„Eina fatlaða liðið á þinginu, er það ekki, fyrir utan einhvern einn?“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. mars 2024 17:00 Inga Sæland var ómyrk í máli um aðgerðaráætlun í þágu fatlaðs fólks. „Innihaldslaust blaður,“ segir hún á meðan ekki sé búið að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. vísir/vilhelm Hasar var á Alþingi við umræður um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks. Þingmanni Vinstri grænna ofbauð framganga Ingu Sæland formanns Flokks fólksins þegar hún tjáði sig um málið. Framkvæmdaáætlunin var samþykkt á Alþingi á miðvikudag, með þingsályktunartillögu Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Um er að ræða aðgerðir sem eiga að koma ákvæðum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í framkvæmd. Plagg sem er lögbundið að útbúa á fjögurra ára fresti, og gildir áætlunin fyrir árin 2024-2027. Guðmundur Ingi, sá í Vinstri grænum, mælti fyrir tillögunni.vísir/vilhelm Í kjólinn fyrir jólin Flokkur fólksins hefur lítið gefið fyrir þær aðgerðir sem samþykktar voru og sérstaklega gagnrýnt að sjálfur samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hafi enn ekki verið lögfestur. „Þetta er í kjólinn fyrir jólin ef maður er búinn að léttast um 40 kíló kannski. En núna, eins og staðan er, þá er verið að byrja á öfugum enda,“ sagði Inga Sæland formaður Flokks fólksins í umræðum um tillöguna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson sagði alla þá hagsmunaaðila fatlaðs fólks hafa fengið kaldar kveðjur Flokks fólksins með afstöðu gegn áætluninni. „Það er leitt að sjá að þau skuli ekki sjá fyrir sér að styðja þetta góða mál. Samt sem áður fá þessar sextíu aðgerðir víðtækan pólitískar stuðning og það er jákvætt,“ sagði Guðmundur Ingi. „Vertu ekki svona ómálefnaleg!“ Inga Sæland hóf mál sitt á því að bera af sér sakir um dónaskap og furðulega framgöngu. „Það er verið að byggja á einhverju sem hefur ekki verið leitt í lög. Það er sannfæring Flokks fólksins af öllu hjarta, enda líka eina fatlaða liðið á þinginu, er það ekki, fyrir utan einhvern einn annan einstakling?“ spurði Inga í ræðustól. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur kallaði þá úr þingsal: „Vertu ekki svona ómálefnaleg!“ en Inga hélt áfram og sagði sannfæringu þeirra hjá Flokki fólksins hljóti að mega ráða. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.vísir/vilhelm „Hversu lágt getur fólk lagst?“ sagði Bjarkey síðan á meðan Inga steig úr pontu. Afstaðan vanvirðing Birgir Ármannsson forseti Alþingis áminnti þingmennina um það að gefa þingmönnum tækifæri á að ljúka máli sínu. Sagði hann auk þess að ekki sé gert ráð fyrir því að þingmenn tjái sig efnislega um mál að lokinni lokaatkvæðagreiðslu, líkt og Inga gerði í þessu tilfelli. Guðmundur Ingi Kristinsson gaf lítið fyrir plaggið. vísir/vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins tók einnig til máls: „Ég má hafa þá skoðun sem ég vil hafa, án þess að það sé snúið út úr því að ég sé með einhverjar óeðlilegar hvatir eða fullyrðingar,“ sagði Guðmundur Ingi og beindi orðum sínum til Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur sem hafði áður sagt afstöðu Flokks fólksins vanvirðingu við þá sem framkvæmdaáætlunin á að vernda. Horfa má á umræðurnar hér. Inga Sæland ræddi málið auk þess í Bítinu á Bylgjunni: Alþingi Málefni fatlaðs fólks Flokkur fólksins Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Framkvæmdaáætlunin var samþykkt á Alþingi á miðvikudag, með þingsályktunartillögu Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Um er að ræða aðgerðir sem eiga að koma ákvæðum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í framkvæmd. Plagg sem er lögbundið að útbúa á fjögurra ára fresti, og gildir áætlunin fyrir árin 2024-2027. Guðmundur Ingi, sá í Vinstri grænum, mælti fyrir tillögunni.vísir/vilhelm Í kjólinn fyrir jólin Flokkur fólksins hefur lítið gefið fyrir þær aðgerðir sem samþykktar voru og sérstaklega gagnrýnt að sjálfur samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hafi enn ekki verið lögfestur. „Þetta er í kjólinn fyrir jólin ef maður er búinn að léttast um 40 kíló kannski. En núna, eins og staðan er, þá er verið að byrja á öfugum enda,“ sagði Inga Sæland formaður Flokks fólksins í umræðum um tillöguna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson sagði alla þá hagsmunaaðila fatlaðs fólks hafa fengið kaldar kveðjur Flokks fólksins með afstöðu gegn áætluninni. „Það er leitt að sjá að þau skuli ekki sjá fyrir sér að styðja þetta góða mál. Samt sem áður fá þessar sextíu aðgerðir víðtækan pólitískar stuðning og það er jákvætt,“ sagði Guðmundur Ingi. „Vertu ekki svona ómálefnaleg!“ Inga Sæland hóf mál sitt á því að bera af sér sakir um dónaskap og furðulega framgöngu. „Það er verið að byggja á einhverju sem hefur ekki verið leitt í lög. Það er sannfæring Flokks fólksins af öllu hjarta, enda líka eina fatlaða liðið á þinginu, er það ekki, fyrir utan einhvern einn annan einstakling?“ spurði Inga í ræðustól. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur kallaði þá úr þingsal: „Vertu ekki svona ómálefnaleg!“ en Inga hélt áfram og sagði sannfæringu þeirra hjá Flokki fólksins hljóti að mega ráða. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.vísir/vilhelm „Hversu lágt getur fólk lagst?“ sagði Bjarkey síðan á meðan Inga steig úr pontu. Afstaðan vanvirðing Birgir Ármannsson forseti Alþingis áminnti þingmennina um það að gefa þingmönnum tækifæri á að ljúka máli sínu. Sagði hann auk þess að ekki sé gert ráð fyrir því að þingmenn tjái sig efnislega um mál að lokinni lokaatkvæðagreiðslu, líkt og Inga gerði í þessu tilfelli. Guðmundur Ingi Kristinsson gaf lítið fyrir plaggið. vísir/vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins tók einnig til máls: „Ég má hafa þá skoðun sem ég vil hafa, án þess að það sé snúið út úr því að ég sé með einhverjar óeðlilegar hvatir eða fullyrðingar,“ sagði Guðmundur Ingi og beindi orðum sínum til Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur sem hafði áður sagt afstöðu Flokks fólksins vanvirðingu við þá sem framkvæmdaáætlunin á að vernda. Horfa má á umræðurnar hér. Inga Sæland ræddi málið auk þess í Bítinu á Bylgjunni:
Alþingi Málefni fatlaðs fólks Flokkur fólksins Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira