Læknafélagið mótfallið lögleiðingu dánaraðstoðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2024 16:09 Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélagsins, segir að til standi að ræða málið innan félagsins og kanna hug félagsmanna. Vísir/Arnar Læknafélag Íslands er mótfallið frumvarpi um dánaraðstoð sem nú liggur fyrir Alþingi. Þetta sagði Steinunn Þórðardóttir, formaður félagsins, í Pallborðinu á Vísi fyrr í dag. Félagið hefur ekki skilað inn umsögn um frumvarpið né heldur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Sjúkraliðafélagið hefur hins vegar sent inn umsögn og segist styðja frumvarpið. Steinunn gagnrýndi samráðsleysi við samningu og framlagningu frumvarpsins, ekki síst þar sem þar væri kveðið á um aðkomu lækna að því að aðstoða fólk við að deyja. „Þarna er bara nákvæm verklýsing á því að aðstoða einstakling eða jafnvel deyða einstakling og það hefur ekkert verið talað við okkur í aðdraganda þess að þetta er lagt fram, sem mér finnst áhugavert. Vegna þess að þessu er beint sérstaklega að okkar stétt, “ sagði Steinunn. Skoðanakannanir sýna að stuðningur meðal lækna hefur aukist en Steinunn bendir á að þátttaka í könnunum hafi verið lítil og segir að mögulega séu þeir að svara sem hafa hugsað málið og tekið afstöðu með dánaraðstoð. Hún segir skýran mun á líknandi- og lífslokameðferð og dánaraðstoð og að með því að skikka lækna til að sinna síðarnefnda sé verið að fara yfir ákveðið strik. „Okkar hlutverk er að bera virðingu fyrir lífi,“ segir hún. „Það er ein af okkar grunn siðareglum; að virða líf. Við þurfum ekki að lengja líf sama hvað það kostar, við auðvitað virðum sjálfsákvörðunarrétt fólks sem er á lokametrum lífsins; er með ólæknandi sjúkdóm og vill ekki alla meðferð. Og það er náttúrlega eitthvað sem við förum yfir með fólki; viltu gjörgæslumeðferð, öndunarvél, viltu vökva, sýklalyf? Það er hægt að halda að sér höndum auðvitað ef fólk vill ekki lengja lífið. En við styttum ekki líf, það er ekki eitt af okkar markmiðum.“ Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar, sagðist fagna því að frumvarpið hefði verið lagt fram en félagið gerir ýmsar athugasemdir við það í umsögn sinni. Henry Alexander Henrysson siðfræðingur sagði það opna spurningu hvort fólk ætti rétt á að ákveða að deyja en að réttindum fylgdu skyldur og því væri ósvarað hvort það væri forsvaranlegt að leggja umrædda skyldu á lækna. Öll voru sammála um að frekari umræðu um dánaraðstoð væri þörf. Heilbrigðismál Dánaraðstoð Pallborðið Tengdar fréttir Pallborðið: Eiga læknar að aðstoða fólk við að deyja? Umsögnum um nýtt frumvarp um dánaraðstoð fjölgar nú dag frá degi en það miðar að því að tryggja einstaklingum réttinn til að velja að deyja með aðstoð lækna. Dánaraðstoð verður til umræðu í Pallborðinu klukkan 14 í dag, í beinni útsendingu á Vísi. 27. mars 2024 11:58 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fleiri fréttir „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Sjá meira
Félagið hefur ekki skilað inn umsögn um frumvarpið né heldur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Sjúkraliðafélagið hefur hins vegar sent inn umsögn og segist styðja frumvarpið. Steinunn gagnrýndi samráðsleysi við samningu og framlagningu frumvarpsins, ekki síst þar sem þar væri kveðið á um aðkomu lækna að því að aðstoða fólk við að deyja. „Þarna er bara nákvæm verklýsing á því að aðstoða einstakling eða jafnvel deyða einstakling og það hefur ekkert verið talað við okkur í aðdraganda þess að þetta er lagt fram, sem mér finnst áhugavert. Vegna þess að þessu er beint sérstaklega að okkar stétt, “ sagði Steinunn. Skoðanakannanir sýna að stuðningur meðal lækna hefur aukist en Steinunn bendir á að þátttaka í könnunum hafi verið lítil og segir að mögulega séu þeir að svara sem hafa hugsað málið og tekið afstöðu með dánaraðstoð. Hún segir skýran mun á líknandi- og lífslokameðferð og dánaraðstoð og að með því að skikka lækna til að sinna síðarnefnda sé verið að fara yfir ákveðið strik. „Okkar hlutverk er að bera virðingu fyrir lífi,“ segir hún. „Það er ein af okkar grunn siðareglum; að virða líf. Við þurfum ekki að lengja líf sama hvað það kostar, við auðvitað virðum sjálfsákvörðunarrétt fólks sem er á lokametrum lífsins; er með ólæknandi sjúkdóm og vill ekki alla meðferð. Og það er náttúrlega eitthvað sem við förum yfir með fólki; viltu gjörgæslumeðferð, öndunarvél, viltu vökva, sýklalyf? Það er hægt að halda að sér höndum auðvitað ef fólk vill ekki lengja lífið. En við styttum ekki líf, það er ekki eitt af okkar markmiðum.“ Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar, sagðist fagna því að frumvarpið hefði verið lagt fram en félagið gerir ýmsar athugasemdir við það í umsögn sinni. Henry Alexander Henrysson siðfræðingur sagði það opna spurningu hvort fólk ætti rétt á að ákveða að deyja en að réttindum fylgdu skyldur og því væri ósvarað hvort það væri forsvaranlegt að leggja umrædda skyldu á lækna. Öll voru sammála um að frekari umræðu um dánaraðstoð væri þörf.
Heilbrigðismál Dánaraðstoð Pallborðið Tengdar fréttir Pallborðið: Eiga læknar að aðstoða fólk við að deyja? Umsögnum um nýtt frumvarp um dánaraðstoð fjölgar nú dag frá degi en það miðar að því að tryggja einstaklingum réttinn til að velja að deyja með aðstoð lækna. Dánaraðstoð verður til umræðu í Pallborðinu klukkan 14 í dag, í beinni útsendingu á Vísi. 27. mars 2024 11:58 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fleiri fréttir „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Sjá meira
Pallborðið: Eiga læknar að aðstoða fólk við að deyja? Umsögnum um nýtt frumvarp um dánaraðstoð fjölgar nú dag frá degi en það miðar að því að tryggja einstaklingum réttinn til að velja að deyja með aðstoð lækna. Dánaraðstoð verður til umræðu í Pallborðinu klukkan 14 í dag, í beinni útsendingu á Vísi. 27. mars 2024 11:58