Læknafélagið mótfallið lögleiðingu dánaraðstoðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2024 16:09 Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélagsins, segir að til standi að ræða málið innan félagsins og kanna hug félagsmanna. Vísir/Arnar Læknafélag Íslands er mótfallið frumvarpi um dánaraðstoð sem nú liggur fyrir Alþingi. Þetta sagði Steinunn Þórðardóttir, formaður félagsins, í Pallborðinu á Vísi fyrr í dag. Félagið hefur ekki skilað inn umsögn um frumvarpið né heldur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Sjúkraliðafélagið hefur hins vegar sent inn umsögn og segist styðja frumvarpið. Steinunn gagnrýndi samráðsleysi við samningu og framlagningu frumvarpsins, ekki síst þar sem þar væri kveðið á um aðkomu lækna að því að aðstoða fólk við að deyja. „Þarna er bara nákvæm verklýsing á því að aðstoða einstakling eða jafnvel deyða einstakling og það hefur ekkert verið talað við okkur í aðdraganda þess að þetta er lagt fram, sem mér finnst áhugavert. Vegna þess að þessu er beint sérstaklega að okkar stétt, “ sagði Steinunn. Skoðanakannanir sýna að stuðningur meðal lækna hefur aukist en Steinunn bendir á að þátttaka í könnunum hafi verið lítil og segir að mögulega séu þeir að svara sem hafa hugsað málið og tekið afstöðu með dánaraðstoð. Hún segir skýran mun á líknandi- og lífslokameðferð og dánaraðstoð og að með því að skikka lækna til að sinna síðarnefnda sé verið að fara yfir ákveðið strik. „Okkar hlutverk er að bera virðingu fyrir lífi,“ segir hún. „Það er ein af okkar grunn siðareglum; að virða líf. Við þurfum ekki að lengja líf sama hvað það kostar, við auðvitað virðum sjálfsákvörðunarrétt fólks sem er á lokametrum lífsins; er með ólæknandi sjúkdóm og vill ekki alla meðferð. Og það er náttúrlega eitthvað sem við förum yfir með fólki; viltu gjörgæslumeðferð, öndunarvél, viltu vökva, sýklalyf? Það er hægt að halda að sér höndum auðvitað ef fólk vill ekki lengja lífið. En við styttum ekki líf, það er ekki eitt af okkar markmiðum.“ Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar, sagðist fagna því að frumvarpið hefði verið lagt fram en félagið gerir ýmsar athugasemdir við það í umsögn sinni. Henry Alexander Henrysson siðfræðingur sagði það opna spurningu hvort fólk ætti rétt á að ákveða að deyja en að réttindum fylgdu skyldur og því væri ósvarað hvort það væri forsvaranlegt að leggja umrædda skyldu á lækna. Öll voru sammála um að frekari umræðu um dánaraðstoð væri þörf. Heilbrigðismál Dánaraðstoð Pallborðið Tengdar fréttir Pallborðið: Eiga læknar að aðstoða fólk við að deyja? Umsögnum um nýtt frumvarp um dánaraðstoð fjölgar nú dag frá degi en það miðar að því að tryggja einstaklingum réttinn til að velja að deyja með aðstoð lækna. Dánaraðstoð verður til umræðu í Pallborðinu klukkan 14 í dag, í beinni útsendingu á Vísi. 27. mars 2024 11:58 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Sjá meira
Félagið hefur ekki skilað inn umsögn um frumvarpið né heldur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Sjúkraliðafélagið hefur hins vegar sent inn umsögn og segist styðja frumvarpið. Steinunn gagnrýndi samráðsleysi við samningu og framlagningu frumvarpsins, ekki síst þar sem þar væri kveðið á um aðkomu lækna að því að aðstoða fólk við að deyja. „Þarna er bara nákvæm verklýsing á því að aðstoða einstakling eða jafnvel deyða einstakling og það hefur ekkert verið talað við okkur í aðdraganda þess að þetta er lagt fram, sem mér finnst áhugavert. Vegna þess að þessu er beint sérstaklega að okkar stétt, “ sagði Steinunn. Skoðanakannanir sýna að stuðningur meðal lækna hefur aukist en Steinunn bendir á að þátttaka í könnunum hafi verið lítil og segir að mögulega séu þeir að svara sem hafa hugsað málið og tekið afstöðu með dánaraðstoð. Hún segir skýran mun á líknandi- og lífslokameðferð og dánaraðstoð og að með því að skikka lækna til að sinna síðarnefnda sé verið að fara yfir ákveðið strik. „Okkar hlutverk er að bera virðingu fyrir lífi,“ segir hún. „Það er ein af okkar grunn siðareglum; að virða líf. Við þurfum ekki að lengja líf sama hvað það kostar, við auðvitað virðum sjálfsákvörðunarrétt fólks sem er á lokametrum lífsins; er með ólæknandi sjúkdóm og vill ekki alla meðferð. Og það er náttúrlega eitthvað sem við förum yfir með fólki; viltu gjörgæslumeðferð, öndunarvél, viltu vökva, sýklalyf? Það er hægt að halda að sér höndum auðvitað ef fólk vill ekki lengja lífið. En við styttum ekki líf, það er ekki eitt af okkar markmiðum.“ Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar, sagðist fagna því að frumvarpið hefði verið lagt fram en félagið gerir ýmsar athugasemdir við það í umsögn sinni. Henry Alexander Henrysson siðfræðingur sagði það opna spurningu hvort fólk ætti rétt á að ákveða að deyja en að réttindum fylgdu skyldur og því væri ósvarað hvort það væri forsvaranlegt að leggja umrædda skyldu á lækna. Öll voru sammála um að frekari umræðu um dánaraðstoð væri þörf.
Heilbrigðismál Dánaraðstoð Pallborðið Tengdar fréttir Pallborðið: Eiga læknar að aðstoða fólk við að deyja? Umsögnum um nýtt frumvarp um dánaraðstoð fjölgar nú dag frá degi en það miðar að því að tryggja einstaklingum réttinn til að velja að deyja með aðstoð lækna. Dánaraðstoð verður til umræðu í Pallborðinu klukkan 14 í dag, í beinni útsendingu á Vísi. 27. mars 2024 11:58 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Sjá meira
Pallborðið: Eiga læknar að aðstoða fólk við að deyja? Umsögnum um nýtt frumvarp um dánaraðstoð fjölgar nú dag frá degi en það miðar að því að tryggja einstaklingum réttinn til að velja að deyja með aðstoð lækna. Dánaraðstoð verður til umræðu í Pallborðinu klukkan 14 í dag, í beinni útsendingu á Vísi. 27. mars 2024 11:58