Formlegheit eða skuggastjórnun? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 22. mars 2024 12:31 Til Bankasýslu ríkisins. Ráðherra/ráðuneytinu hefur borist sá orðrómur til eyrna að Landsbankinn sé í viðræðum við Kviku banka um kaup á TM. Viljið þið vinsamlegast athuga hvort að sá orðrómur eigi við rök að styðjast og vinsamlegast biðja bankaráð Landsbankans um að hætta þessum viðræðum strax. Eigi orðrómurinn við rök að styðjast. Enda kaup á tryggingarfyrirtæki eða kaup á öðrum fyrirtækjum í samkeppnisrekstri, andstætt eigendastefnu ríkisins. Með kveðju Fjármálaráðherra. Svona gæti gæti erindi fjármálaráðherra eða Fjármálaráðuneytisins til Bankasýslu ríkisins hafa litið efnislega út, hefði ráðherra ákveðið að klofa yfir lögbundna armslengd og hefja frumkvæðisathugun á þeim orðrómi sem var gangi um kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Erindið hefði alltaf þurft að vera formlegt þ.e. með bréfi, því annars væri ráðherrann eða ráðuneytið að stunda skuggastjórnun á starfsemi bankans. Í anda gagnsærrar stjórnsýslu, yrði svo bréfið auðvitað birt á heimasíðu Stjórnarráðsins. Nú þarf enginn að efast um það, að það hefði valdið miklu fjaðrafoki, hefði bréfið verið sent. Ráðherra þá réttilega sakaður um að rjúfa svokallaða armslengd með nánast beinum formlegum afskiptum sínum af starfsemi bankans. Þeim ráðherra yrði alla vega illa sætt í embætti. Hvort að Bankasýslunni hefði borið að senda bankaráði Landsbankans formlegt bréf til að kanna hvort að orðrómurinn um kaupin ætti sér einhverja stoð í raunveruleikanum skal ósagt látið. En þá mætti auðvitað líka spyrja, hvers konar orðrómar eða kjaftasögur um starfsemi fjármálafyrirtækja í ríkiseigu, ætti að triggera þá skyldu Bankasýslunnar að senda formleg bréf til þessara fyrirtækja? Væru slík bréf ekki til þess fallin að valda óróa á markaði? Og þá óþarfa óróa í þeim tilfellum sem orðrómurinn ætti ekki stoð í raunveruleikanum? Tæplega hefði það verið við hæfi að ráðherra eða einhver úr ráðuneytinu hringdi í Bankasýsluna eða bara beint í formann bankaráðs og færi fram á að hætt yrði við þessar viðræður sem í gangi voru samkvæmt orðrómi. Það hefði nefnilega verið hrein og klár skuggastjórnun. En kannski er það nú bara sú leið sem formaður Samfylkingarnar hefði kosið að fara, sæti hún í stóli fjármálaráðherra? Enda skuggastjórnun samfylkingarfólki afar kær miðað við þá ótal leynifundi sem Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri átti með stjórnendum Orkuveitunnar, vegna sölu á hlutabréfum Orkuveitunnar í Ljósleiðaranum. Frumkvæðisskyldan er því auðvitað, fyrst og síðast hjá bankaráði Landsbankans. Auðvitað bar bankaráðinu að tilkynna Bankasýslunni með formlegum hætti að til stæði að kaupa Tryggingamiðstöðina. En ekki orða það í óskráðu símtali við formann Bankasýslunnar að viðræður væru í gangi eða að bankinn væri að íhuga kaupin á Tryggingamiðstöðinni. Hvernig gæti Bankasýslan brugðist við, með formlegum hætti, vegna óskráðs símtals? Er hægt að sanna með óyggjandi hætti að óskráð símtal, hafi yfirhöfuð, átt sér stað? Þessi atburðarás, er auðvitað ein sú skýrasta birtingarmynd þess, að ríkið á auðvitað ekki að standa í rekstri fjármálafyrirtækja eða annarra fyrirtækja á samkeppnismarkaði. Að minnsta kosti ekki í lengri tíma, en það tekur að koma þeim á lappir aftur og gera þau söluvænleg, eins og gera þurfti tilfelli bankana, eftir gjaldþrot þeirra í bankahruninu. Armslengd til langs tíma, eru kjöraðstæður til þess að koma því upp, sem kallað hefur verið “ríki í ríkinu” og er auðvitað í tilfelli banka að hugtakið “fé án hirðis” verður ljóslifandi fyrir augum fólks. Það eru því tvær leiðir, misgóðar reyndar, út úr ruglinu. Sú fyrri og sínu skárri en réttari, væri að setja Landsbankann á markað, þegar að rykið hefur sest eftir sölu ríkisins á síðustu hlutum sínum Íslandsbanka. Seinni leiðin sem er mun verri og nánast ómöguleg, er að ríkið eigi Landsbankann áfram, en Fjármálaráðuneytið taki hann til sín og verði sjálft í beinum samskiptum við stjórnendur hans, bankaráðið sem Alþingi kysi. En það væri auðvitað afturhvarf til þeirrar fortíðar þar sem pólitískir bitlingar og pólitísk afskipti af rekstri bankans voru daglegt brauð, með ekki svo góðum afleiðingum, sem að menn geta komist að hverjar gætu orðið, með því að hafa samband við herra Google. