Gæludýrin þurfa að ferðast með töskunum Árni Sæberg skrifar 27. mars 2024 11:00 Þessi hundur mætti ekki sitja í þessu sæti á leiðinni til Íslands. Nema hann væri hjálparhundur eða einungis að millilenda. Ryan Jello/Getty Ekki er lengur heimilt að flytja hunda og ketti til landsins í farþegarými flugvéla. Í tilkynningu á vef Matvælastofnunar segir að breyting hafi verið gerð á reglugerð um innflutning hunda og katta, sem meðal annars feli í sér að ekki verður lengur heimilt að flytja hunda og ketti til landsins í farþegarými flugvéla. Breytingin taki gildi 11. apríl næstkomandi. Nýleg dæmi séu um ólöglegan innflutning hunda sem fluttir voru með þessum hætti. Farþegar hafi þá komist óáreittir með hundana út í gegnum flugstöðina. Það sé alvarlegt brot á þeim innflutningsskilyrðum sem hér gilda. Hjálparhundar og tengifarþegar áfram leyfðir Áfram verði þó heimilt að flytja vottaða hjálparhunda í farþegarými og hunda og ketti sem aðeins millilenda á Íslandi. Hundar og kettir sem fengið hafa innflutningsleyfi, og eru á leið í einangrun á Íslandi, séu alla jafna fluttir til landsins sem frakt eða farangur, eða um 85 prósent dýranna. Þessi breyting hafi því ekki áhrif á stóran hluta hunda- og kattainnflutnings. Sníkjudýr algengust Í tilkynningunni segir að að lokinni innflutningsskoðun á Keflavíkurflugvelli séu dýrin flutt í einangrunarstöð þar sem þau dvelja í tvær vikur. Á meðan dvöl í einangrunarstöð stendur sé fylgst með heilsufari dýranna og sýni tekin til rannsókna. Þrátt fyrir að auknar heilbrigðiskröfur fyrir innflutning hafi verið teknar upp árið 2020 sé nokkuð um að dýr í einangrun greinist með smit, sér í lagi ýmis sníkjudýr. Í þeim tilfellum sé hægt að hefja meðhöndlun og koma í veg fyrir að smitefnin berist í önnur dýr í landinu. Með þeirri reglugerð sem hér um ræðir sé einnig gerð breyting á lista yfir viðurkennd útflutningslönd en það eru lönd sem að mati Matvælastofnunar hafa sýnt fram á viðunandi dýrasjúkdómastöðu og dýraheilbrigðisþjónustu. Með breytingunni færist Singapore upp í flokk landa sem eru án hundaæðis (landaflokk 1) en Serbía, Slóvakía og Ungverjaland færist niður í flokk landa þar sem hundaæði er haldið vel í skefjum (landaflokk 2). Bosnía og Hersegóvína og Taívan teljist nú til viðurkenndra útflutningslanda og flokkist í landaflokk 2. Dýr Hundar Kettir Fréttir af flugi Gæludýr Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Náðu manninum úr sjónum Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Í tilkynningu á vef Matvælastofnunar segir að breyting hafi verið gerð á reglugerð um innflutning hunda og katta, sem meðal annars feli í sér að ekki verður lengur heimilt að flytja hunda og ketti til landsins í farþegarými flugvéla. Breytingin taki gildi 11. apríl næstkomandi. Nýleg dæmi séu um ólöglegan innflutning hunda sem fluttir voru með þessum hætti. Farþegar hafi þá komist óáreittir með hundana út í gegnum flugstöðina. Það sé alvarlegt brot á þeim innflutningsskilyrðum sem hér gilda. Hjálparhundar og tengifarþegar áfram leyfðir Áfram verði þó heimilt að flytja vottaða hjálparhunda í farþegarými og hunda og ketti sem aðeins millilenda á Íslandi. Hundar og kettir sem fengið hafa innflutningsleyfi, og eru á leið í einangrun á Íslandi, séu alla jafna fluttir til landsins sem frakt eða farangur, eða um 85 prósent dýranna. Þessi breyting hafi því ekki áhrif á stóran hluta hunda- og kattainnflutnings. Sníkjudýr algengust Í tilkynningunni segir að að lokinni innflutningsskoðun á Keflavíkurflugvelli séu dýrin flutt í einangrunarstöð þar sem þau dvelja í tvær vikur. Á meðan dvöl í einangrunarstöð stendur sé fylgst með heilsufari dýranna og sýni tekin til rannsókna. Þrátt fyrir að auknar heilbrigðiskröfur fyrir innflutning hafi verið teknar upp árið 2020 sé nokkuð um að dýr í einangrun greinist með smit, sér í lagi ýmis sníkjudýr. Í þeim tilfellum sé hægt að hefja meðhöndlun og koma í veg fyrir að smitefnin berist í önnur dýr í landinu. Með þeirri reglugerð sem hér um ræðir sé einnig gerð breyting á lista yfir viðurkennd útflutningslönd en það eru lönd sem að mati Matvælastofnunar hafa sýnt fram á viðunandi dýrasjúkdómastöðu og dýraheilbrigðisþjónustu. Með breytingunni færist Singapore upp í flokk landa sem eru án hundaæðis (landaflokk 1) en Serbía, Slóvakía og Ungverjaland færist niður í flokk landa þar sem hundaæði er haldið vel í skefjum (landaflokk 2). Bosnía og Hersegóvína og Taívan teljist nú til viðurkenndra útflutningslanda og flokkist í landaflokk 2.
Dýr Hundar Kettir Fréttir af flugi Gæludýr Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Náðu manninum úr sjónum Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira