlkunni sem var stillt upp gegn styttunni af nautinu á Wall Street árið 2017.Getty Á þeim tíma er bronsstyttan var afhjúpuð Freyja starfaði hjá Merrill Lynch, eignastýringararmi Bank of America, þegar jafnréttistengdir vísitölusjóðir fóru fyrst að gera vart við sig árið 2017. „Þetta var á þeim tíma þegar bronsstyttan af óttalausu stúlkunni birtist, hnarreist með hendur á mjöðmum andspænis hinum þekkta nautskúlptúr á Wall Street, fjármálahverfi New York. Hjá Merrill Lynch fékk ég tækifæri til að fylgjast náið með þróuninni á markaðnum og jukust eignir í stýringu jafnréttistengdra sjóða á örfáum árum um 1900 prósent – frá 1 milljarði Bandaríkjadala í 20 milljarða. Á þeim tíma voru stofnanafjárfestar á borð við lífeyrissjóði byrjaðir að gera ríkari kröfur til jafnréttismála meðal fyrirtækja í eignasafni sínu, og mikilvægi þess að hafa jöfn kynjahlutföll í stjórnunarstöðum - ekki aðeins út frá samfélagslegu mikilvægi til að vinna að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna – heldur jafnframt út frá fjárhags- og efnahagslegu mikilvægi enda fjölmargar rannsóknir sem hafa sýnt að fyrirtæki með jafnari kynjahlutföll meðal stjórnenda skila almennt meiri hagnaði heldur en fyrirtæki þar sem ekki er gætt að kynjajafnvægi. Það sem vantaði hins vegar á markaðinn var tól sem tengdi þessa þætti saman, og hjálpaði stofnana- og einstaklingsfjárfestum að fjárfesta með ábyrgum hætti – með jafnrétti að leiðarljósi – og þess vegna varð GemmaQ til,“ segir Freyja. Jafnréttismál Kauphöllin Mest lesið Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent 1,5 milljarða gjaldþrot og Landsbankinn fékk varla krónu Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Sjá meira
Þetta segir Freyja Vilborg Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri GemmaQ kynjakvarðans, en félagið gerir notendum kvarðans kleift að skoða og meta fjárfestingakosti á markaði með sérstakri áherslu á kynjajafnrétti. Félagið opnaði nýverið nýja síðu, GemmaQ Finance, þar sem notendur geta lagt mat á fjárfestingar út frá lykil fjárhags- og markaðsupplýsingum, með kynjajafnrétti að leiðarljósi. Eigum að markaðssetja okkar ágætu jafnréttisstöðu Freyja segir engan vettvang sambærilegan og GemmaQ og að tækifærin á Bandaríkjamarkaði séu mikil. Sömuleiðis eru tækifærin mikil fyrir Ísland. „Við eigum að grípa þetta einstaka tækifæri og markaðssetja okkar ágætu jafnréttisstöðu, þó að alltaf megi gera betur, fjármagna ríkissjóð og fyrirtæki okkar á grundvelli jafnréttis með útgáfu á sérstökum jafnréttisskuldabréfum, jafnvel á betri kjörum en á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Það eru ekki aðeins alþjóðastofnanir eða sveitarfélög erlendis sem byrjuð eru að fjármagna sig á þennan nýstárlega hátt, heldur jafnframt stórfyrirtæki og fjármálafyrirtæki,“ segir Freyja. Hefur vaxið hratt GemmaQ kynjakvarðinn var fyrst opinberaður fyrir íslenskan markað á Keldunni haustið 2019, en einnig eru rauntímaupplýsingar og vísitala GemmaQ aðgengileg í gegnum AWS Data Exchange og CSRHub, sem er meðal annars sýnilegt í Bloomberg Terminal. GemmaQ hefur opnað skrifstofu í Seattle í Bandaríkjunum þar sem fjölmargir af bandarísku tæknirisunum eru með sinn heimavöll. Freyja segir þetta vera markað sem hafi vaxið hratt síðastliðin fimm ár og að tæknilausnir GemmaQ hafi verið aðlagaðar að þörfum markaðarins. Hún segir að með nýjustu uppfærslunni sé notendum gert mögulegt að skoða og meta fjárfestingakosti á markaði með sérstakri áherslu á kynjajafnrétti. Styttan af stúlkunni sem var stillt upp gegn styttunni af nautinu á Wall Street árið 2017.Getty Á þeim tíma er bronsstyttan var afhjúpuð Freyja starfaði hjá Merrill Lynch, eignastýringararmi Bank of America, þegar jafnréttistengdir vísitölusjóðir fóru fyrst að gera vart við sig árið 2017. „Þetta var á þeim tíma þegar bronsstyttan af óttalausu stúlkunni birtist, hnarreist með hendur á mjöðmum andspænis hinum þekkta nautskúlptúr á Wall Street, fjármálahverfi New York. Hjá Merrill Lynch fékk ég tækifæri til að fylgjast náið með þróuninni á markaðnum og jukust eignir í stýringu jafnréttistengdra sjóða á örfáum árum um 1900 prósent – frá 1 milljarði Bandaríkjadala í 20 milljarða. Á þeim tíma voru stofnanafjárfestar á borð við lífeyrissjóði byrjaðir að gera ríkari kröfur til jafnréttismála meðal fyrirtækja í eignasafni sínu, og mikilvægi þess að hafa jöfn kynjahlutföll í stjórnunarstöðum - ekki aðeins út frá samfélagslegu mikilvægi til að vinna að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna – heldur jafnframt út frá fjárhags- og efnahagslegu mikilvægi enda fjölmargar rannsóknir sem hafa sýnt að fyrirtæki með jafnari kynjahlutföll meðal stjórnenda skila almennt meiri hagnaði heldur en fyrirtæki þar sem ekki er gætt að kynjajafnvægi. Það sem vantaði hins vegar á markaðinn var tól sem tengdi þessa þætti saman, og hjálpaði stofnana- og einstaklingsfjárfestum að fjárfesta með ábyrgum hætti – með jafnrétti að leiðarljósi – og þess vegna varð GemmaQ til,“ segir Freyja.
Jafnréttismál Kauphöllin Mest lesið Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent 1,5 milljarða gjaldþrot og Landsbankinn fékk varla krónu Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Sjá meira