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Kaup Landsbankans á TM Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármálafyrirtæki Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Til Bankasýslu ríkisins. Ráðherra/ráðuneytinu hefur borist sá orðrómur til eyrna að Landsbankinn sé í viðræðum við Kviku banka um kaup á TM. Viljið þið vinsamlegast athuga hvort að sá orðrómur eigi við rök að styðjast og vinsamlegast biðja bankaráð Landsbankans um að hætta þessum viðræðum strax. Eigi orðrómurinn við rök að styðjast. Enda kaup á tryggingarfyrirtæki eða kaup á öðrum fyrirtækjum í samkeppnisrekstri, andstætt eigendastefnu ríkisins. Með kveðju Fjármálaráðherra. Svona gæti gæti erindi fjármálaráðherra eða Fjármálaráðuneytisins til Bankasýslu ríkisins hafa litið efnislega út, hefði ráðherra ákveðið að klofa yfir lögbundna armslengd og hefja frumkvæðisathugun á þeim orðrómi sem var gangi um kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Erindið hefði alltaf þurft að vera formlegt þ.e. með bréfi, því annars væri ráðherrann eða ráðuneytið að stunda skuggastjórnun á starfsemi bankans. Í anda gagnsærrar stjórnsýslu, yrði svo bréfið auðvitað birt á heimasíðu Stjórnarráðsins. Nú þarf enginn að efast um það, að það hefði valdið miklu fjaðrafoki, hefði bréfið verið sent. Ráðherra þá réttilega sakaður um að rjúfa svokallaða armslengd með nánast beinum formlegum afskiptum sínum af starfsemi bankans. Þeim ráðherra yrði alla vega illa sætt í embætti. Hvort að Bankasýslunni hefði borið að senda bankaráði Landsbankans formlegt bréf til að kanna hvort að orðrómurinn um kaupin ætti sér einhverja stoð í raunveruleikanum skal ósagt látið. En þá mætti auðvitað líka spyrja, hvers konar orðrómar eða kjaftasögur um starfsemi fjármálafyrirtækja í ríkiseigu, ætti að triggera þá skyldu Bankasýslunnar að senda formleg bréf til þessara fyrirtækja? Væru slík bréf ekki til þess fallin að valda óróa á markaði? Og þá óþarfa óróa í þeim tilfellum sem orðrómurinn ætti ekki stoð í raunveruleikanum? Tæplega hefði það verið við hæfi að ráðherra eða einhver úr ráðuneytinu hringdi í Bankasýsluna eða bara beint í formann bankaráðs og færi fram á að hætt yrði við þessar viðræður sem í gangi voru samkvæmt orðrómi. Það hefði nefnilega verið hrein og klár skuggastjórnun. En kannski er það nú bara sú leið sem formaður Samfylkingarnar hefði kosið að fara, sæti hún í stóli fjármálaráðherra? Enda skuggastjórnun samfylkingarfólki afar kær miðað við þá ótal leynifundi sem Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri átti með stjórnendum Orkuveitunnar, vegna sölu á hlutabréfum Orkuveitunnar í Ljósleiðaranum. Frumkvæðisskyldan er því auðvitað, fyrst og síðast hjá bankaráði Landsbankans. Auðvitað bar bankaráðinu að tilkynna Bankasýslunni með formlegum hætti að til stæði að kaupa Tryggingamiðstöðina. En ekki orða það í óskráðu símtali við formann Bankasýslunnar að viðræður væru í gangi eða að bankinn væri að íhuga kaupin á Tryggingamiðstöðinni. Hvernig gæti Bankasýslan brugðist við, með formlegum hætti, vegna óskráðs símtals? Er hægt að sanna með óyggjandi hætti að óskráð símtal, hafi yfirhöfuð, átt sér stað? Þessi atburðarás, er auðvitað ein sú skýrasta birtingarmynd þess, að ríkið á auðvitað ekki að standa í rekstri fjármálafyrirtækja eða annarra fyrirtækja á samkeppnismarkaði. Að minnsta kosti ekki í lengri tíma, en það tekur að koma þeim á lappir aftur og gera þau söluvænleg, eins og gera þurfti tilfelli bankana, eftir gjaldþrot þeirra í bankahruninu. Armslengd til langs tíma, eru kjöraðstæður til þess að koma því upp, sem kallað hefur verið “ríki í ríkinu” og er auðvitað í tilfelli banka að hugtakið “fé án hirðis” verður ljóslifandi fyrir augum fólks. Það eru því tvær leiðir, misgóðar reyndar, út úr ruglinu. Sú fyrri og sínu skárri en réttari, væri að setja Landsbankann á markað, þegar að rykið hefur sest eftir sölu ríkisins á síðustu hlutum sínum Íslandsbanka. Seinni leiðin sem er mun verri og nánast ómöguleg, er að ríkið eigi Landsbankann áfram, en Fjármálaráðuneytið taki hann til sín og verði sjálft í beinum samskiptum við stjórnendur hans, bankaráðið sem Alþingi kysi. En það væri auðvitað afturhvarf til þeirrar fortíðar þar sem pólitískir bitlingar og pólitísk afskipti af rekstri bankans voru daglegt brauð, með ekki svo góðum afleiðingum, sem að menn geta komist að hverjar gætu orðið, með því að hafa samband við herra Google. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar