„Ég er alinn upp í Hólunum í Breiðholtinu og svo byggðu mamma og pabbi í Bergunum og ég var í Hólabrekkuskóla alla mína skólagöngu. Svo var pabbi kennari í FB og systir mín var líka í skólanum og mér fannst einhvern veginn að ég þyrfti að komast út úr hverfinu og því fór ég í Versló. Þetta var í rauninni í fyrsta skipti sem ég fór úr Hólunum, ég hafði bara verið þarna alltaf,“ segir Gísli og heldur áfram.
„Þarna var ég algjörlega harðákveðin í því að verða leikari. Ég var í öllum leikritum sem ég komst í og líka í Versló og þar var ég alltaf í aðalhlutverkum í þriðja, fjórða og fimmta bekk. Það var í rauninni bara á síðasta árinu í Versló sem ég hætti við það. Ég hafði alltaf áhuga á fjölmiðlum og tók til að mynda upp alla þættina hans Hemma Gunn á VHS og horfði á þá oft.
Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti en áskrifendur geta séð hann í heild sinni á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2.