Fram fram fylking Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 24. mars 2024 09:01 Forðum okkur hættu frá. Tjáningarfrelsið er mikilvæg réttindi sem auðvelt er að glata, misnota og vanrækja. Frelsið er í raun ekki almennilega raunverulegt fyrr en við njótum þess ekki til fulls. Líkt og heilsa, svefn eða súrefni. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Hringferð mín um landið er hafin. Stórkostleg vegferð þar sem spjallað er við þjóðina beint. Mér er alls staðar vel tekið, höndum borin af mjúkum augum og mildum hjörtum. Mér líður vel enda er ég örugg, gleðin er við völd sem og forvitni. Alveg sama hvaða málefni er tekið fyrir þá birtast ólíkar skoðanir, lífssýn og áherslur til framkvæmda. „Hvernig eigum við að hafa hlutina?“ veitir 400 þúsund svör, þar af 200 þúsund kosningabær. Eitt erum við þó samhuga um – við viljum geta tjáð okkur óháð, sjálfstæð og frjáls. Það er áhugavert að upplifa viðbrögð þjóðarinnar við nýjum aðstæðum tengdum forsetakosningum. Margir frambjóðendur hafa stigið fram og sitt sýnist hverjum – bæði um ferlið, rafræna kerfið, fólkið, framkvæmdina… en eitt er víst – lýðræðið eru okkar einstöku, fágætu og dýrmætu réttindi og ef við erum að tala þau niður þá erum við að tala okkur sjálf niður. Við berum ábyrgð á okkar samfélagi og kerfum – ef við viljum breyta þeim þá þurfum við að vilja og gera það sjálf. Það er auðvelt að missa réttindi, erfitt að afla þeirra. Val er vald og valdið er okkar. Að iðka viðhorf hringleikahúss er að skemmta sér á kostnað annarra, draga dár að, lítillækka, hæða og minnkar manneskjur. Að iðka viðhorf landsleiksins er að gleðjast, hvetja, upphefja, njóta og lyftir manneskjum upp og áfram. Hvernig við nýtum tjáningarfrelsið á þessum einstöku Ólympíuleikum Íslands sýnir okkur spegilmynd þjóðarsálarinnar. Lítum í spegil og sjáum fólk sem er bjart, kraftmikið, hlýlegt, milt og sterkt. Fólk sem elskar að iðka réttindi sín átakalaust. Fólk sem skilur og finnur mikilvægi sitt og er tilbúið til að slá skjaldborg um lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Fólk sem stendur með sjálfu sér og öðrum, veitir rými til að stækka manneskjur og gefst aldrei upp. Sýnum nú dug, djörfung og hug. Vaki vaki vaskir menn er voða ber að höndum, sá er okkar síðast fer sveipaður verður böndum. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Sigríður Hrund Pétursdóttir Forsetakosningar 2024 Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Forðum okkur hættu frá. Tjáningarfrelsið er mikilvæg réttindi sem auðvelt er að glata, misnota og vanrækja. Frelsið er í raun ekki almennilega raunverulegt fyrr en við njótum þess ekki til fulls. Líkt og heilsa, svefn eða súrefni. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Hringferð mín um landið er hafin. Stórkostleg vegferð þar sem spjallað er við þjóðina beint. Mér er alls staðar vel tekið, höndum borin af mjúkum augum og mildum hjörtum. Mér líður vel enda er ég örugg, gleðin er við völd sem og forvitni. Alveg sama hvaða málefni er tekið fyrir þá birtast ólíkar skoðanir, lífssýn og áherslur til framkvæmda. „Hvernig eigum við að hafa hlutina?“ veitir 400 þúsund svör, þar af 200 þúsund kosningabær. Eitt erum við þó samhuga um – við viljum geta tjáð okkur óháð, sjálfstæð og frjáls. Það er áhugavert að upplifa viðbrögð þjóðarinnar við nýjum aðstæðum tengdum forsetakosningum. Margir frambjóðendur hafa stigið fram og sitt sýnist hverjum – bæði um ferlið, rafræna kerfið, fólkið, framkvæmdina… en eitt er víst – lýðræðið eru okkar einstöku, fágætu og dýrmætu réttindi og ef við erum að tala þau niður þá erum við að tala okkur sjálf niður. Við berum ábyrgð á okkar samfélagi og kerfum – ef við viljum breyta þeim þá þurfum við að vilja og gera það sjálf. Það er auðvelt að missa réttindi, erfitt að afla þeirra. Val er vald og valdið er okkar. Að iðka viðhorf hringleikahúss er að skemmta sér á kostnað annarra, draga dár að, lítillækka, hæða og minnkar manneskjur. Að iðka viðhorf landsleiksins er að gleðjast, hvetja, upphefja, njóta og lyftir manneskjum upp og áfram. Hvernig við nýtum tjáningarfrelsið á þessum einstöku Ólympíuleikum Íslands sýnir okkur spegilmynd þjóðarsálarinnar. Lítum í spegil og sjáum fólk sem er bjart, kraftmikið, hlýlegt, milt og sterkt. Fólk sem elskar að iðka réttindi sín átakalaust. Fólk sem skilur og finnur mikilvægi sitt og er tilbúið til að slá skjaldborg um lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Fólk sem stendur með sjálfu sér og öðrum, veitir rými til að stækka manneskjur og gefst aldrei upp. Sýnum nú dug, djörfung og hug. Vaki vaki vaskir menn er voða ber að höndum, sá er okkar síðast fer sveipaður verður böndum. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun