Southgate talar um krísu á meðan Walker gæti spilað næsta leik Man City Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. mars 2024 22:30 Gareth Southgate er á leið á sitt fjórða stórmót sem þjálfari Englands. Hann vonast til að leikmenn verði búnir að jafna sig af meiðslum áður en EM 2024 hefst. Richard Sellers/Getty Images Gareth Southgate segist aldrei hafa lent í annarri eins meiðslakrísu og enska karlalandsliðið í knattspyrnu glímir nú við. Á sama tíma kom fram að Kyle Walker ætti að vera klár í stórleik Manchester City og Arsenal um næstu helgi. England tapaði á dögunum 1-0 fyrir Brasilíu í vináttuleik. Í kjölfarið drógu nafnarnir Harry Kane (Bayern München) og Maguire (Manchester United) sig úr enska landsliðinu. Sömu sögu er að segja af Kyle Walker (Man City) sem er þó minna meiddur en fyrst var óttast. Sky Sports hefur greint frá því að hinn 33 ára gamli Walker verði að öllum líkindum við hestaheilsu þegar Man City fær Arsenal í heimsókn næstkomandi sunnudag. Liðin eru í harðri baráttu við Liverpool um enska meistaratitilinn. BREAKING: Kyle Walker's hamstring problem isn't thought to be too serious, could be available for Man City's crucial game against Arsenal pic.twitter.com/mdQxYNJ9V5— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 25, 2024 Sky Sports greindi einnig frá því fyrr í dag að Southgate ætti engin svör við öllum þeim meiðslum sem væru að hrjá leikmenn enska landsliðsins um þessar mundir. Liðið mætir Belgíu í vináttuleik annað kvöld og er án allt að 15 leikmanna sem Southgate myndi að öllu jafna velja í hóp sinn. Ásamt þeim Kane, Maguire og Walker þá dró Bukayo Saka sig úr landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Brasilíu ásamt því að markvörðurinn Sam Johnstone (Crystal Palace) meiddist. Það er talið ólíklegt að hann verði klár fyrir EM í sumar. Nick Pope, Kieran Trippier (báðir Newcastle United), Luke Shaw (Man Utd) Reece James, Levi Colwill (báðir Chelsea) Marc Guehi (Crystal Palace), Tyrone Mings (Aston Villa), Trent Alexander-Arnold (Liverpool) Jack Grealish (Man City) og Callum Wilson (Newcastle) eru einnig á meiðslalistanum. "There are some big question marks at the moment"Mark McAdam takes a look at injury issues that Gareth Southgate's side are facing ahead of the Euros pic.twitter.com/TXVIVt5pML— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 25, 2024 „Þetta er ótrúlegur fjöldi. Ég hef aldrei upplifað annað eins. En þetta þýðir að það eru tækifæri fyrir aðra leikmenn. Við sáum leikmenn stíga upp gegn Brasilíu og grípa gæsina,“ sagði Southgate á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Belgíu. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
England tapaði á dögunum 1-0 fyrir Brasilíu í vináttuleik. Í kjölfarið drógu nafnarnir Harry Kane (Bayern München) og Maguire (Manchester United) sig úr enska landsliðinu. Sömu sögu er að segja af Kyle Walker (Man City) sem er þó minna meiddur en fyrst var óttast. Sky Sports hefur greint frá því að hinn 33 ára gamli Walker verði að öllum líkindum við hestaheilsu þegar Man City fær Arsenal í heimsókn næstkomandi sunnudag. Liðin eru í harðri baráttu við Liverpool um enska meistaratitilinn. BREAKING: Kyle Walker's hamstring problem isn't thought to be too serious, could be available for Man City's crucial game against Arsenal pic.twitter.com/mdQxYNJ9V5— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 25, 2024 Sky Sports greindi einnig frá því fyrr í dag að Southgate ætti engin svör við öllum þeim meiðslum sem væru að hrjá leikmenn enska landsliðsins um þessar mundir. Liðið mætir Belgíu í vináttuleik annað kvöld og er án allt að 15 leikmanna sem Southgate myndi að öllu jafna velja í hóp sinn. Ásamt þeim Kane, Maguire og Walker þá dró Bukayo Saka sig úr landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Brasilíu ásamt því að markvörðurinn Sam Johnstone (Crystal Palace) meiddist. Það er talið ólíklegt að hann verði klár fyrir EM í sumar. Nick Pope, Kieran Trippier (báðir Newcastle United), Luke Shaw (Man Utd) Reece James, Levi Colwill (báðir Chelsea) Marc Guehi (Crystal Palace), Tyrone Mings (Aston Villa), Trent Alexander-Arnold (Liverpool) Jack Grealish (Man City) og Callum Wilson (Newcastle) eru einnig á meiðslalistanum. "There are some big question marks at the moment"Mark McAdam takes a look at injury issues that Gareth Southgate's side are facing ahead of the Euros pic.twitter.com/TXVIVt5pML— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 25, 2024 „Þetta er ótrúlegur fjöldi. Ég hef aldrei upplifað annað eins. En þetta þýðir að það eru tækifæri fyrir aðra leikmenn. Við sáum leikmenn stíga upp gegn Brasilíu og grípa gæsina,“ sagði Southgate á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Belgíu.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira