Gleymska Google: Athafnamaður og dæmdur nauðgari meðal beiðenda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. mars 2024 06:04 Flestar beiðnirnar varða fréttir um dómsmál og brot í starfi. Vísir/Vilhelm Íslenskur athafnamaður, sem hafði verið ákærður fyrir brot í starfi, fékk Google til að samþykkja að fjarlægja 48 leitarniðurstöður sem tengdust málinu. Aðallega var um að ræða fjölmiðlaumfjöllun um meint brot mannsins, greinar sem birtust á árunum 2009 til 2016, en Google samþykkti beiðnina á þeim grundvelli að maðurinn hefði á endanum verið sýknaður. Frá þessu er greint í gegnsæisskýrslu Google vegna beiðna sem fyrirtækinu berast um að fjarlægja niðurstöður á grundvelli úrskurðar Evrópudómstólsins um réttinn til að „gleymast“ á netinu. Vísir greindi frá því í morgun að frá 1. janúar 2015 hafa stórfyrirtækinu borist 1.434 einstakar beiðnir um að fjarlægja samtals 6.399 leitarniðurstöður. Í flestum tilvikum er um að ræða fréttir um dómsmál eða brot í starfi. Í skýrslunni er að finna þrjú dæmi til viðbótar. Þar er meðal annars sagt frá beiðni sem barst um að fjarlægja átta fréttir úr niðurstöðum leitarvélarinnar sem fjölluðu um ásakanir og dóm sem viðkomandi hlaut fyrir nauðgun. Einstaklingurinn sem óskaði eftir því að leitarniðurstöðurnar yrðu fjarlægðar var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun árið 2010 en látinn laus þremur árum síðar. Google hafnaði beiðni mannsins vegna alvarleika glæpsins. Annað dæmi varðar „vinsælan áhrifavald“ sem bað um að tvær fréttir yrðu fjarlægðar úr leitarniðurstöðum en þær vörðuðu myndskeið sem áhrifavaldurinn hafði birt á Tik Tok við misjafnar undirtektir. Þótti hann hafa farið illa með gæludýrið sitt og verið gagnrýndur fyrir. Google hafnaði þessari beiðni sömuleiðis, á þeirri forsendu að um væri að ræða nýlega umfjöllun. Einstaklingurinn væri enn virkur og þekktur fyrir TikTok myndskeið sín og gangrýni á framgöngu hans ætti erindi í opinbera umræðu. Síðasta dæmið er frábrugðið hinum að því leyti að þar var um að ræða beiðni frá Persónuvernd, sem óskaði eftir því fyrir hönd einstaklings að leitarniðurstöður yrðu fjarlægðar sem tengdust ákærum gegn viðkomandi vegna fíkniefnainnflutnings árið 2000. Einstaklingurinn sendi Google afrit af hreinu sakavottorði sínu og fyrirtækið samþykkti beiðnina. Google Persónuvernd Fjölmiðlar Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Aðallega var um að ræða fjölmiðlaumfjöllun um meint brot mannsins, greinar sem birtust á árunum 2009 til 2016, en Google samþykkti beiðnina á þeim grundvelli að maðurinn hefði á endanum verið sýknaður. Frá þessu er greint í gegnsæisskýrslu Google vegna beiðna sem fyrirtækinu berast um að fjarlægja niðurstöður á grundvelli úrskurðar Evrópudómstólsins um réttinn til að „gleymast“ á netinu. Vísir greindi frá því í morgun að frá 1. janúar 2015 hafa stórfyrirtækinu borist 1.434 einstakar beiðnir um að fjarlægja samtals 6.399 leitarniðurstöður. Í flestum tilvikum er um að ræða fréttir um dómsmál eða brot í starfi. Í skýrslunni er að finna þrjú dæmi til viðbótar. Þar er meðal annars sagt frá beiðni sem barst um að fjarlægja átta fréttir úr niðurstöðum leitarvélarinnar sem fjölluðu um ásakanir og dóm sem viðkomandi hlaut fyrir nauðgun. Einstaklingurinn sem óskaði eftir því að leitarniðurstöðurnar yrðu fjarlægðar var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun árið 2010 en látinn laus þremur árum síðar. Google hafnaði beiðni mannsins vegna alvarleika glæpsins. Annað dæmi varðar „vinsælan áhrifavald“ sem bað um að tvær fréttir yrðu fjarlægðar úr leitarniðurstöðum en þær vörðuðu myndskeið sem áhrifavaldurinn hafði birt á Tik Tok við misjafnar undirtektir. Þótti hann hafa farið illa með gæludýrið sitt og verið gagnrýndur fyrir. Google hafnaði þessari beiðni sömuleiðis, á þeirri forsendu að um væri að ræða nýlega umfjöllun. Einstaklingurinn væri enn virkur og þekktur fyrir TikTok myndskeið sín og gangrýni á framgöngu hans ætti erindi í opinbera umræðu. Síðasta dæmið er frábrugðið hinum að því leyti að þar var um að ræða beiðni frá Persónuvernd, sem óskaði eftir því fyrir hönd einstaklings að leitarniðurstöður yrðu fjarlægðar sem tengdust ákærum gegn viðkomandi vegna fíkniefnainnflutnings árið 2000. Einstaklingurinn sendi Google afrit af hreinu sakavottorði sínu og fyrirtækið samþykkti beiðnina.
Google Persónuvernd Fjölmiðlar Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira