Steinunn Ólína hálfu skrefi frá því að bjóða sig fram Jakob Bjarnar skrifar 27. mars 2024 14:50 Steinunn Ólína ritar grein sem ekki er hægt að skilja á annan veg en svo að hún sé hársbreidd frá því að gefa kost á sér sem forseti Íslands. Kári Sverrisson Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hefur birt grein sem ekki er hægt að skilja öðru vísi en svo að ekki þurfi mikið til að koma svo hún stigi fram og gefi kost á sér í framboði til forseta lýðveldisins. ,Ég held ekki þrátt fyrir hvatningu margra að ég eigi skilyrðislaust að fara í framboð en ég vil að fólk viti að ég er að hugleiða það af alvöru,“ segir Steinunn Ólína leikkona í samtali við Vísi. Steinunn hefur ritað viðhorfsgrein sem hún birti í Vísi nú rétt í þessu þar sem hún gefur því rösklega undir fótinn að hún sé að íhuga forsetaframboð. Greinin er undir yfirskriftinni „Bréf til þjóðarinnar“ og þar segir hún meðal annars: „Ég er alvarlega að hugleiða að gefa kost á mér til embættis forseta Íslands af fullum heilindum, nú eldri og lífsreyndari. Þar vegur þyngst hvatning bláókunnugs fólks úr röðum almennings frá áramótum. Hvatning frá fólki sem finnst það þekkja mig, þykist vita hvar það hefur mig, hefur lesið það sem ég hef skrifað um samfélagsmál, og sem veit að ég hef persónulega staðist erfiðar áskoranir í lífinu og hræðist ekki mótlæti.“ Áður hafði Steinunn rakið ítarlega hvers má vænta af forseta landsins og hvað má prýða einn slíkan. Hún segir að það hafi aldrei þvælst fyrir sér að vera þjóðþekkt persóna. „Mér þykir ævinlega vænt um það þegar fólk gefur sig á tal við mig. Við erum lítið samfélag þar sem allir þekkja alla og það er notalegt. Fólk segir mér líka óspart til syndanna ef því er að skipta og það er bara gott á mig. Það hefur orðið mér hvatning til að líta í eigin barm og freista þess að skilja aðra fremur en afskrifa, sem er flóttaleið sem útheimtir enga sjálfsskoðun. Ég trúi að þátttaka í mótun samfélags sé skylda hverrar manneskju sem trúir á og vill verja lýðræðið.“ Steinunn segist hafa tjáð sig talsvert um samfélagsmál og þá ávallt talað út frá eigin brjósti, aldrei til að þóknast kröfum annarra. „Ég kann að meta hreinskiptin samskipti og vil að í lýðræðissamfélagi geti fólk tjáð sig óhikað án þess að eiga á hættu útskúfun og útilokun.“ Þá nefnir Steinunn Ólína að hún hafi aldrei haft klappstýrur og jáfólk í kringum sig. Hún segir jafnframt að ef hún gefi kost á sér í komandi forsetakosningum muni hún gera það af heilum hug. „Af djúpu þakklæti fyrir að fæðast í þessu fallega og örugga landi og hafa notið þess atlætis sem raun ber vitni.“ Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00 Baldur mælist með langmest fylgi Baldur Þórhallsson mælist með 37 prósent fylgi í könnun Prósents um hvern frambjóðanda fólk vilji að verði næsti forseti Íslands. Næsti frambjóðandi, Halla Tómasdóttir, mælist með 15 prósent fylgi en 34 prósent svarenda segjast ekki vita hvern þeir vilja í embætti forseta. 27. mars 2024 14:19 Helga hellir sér í forsetaslaginn Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar ætlar að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Helga upplýsti um þetta á blaðamannafundi á heimili sínu í Fossvoginum í hádeginu. 27. mars 2024 12:05 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
,Ég held ekki þrátt fyrir hvatningu margra að ég eigi skilyrðislaust að fara í framboð en ég vil að fólk viti að ég er að hugleiða það af alvöru,“ segir Steinunn Ólína leikkona í samtali við Vísi. Steinunn hefur ritað viðhorfsgrein sem hún birti í Vísi nú rétt í þessu þar sem hún gefur því rösklega undir fótinn að hún sé að íhuga forsetaframboð. Greinin er undir yfirskriftinni „Bréf til þjóðarinnar“ og þar segir hún meðal annars: „Ég er alvarlega að hugleiða að gefa kost á mér til embættis forseta Íslands af fullum heilindum, nú eldri og lífsreyndari. Þar vegur þyngst hvatning bláókunnugs fólks úr röðum almennings frá áramótum. Hvatning frá fólki sem finnst það þekkja mig, þykist vita hvar það hefur mig, hefur lesið það sem ég hef skrifað um samfélagsmál, og sem veit að ég hef persónulega staðist erfiðar áskoranir í lífinu og hræðist ekki mótlæti.“ Áður hafði Steinunn rakið ítarlega hvers má vænta af forseta landsins og hvað má prýða einn slíkan. Hún segir að það hafi aldrei þvælst fyrir sér að vera þjóðþekkt persóna. „Mér þykir ævinlega vænt um það þegar fólk gefur sig á tal við mig. Við erum lítið samfélag þar sem allir þekkja alla og það er notalegt. Fólk segir mér líka óspart til syndanna ef því er að skipta og það er bara gott á mig. Það hefur orðið mér hvatning til að líta í eigin barm og freista þess að skilja aðra fremur en afskrifa, sem er flóttaleið sem útheimtir enga sjálfsskoðun. Ég trúi að þátttaka í mótun samfélags sé skylda hverrar manneskju sem trúir á og vill verja lýðræðið.“ Steinunn segist hafa tjáð sig talsvert um samfélagsmál og þá ávallt talað út frá eigin brjósti, aldrei til að þóknast kröfum annarra. „Ég kann að meta hreinskiptin samskipti og vil að í lýðræðissamfélagi geti fólk tjáð sig óhikað án þess að eiga á hættu útskúfun og útilokun.“ Þá nefnir Steinunn Ólína að hún hafi aldrei haft klappstýrur og jáfólk í kringum sig. Hún segir jafnframt að ef hún gefi kost á sér í komandi forsetakosningum muni hún gera það af heilum hug. „Af djúpu þakklæti fyrir að fæðast í þessu fallega og örugga landi og hafa notið þess atlætis sem raun ber vitni.“
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00 Baldur mælist með langmest fylgi Baldur Þórhallsson mælist með 37 prósent fylgi í könnun Prósents um hvern frambjóðanda fólk vilji að verði næsti forseti Íslands. Næsti frambjóðandi, Halla Tómasdóttir, mælist með 15 prósent fylgi en 34 prósent svarenda segjast ekki vita hvern þeir vilja í embætti forseta. 27. mars 2024 14:19 Helga hellir sér í forsetaslaginn Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar ætlar að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Helga upplýsti um þetta á blaðamannafundi á heimili sínu í Fossvoginum í hádeginu. 27. mars 2024 12:05 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00
Baldur mælist með langmest fylgi Baldur Þórhallsson mælist með 37 prósent fylgi í könnun Prósents um hvern frambjóðanda fólk vilji að verði næsti forseti Íslands. Næsti frambjóðandi, Halla Tómasdóttir, mælist með 15 prósent fylgi en 34 prósent svarenda segjast ekki vita hvern þeir vilja í embætti forseta. 27. mars 2024 14:19
Helga hellir sér í forsetaslaginn Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar ætlar að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Helga upplýsti um þetta á blaðamannafundi á heimili sínu í Fossvoginum í hádeginu. 27. mars 2024 12:05