Vill samskipti Bankasýslunnar og ráðuneytis upp á yfirborð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. mars 2024 11:51 Stefán Vagn Stefánsson formaður fjárlaganefndar Alþingis segir að nefndin vinni nú að fyrirspurn til Bankasýslunnar um samskipti hennar og fjármála-og efnahagsráðuneytisins. Vísir Fjárlaganefnd ætlar að óska eftir upplýsingum frá Bankasýslunni um samskipti stofnunarinnar og fjármálaráðuneytisins vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingafélagi. Formaður nefndarinnar hefur efasemdir um kaupin en telur rétt að bíða eftir skýringum. Fjármálaráðherra sem hefur lýst yfir andstöðu sinni við áform Landsbankans um að kaupa TM óskaði í vikunni eftir skýringum frá Bankasýslunni vegna kaupanna. Bankasýslan sem sagðist koma af fjöllum þegar kaupin voru tilkynnt, hefur svo óskað eftir skýringum frá bankastjórn Landsbankans á aðdraganda þess að ákveðið var að festa kaup á TM. Stefán Vagn Stefánsson formaður fjárlaganefndar Alþingis segir að nefndin vinni nú að beiðni til Bankasýslunnar um hver samskipti hennar og fjármála-og efnahagsráðuneytisins hafi verið í aðdraganda kaupanna. „Nefndin hefur ekki fjallað um málið á sínum fundum en ætlar að óska eftir upplýsingum úr þessum samskiptum milli Bankasýslunnar og ráðuneytisins. Það er verið að vinna þá beiðni og hún verður væntanlega tilbúin sem fyrst og svörin við henni. En þar sem fjárlaganefnd er komin í páskafrí þá verður þetta væntanlega ekki tekið fyrir hjá okkur fyrr en eftir það,“ segir Stefán. Aðspurður um hver sé hans persónulega afstaða til málsins svarar Stefán: „Ég held að það sé mjög eðlilegt að við fáum heildarsýnin um þetta og frekari gögn áður en við myndum okkur skoðun í málinu. Persónulega hef ég þó efasemdir um þessi kaup.“ Kvika banki ekki svarað hvort hann muni fara fram á skaðabætur Dósent við Háskóla Íslands sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að erfitt yrði fyrir Landsbankann að bakka út úr kauptilboði sínu við Kviku banka í TM tryggingar. Yrði það að veruleiki væri bankinn mögulega búinn að skapa sér skaðabótaskyldu. Fréttastofa sendi í gær fyrirspurn til forstjóra og stjórnarformanns Kviku banka um hvort stjórnendur bankans hyggist fara fram á skaðabætur falli Landsbankinn frá kaupunum. Engin svör hafa borist við fyrirspurninni. Fjármálamarkaðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármálafyrirtæki Kaup Landsbankans á TM Alþingi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Fjármálaráðherra sem hefur lýst yfir andstöðu sinni við áform Landsbankans um að kaupa TM óskaði í vikunni eftir skýringum frá Bankasýslunni vegna kaupanna. Bankasýslan sem sagðist koma af fjöllum þegar kaupin voru tilkynnt, hefur svo óskað eftir skýringum frá bankastjórn Landsbankans á aðdraganda þess að ákveðið var að festa kaup á TM. Stefán Vagn Stefánsson formaður fjárlaganefndar Alþingis segir að nefndin vinni nú að beiðni til Bankasýslunnar um hver samskipti hennar og fjármála-og efnahagsráðuneytisins hafi verið í aðdraganda kaupanna. „Nefndin hefur ekki fjallað um málið á sínum fundum en ætlar að óska eftir upplýsingum úr þessum samskiptum milli Bankasýslunnar og ráðuneytisins. Það er verið að vinna þá beiðni og hún verður væntanlega tilbúin sem fyrst og svörin við henni. En þar sem fjárlaganefnd er komin í páskafrí þá verður þetta væntanlega ekki tekið fyrir hjá okkur fyrr en eftir það,“ segir Stefán. Aðspurður um hver sé hans persónulega afstaða til málsins svarar Stefán: „Ég held að það sé mjög eðlilegt að við fáum heildarsýnin um þetta og frekari gögn áður en við myndum okkur skoðun í málinu. Persónulega hef ég þó efasemdir um þessi kaup.“ Kvika banki ekki svarað hvort hann muni fara fram á skaðabætur Dósent við Háskóla Íslands sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að erfitt yrði fyrir Landsbankann að bakka út úr kauptilboði sínu við Kviku banka í TM tryggingar. Yrði það að veruleiki væri bankinn mögulega búinn að skapa sér skaðabótaskyldu. Fréttastofa sendi í gær fyrirspurn til forstjóra og stjórnarformanns Kviku banka um hvort stjórnendur bankans hyggist fara fram á skaðabætur falli Landsbankinn frá kaupunum. Engin svör hafa borist við fyrirspurninni.
Fjármálamarkaðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármálafyrirtæki Kaup Landsbankans á TM Alþingi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira