Reyndu að stela hraðbanka með því að aka lyftara á hann Lovísa Arnardóttir skrifar 26. mars 2024 09:21 Hraðbankinn er illa farinn eftir tilraunina Vísir/Einar Lyftara var ekið á hraðbanka á Völlunum í Hafnarfirði í nótt í tilraun til að stela honum. Um er að ræða aðra tilraunina til að stela hraðbanka með vinnuvél á stuttum tíma. Sú fyrri var gerð í Breiðholti aðfaranótt laugardagsins. Helgi Gunnarsson lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í Hafnarfirði staðfestir tilraunina og segir málið til rannsóknar hjá þeim. Hraðbankinn er í eigu Euronet. Fyrst var fjallað um málið á vef RÚV. „Þeir hafa stolið þarna skotbómulyftara og þeir hafa reynt að taka hraðbanka á Völlunum,“ segir Helgi. Hann segir að lögreglan hafi engan sérstakan grunaðan og að þau muni fara yfir myndefni í rannsókn sinni. Hann segir aðra tilraun hafa verið gerða í fyrra til að ræna hraðbanka í Hafnarfirði. „Þeir reyndu að binda hann upp aftan í pallbíl en pallbíllinn endaði upp á grjóti. Það var svona frekar klaufalegt hjá þeim,“ segir Helgi. Önnur tilraun um helgina Í frétt RÚV kemur fram að önnur tilraun hafi verið gerð í Breiðholti um helgina. Þar tókst þjófunum að spenna ysta lagið af hraðbankanum en komust ekki lengra en það. „Þetta mislukkaðist hérna hjá þeim en er vel þekkt erlendis. Þá koma þeir með gröfur og moka þessu upp á vörubílspall og aka burt.“ Helgi segir bankana gera ýmislegt til að koma í veg fyrir að hægt sé að nota peninga úr hraðbönkum sem er stolið. Í Hollandi sprautist lím yfir peningana og í Grikklandi sprautist litur yfir þá. Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Reynt að brjótast inn í hraðbanka Arion við Vallakór Reynt var að brjótast inn í hraðbanka Arion banka við Vallakór í Kópavogi í nótt. 8. júlí 2022 12:42 Skemmdi hraðbanka sem gleypti kortið hans Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af manni í morgun, sem skemmdi hraðbanka í miðborginni. 18. júní 2020 17:22 Hrina hraðbankaþjófnaða á Norður-Írlandi Átta hraðbönkum hefur verið stolið það sem af er ári í Londonderry-héraði Norður-Írlands. Í þetta sinn var hraðbanka við bensínstöð í bænum Dungiven. 7. apríl 2019 16:32 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Fleygði sér svo niður stiga svo ekki væri hægt að flytja hann úr landi „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Sjá meira
Helgi Gunnarsson lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í Hafnarfirði staðfestir tilraunina og segir málið til rannsóknar hjá þeim. Hraðbankinn er í eigu Euronet. Fyrst var fjallað um málið á vef RÚV. „Þeir hafa stolið þarna skotbómulyftara og þeir hafa reynt að taka hraðbanka á Völlunum,“ segir Helgi. Hann segir að lögreglan hafi engan sérstakan grunaðan og að þau muni fara yfir myndefni í rannsókn sinni. Hann segir aðra tilraun hafa verið gerða í fyrra til að ræna hraðbanka í Hafnarfirði. „Þeir reyndu að binda hann upp aftan í pallbíl en pallbíllinn endaði upp á grjóti. Það var svona frekar klaufalegt hjá þeim,“ segir Helgi. Önnur tilraun um helgina Í frétt RÚV kemur fram að önnur tilraun hafi verið gerð í Breiðholti um helgina. Þar tókst þjófunum að spenna ysta lagið af hraðbankanum en komust ekki lengra en það. „Þetta mislukkaðist hérna hjá þeim en er vel þekkt erlendis. Þá koma þeir með gröfur og moka þessu upp á vörubílspall og aka burt.“ Helgi segir bankana gera ýmislegt til að koma í veg fyrir að hægt sé að nota peninga úr hraðbönkum sem er stolið. Í Hollandi sprautist lím yfir peningana og í Grikklandi sprautist litur yfir þá.
Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Reynt að brjótast inn í hraðbanka Arion við Vallakór Reynt var að brjótast inn í hraðbanka Arion banka við Vallakór í Kópavogi í nótt. 8. júlí 2022 12:42 Skemmdi hraðbanka sem gleypti kortið hans Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af manni í morgun, sem skemmdi hraðbanka í miðborginni. 18. júní 2020 17:22 Hrina hraðbankaþjófnaða á Norður-Írlandi Átta hraðbönkum hefur verið stolið það sem af er ári í Londonderry-héraði Norður-Írlands. Í þetta sinn var hraðbanka við bensínstöð í bænum Dungiven. 7. apríl 2019 16:32 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Fleygði sér svo niður stiga svo ekki væri hægt að flytja hann úr landi „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Sjá meira
Reynt að brjótast inn í hraðbanka Arion við Vallakór Reynt var að brjótast inn í hraðbanka Arion banka við Vallakór í Kópavogi í nótt. 8. júlí 2022 12:42
Skemmdi hraðbanka sem gleypti kortið hans Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af manni í morgun, sem skemmdi hraðbanka í miðborginni. 18. júní 2020 17:22
Hrina hraðbankaþjófnaða á Norður-Írlandi Átta hraðbönkum hefur verið stolið það sem af er ári í Londonderry-héraði Norður-Írlands. Í þetta sinn var hraðbanka við bensínstöð í bænum Dungiven. 7. apríl 2019 16:32