Heimir andartaki og ótrúlegu sjálfsmarki frá því að slá út Bandaríkin Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2024 08:00 Heimir Hallgrímsson hefði gjarnan viljað heyra lokaflautið örlítið fyrr í gær, og lét dómarana vita af því. Getty/Omar Vega Afar slysalegt sjálfsmark á allra síðustu stundu kom í veg fyrir að Heimir Hallgrímsson og hans menn í Jamaíka næðu að slá út Bandaríkin, á útivelli, í undanúrslitum Þjóðadeildar CONCACAF, eða Mið- og Norður-Ameríku. Jamaíska liðið var af ýmsum sökum án stóru stjarnanna sinna í leiknum en var samt hársbreidd frá því að vinna 1-0 sigur. Michail Antonio, framherji West Ham, dró sig úr hópnum vegna meiðsla, Demarai Gray og Shamar Nicholson voru í leikbanni vegna gulra spjalda, og þeir Leon Bailey hjá Aston Villa og framherjinn Trivante Stewart í agabanni hjá Heimi. Engu að síður var Jamaíka yfir í leiknum í gær í tæpar 90 mínútur, eftir mark frá Gregory Leigh í upphafi leiks, en Bandaríkin náðu að jafna á síðustu stundu þegar Cory Burke skoraði sjálfsmarkið slysalega sem sjá má hér að neðan. USMNT EQUALIZER WITH THE FINAL ACTION OF REGULATION!! pic.twitter.com/eri674gqfv— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) March 22, 2024 Bandaríkjamenn höfðu svo yfirhöndina í framlengingunni og tryggðu sér 3-1 sigur með tveimur mörkum frá Haji Wright. „Mjög, mjög sárt fyrir strákana“ Bandaríkin mæta því Mexíkó í úrslitaleik keppninnar en Heimir og hans menn eiga fyrir höndum leik um bronsverðlaunin, við Panama á sunnudagskvöld. „Mér fannst framkvæmdin hjá strákunum, í ljósi forfallanna, vera stórkostleg. Taktíst voru þeir góðir og varnarlega voru þeir með allt á tandurhreinu,“ sagði Heimir eftir leik, samkvæmt Jamaica Gleaner. LET'S GIVE THE REGGAE BOYZ SOME LOVE. Missing multiple starters, the next men up stood up. A disciplined performance carrying out Heimir Hallgrimsson's tactical plan to a tee.Jamaica's collective steel almost delivered a famous win, certainly delivered a sobering fright. pic.twitter.com/cS4xDCwfZ3— Men in Blazers (@MenInBlazers) March 22, 2024 „Mér fannst þeir [Bandaríkjamenn] vera að gefast upp í lokin. Við tókum allan kraft úr þeim. Og fengum færi og hefðum átt að gera út um leikinn. Þetta er mjög, mjög sárt fyrir strákana. Að standa sig svona vel í níutíu mínútur en fá á sig mark með síðustu snertingu leiksins. Ég vorkenni þeim svakalega en ég vil hrósa þeim fyrir þennan leik, gegn Bandaríkjunum á þeirra heimavelli og án svo margra leikmanna,“ sagði Heimir. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Sjá meira
Jamaíska liðið var af ýmsum sökum án stóru stjarnanna sinna í leiknum en var samt hársbreidd frá því að vinna 1-0 sigur. Michail Antonio, framherji West Ham, dró sig úr hópnum vegna meiðsla, Demarai Gray og Shamar Nicholson voru í leikbanni vegna gulra spjalda, og þeir Leon Bailey hjá Aston Villa og framherjinn Trivante Stewart í agabanni hjá Heimi. Engu að síður var Jamaíka yfir í leiknum í gær í tæpar 90 mínútur, eftir mark frá Gregory Leigh í upphafi leiks, en Bandaríkin náðu að jafna á síðustu stundu þegar Cory Burke skoraði sjálfsmarkið slysalega sem sjá má hér að neðan. USMNT EQUALIZER WITH THE FINAL ACTION OF REGULATION!! pic.twitter.com/eri674gqfv— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) March 22, 2024 Bandaríkjamenn höfðu svo yfirhöndina í framlengingunni og tryggðu sér 3-1 sigur með tveimur mörkum frá Haji Wright. „Mjög, mjög sárt fyrir strákana“ Bandaríkin mæta því Mexíkó í úrslitaleik keppninnar en Heimir og hans menn eiga fyrir höndum leik um bronsverðlaunin, við Panama á sunnudagskvöld. „Mér fannst framkvæmdin hjá strákunum, í ljósi forfallanna, vera stórkostleg. Taktíst voru þeir góðir og varnarlega voru þeir með allt á tandurhreinu,“ sagði Heimir eftir leik, samkvæmt Jamaica Gleaner. LET'S GIVE THE REGGAE BOYZ SOME LOVE. Missing multiple starters, the next men up stood up. A disciplined performance carrying out Heimir Hallgrimsson's tactical plan to a tee.Jamaica's collective steel almost delivered a famous win, certainly delivered a sobering fright. pic.twitter.com/cS4xDCwfZ3— Men in Blazers (@MenInBlazers) March 22, 2024 „Mér fannst þeir [Bandaríkjamenn] vera að gefast upp í lokin. Við tókum allan kraft úr þeim. Og fengum færi og hefðum átt að gera út um leikinn. Þetta er mjög, mjög sárt fyrir strákana. Að standa sig svona vel í níutíu mínútur en fá á sig mark með síðustu snertingu leiksins. Ég vorkenni þeim svakalega en ég vil hrósa þeim fyrir þennan leik, gegn Bandaríkjunum á þeirra heimavelli og án svo margra leikmanna,“ sagði Heimir.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Sjá meira