Rétt gíraður Eiður sé einn besti hafsent landsins Aron Guðmundsson skrifar 25. mars 2024 23:30 Eiður Aron Sigurbjörnsson er nýjasti leikmaður Vestra. Davíð Smári, þjálfari liðsins, segir að þegar að Eiður Aron sé rétt gíraður og í góðu standi sé hann einn besti hafsent landsins. Vísir Davíð Smári Lamude, þjálfari nýliða Vestra í Bestu deild karla í fótbolta segir nýjasta leikmann liðsins. Reynsluboltann Eið Aron Sigurbjörnsson, vera þá týpu af leikmanni sem Vestri var að leita að. Eiður sé mjög mótiveraður fyrir komandi tímabili með Vestfirðingum. Davíð segir Eið Aron, rétt gíraðan og í góðu standi, einn besta hafsent deildarinnar. Gengið var frá tveggja ára samningi milli hins 34 ára gamla Eiðs Arons og Vestra í kjölfar æfingarferðar liðsins til Tenerife á dögunum þar sem að Eiður Aron æfði við góðar aðstæður með liðinu. „Það var allavegana gríðarlegur vilji okkar megin að klára þetta eftir þessa vikulöngu æfingarferð. Hann stóð sig gríðarlega vel. Sýndi mikinn metnað í því sem hann gerði og virtist vera hrikalega mótiveraður í því að koma til okkar. Það var því bara einfaldast fyrir okkur að klára þetta.“ Eiður á að baki 202 leiki í efstu deild hér á landi, lengst af með liði ÍBV og þá var hann einnig á mála hjá Val árin 2017 til 2021. Þá á hann einnig að baki feril úti í atvinnumennsku í Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi. Eyjamaðurinn spilaði 21 leik í Bestu deildinni á síðasta tímabili með liði ÍBV sem féll niður í Lengjudeildina að tímabilinu afloknu. Klippa: Davíð Smári um Eið Aron: Mikil ábyrgð lögð á hann Og í hvernig standi virkar Eiður Aron núna? „Hann virkar í hrikalega flottu líkamlegu standi. Þá er þetta týpa af leikmanni sem við höfum svolítið vera að leitast eftir. Sterkur karakter með titla á bakinu sem og leiki í efstu deild og erlendis. Styrkur fyrir okkur innan sem utan vallar. Og líka vert að taka fram að það er mikil ábyrgð lögð á hans herðar. Við ætlumst til mikils af honum. Ég tel komu hans til okkar hrikalega góða fyrir báða aðila.“ En hvað kemur Eiður Aron með að borðinu inn í þetta lið Vestra innan vallar? „Reynslu. Ég ætla líka bara að tala hreint út með það að Eiður Aron, í góðu standi og rétt gíraður, er einn besti hafsent landsins. Við höfum verið að leitast eftir því að finna réttu karakterana í þetta lið. Við erum auðvitað að fara inn í gríðarlega stórt tímabil fyrir Vestra. Það er alltaf gott að hafa stóra karaktera þegar að við erum að taka næsta skref sem lið. Eitthvað sem við vorum að sækjast eftir.“ En er von á fleiri nýjum leikmönnum í lið Vestra fyrir upphaf tímabils? „Ég á von á kannski einum leikmanni í viðbót. Ég vona það.“ Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH Besta deild karla Vestri Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sjá meira
Gengið var frá tveggja ára samningi milli hins 34 ára gamla Eiðs Arons og Vestra í kjölfar æfingarferðar liðsins til Tenerife á dögunum þar sem að Eiður Aron æfði við góðar aðstæður með liðinu. „Það var allavegana gríðarlegur vilji okkar megin að klára þetta eftir þessa vikulöngu æfingarferð. Hann stóð sig gríðarlega vel. Sýndi mikinn metnað í því sem hann gerði og virtist vera hrikalega mótiveraður í því að koma til okkar. Það var því bara einfaldast fyrir okkur að klára þetta.“ Eiður á að baki 202 leiki í efstu deild hér á landi, lengst af með liði ÍBV og þá var hann einnig á mála hjá Val árin 2017 til 2021. Þá á hann einnig að baki feril úti í atvinnumennsku í Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi. Eyjamaðurinn spilaði 21 leik í Bestu deildinni á síðasta tímabili með liði ÍBV sem féll niður í Lengjudeildina að tímabilinu afloknu. Klippa: Davíð Smári um Eið Aron: Mikil ábyrgð lögð á hann Og í hvernig standi virkar Eiður Aron núna? „Hann virkar í hrikalega flottu líkamlegu standi. Þá er þetta týpa af leikmanni sem við höfum svolítið vera að leitast eftir. Sterkur karakter með titla á bakinu sem og leiki í efstu deild og erlendis. Styrkur fyrir okkur innan sem utan vallar. Og líka vert að taka fram að það er mikil ábyrgð lögð á hans herðar. Við ætlumst til mikils af honum. Ég tel komu hans til okkar hrikalega góða fyrir báða aðila.“ En hvað kemur Eiður Aron með að borðinu inn í þetta lið Vestra innan vallar? „Reynslu. Ég ætla líka bara að tala hreint út með það að Eiður Aron, í góðu standi og rétt gíraður, er einn besti hafsent landsins. Við höfum verið að leitast eftir því að finna réttu karakterana í þetta lið. Við erum auðvitað að fara inn í gríðarlega stórt tímabil fyrir Vestra. Það er alltaf gott að hafa stóra karaktera þegar að við erum að taka næsta skref sem lið. Eitthvað sem við vorum að sækjast eftir.“ En er von á fleiri nýjum leikmönnum í lið Vestra fyrir upphaf tímabils? „Ég á von á kannski einum leikmanni í viðbót. Ég vona það.“ Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH
Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH
Besta deild karla Vestri Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sjá meira