Baldur tjáir sig um málskotsréttinn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. mars 2024 18:41 Baldur Þórhallsson forsetarambjóðandi skýrði betur afstöðu sína til málskotsréttar forseta í færslu á Facebook í dag. Aðsend Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi og prófessor í stjórnmálafræði, segir það hafa verið hárrétt af Ólafi Ragnari Grímssyni að vísa ICESAVE-málunum til þjóðarinnar á sínum tíma. Þetta segir hann í tilkynningu sem hann birti á stuðningshóp sinn á Facebook í dag. Þar segist hann hafa orðið var við það að fólk vilji vita meira um afstöðu hans og skoðanir á málskotsrétti forseta. „Þegar um er að ræða gríðarlega umdeilt mál með svo mikla þjóðarhagsmuni verður forseti að vega og meta hvort að þjóðin eigi að hafi síðasta orðið. Forseti Íslands má aldrei verða meðvirkur með ríkisstjórn,“ segir Baldur. „Skeleggur talsmaður ríkisvæðingar Icesaveskuldanna“ Svo virðist sem að færslan sé til þess gerð að bregðast við færslu Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns. Hann birti í dag færslu þar sem hann veltir fyrir sér skoðunum forsetaframbjóðandans á 26. grein stjórnarskrárinnar, það er málskotsrétti forseta. Í færslu Sigurðar segir hann Baldur hafa verið „skeleggan talsmann ríkisvæðingra Icesaveskuldanna.“ Baldur var varaþingmaður Samfylkingarinnar á árunum 2009 til 2013. „Ólafur Ragnar Grímsson forseti tók framfyrir hendur einkaskuldaríkisvæðingarsinna með því að synja í tvígang staðfestingu laga um Icesaveuppgjör á kostnað ríkissjóðs, enda forsetanum ljós vilji stórs hluta þjóðarinnar,“ segir Sigurður og vísar til viðtals við Baldur á Vísi þar sem hann segir að það yrði „alvarlegt áfall fyrir orðspor Íslands“ að hafna samningunum. Forseti verði að vera tilbúinn að grípa inn í Baldur segir að hlutverk fræðimanns sé allt annað en forseta og að fræðimönnum beri meðal annars skylda til að benda á kosti og galla umdeildra mála. Hann hefur starfað sem fræðimaður við Háskóla Íslands frá árinu 2000. „Hlutverk forseta Íslands er að svara kalli þjóðarinnar og tryggja að hún hafi síðasta orðið gangi þingið fram af þjóðinni. Auk þess á þjóðin að hafa síðasta orðið í stórum og umdeildum málum eins og hugsanlegri aðild að Evrópusambandinu. Það kæmi að mínu mati aldrei til greina að ganga í ESB án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu,“ skrifar Baldur. Hann segir einnig mikilvægt að ef Alþingi gengi á rétt þjóðarinnar til málfrelsis, réttindi kvenna eða hinsegin fólks verði forseti að vera tilbúinn til að grípa inn í og vísa málum beint til þjóðarinnar. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Hrunið Tengdar fréttir Undirskriftir í hús hjá Baldri og Felix Baldur Þórhallsson, sem tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á blaðamannafundi í gær, hefur lokið við söfnun undirskrifta fyrir framboð sitt. Söfnunin tók eina klukkustund og 43 mínútur. 21. mars 2024 10:23 Baldur býður sig fram Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Það gerði hann á opnum fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði rétt í þessu. 20. mars 2024 12:10 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Þetta segir hann í tilkynningu sem hann birti á stuðningshóp sinn á Facebook í dag. Þar segist hann hafa orðið var við það að fólk vilji vita meira um afstöðu hans og skoðanir á málskotsrétti forseta. „Þegar um er að ræða gríðarlega umdeilt mál með svo mikla þjóðarhagsmuni verður forseti að vega og meta hvort að þjóðin eigi að hafi síðasta orðið. Forseti Íslands má aldrei verða meðvirkur með ríkisstjórn,“ segir Baldur. „Skeleggur talsmaður ríkisvæðingar Icesaveskuldanna“ Svo virðist sem að færslan sé til þess gerð að bregðast við færslu Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns. Hann birti í dag færslu þar sem hann veltir fyrir sér skoðunum forsetaframbjóðandans á 26. grein stjórnarskrárinnar, það er málskotsrétti forseta. Í færslu Sigurðar segir hann Baldur hafa verið „skeleggan talsmann ríkisvæðingra Icesaveskuldanna.“ Baldur var varaþingmaður Samfylkingarinnar á árunum 2009 til 2013. „Ólafur Ragnar Grímsson forseti tók framfyrir hendur einkaskuldaríkisvæðingarsinna með því að synja í tvígang staðfestingu laga um Icesaveuppgjör á kostnað ríkissjóðs, enda forsetanum ljós vilji stórs hluta þjóðarinnar,“ segir Sigurður og vísar til viðtals við Baldur á Vísi þar sem hann segir að það yrði „alvarlegt áfall fyrir orðspor Íslands“ að hafna samningunum. Forseti verði að vera tilbúinn að grípa inn í Baldur segir að hlutverk fræðimanns sé allt annað en forseta og að fræðimönnum beri meðal annars skylda til að benda á kosti og galla umdeildra mála. Hann hefur starfað sem fræðimaður við Háskóla Íslands frá árinu 2000. „Hlutverk forseta Íslands er að svara kalli þjóðarinnar og tryggja að hún hafi síðasta orðið gangi þingið fram af þjóðinni. Auk þess á þjóðin að hafa síðasta orðið í stórum og umdeildum málum eins og hugsanlegri aðild að Evrópusambandinu. Það kæmi að mínu mati aldrei til greina að ganga í ESB án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu,“ skrifar Baldur. Hann segir einnig mikilvægt að ef Alþingi gengi á rétt þjóðarinnar til málfrelsis, réttindi kvenna eða hinsegin fólks verði forseti að vera tilbúinn til að grípa inn í og vísa málum beint til þjóðarinnar.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Hrunið Tengdar fréttir Undirskriftir í hús hjá Baldri og Felix Baldur Þórhallsson, sem tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á blaðamannafundi í gær, hefur lokið við söfnun undirskrifta fyrir framboð sitt. Söfnunin tók eina klukkustund og 43 mínútur. 21. mars 2024 10:23 Baldur býður sig fram Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Það gerði hann á opnum fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði rétt í þessu. 20. mars 2024 12:10 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Undirskriftir í hús hjá Baldri og Felix Baldur Þórhallsson, sem tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á blaðamannafundi í gær, hefur lokið við söfnun undirskrifta fyrir framboð sitt. Söfnunin tók eina klukkustund og 43 mínútur. 21. mars 2024 10:23
Baldur býður sig fram Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Það gerði hann á opnum fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði rétt í þessu. 20. mars 2024 12:10