Verulega brugðið yfir Hamraborgarmálinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. mars 2024 19:20 Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands. Vísir/Arnar Lögregla leitar enn að tveimur þjófum sem stálu tugum milljóna króna úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í fyrradag. Þónokkrar vísbendingar hafa borist en lögregla virðist engu nær. Forstjóra Happdrættis Háskóla Íslands, sem á féð, er verulega brugðið og reiknar með að verklagi verði breytt vegna málsins. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru að sækja spilakassafé fyrir Happdrætti Háskólans inni á barnum Catalinu í Hamraborg í fyrradag þegar þjófarnir tveir brutust inn í bíl þeirra og stálu peningum sem var nýbúið að sækja af Vídjómarkaðnum hinum megin við götuna. „Okkur var verulega brugðið enda er þetta óvenjulegur atburður og fátítt í okkar samfélagi. En á móti var manni svo létt þegar maður frétti það að það hefði enginn slasast í þessu innbroti. Þetta er einstakt og kannski svolítið ógnvekjandi fyrir vikið líka,“ segir Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands. Fram kemur á heimasíðu Öryggismiðstöðvarinnar að við verðmætaflutninga sé fyllsta öryggis gætt með „sérhæfðri þjálfun“ og öryggisverðir og bílar séu búnir „öflugum varnar- og samskiptabúnaði“. Þó liggur fyrir að þjófarnir voru aðeins tæpa mínútu að brjótast inn í bíl Öryggismiðstöðvarinnar og hafa peningana á brott. Bryndís segir samstarfið við Öryggismiðstöðina hafa verið gott. Ekki sé horft til þess að endurskoða það samstarf. „Við munum fara yfir alla ferla með þeim og ég býst við, eða það segir sig sjálft, að það verði gerðar breytingar á ferlum sem snúa beint að okkur og svo sem snúa að þeim innanhúss.“ Ekkert fjárhagslegt tjón Það blasi þó við að þau hjá Happdrættinu hafi nú áhyggjur af því að mál af sama meiði komi upp í framtíðinni. Að einhverjir aðrir úti í bæ séu að horfa og hugsi, þarna gætu leynst tækifæri? „Já, að sjálfsögðu og það er eðlilegt framhald. Og þess vegna erum við að eiga þetta samtal við Öryggismiðstöðina um hvernig sé hægt að efla þessi öryggismál í kringum þessa verðmætaflutninga og hvað hægt er að gera,“ segir Bryndís. Lögregla segir að þjófarnir hafi stolið um tuttugu til þrjátíu milljónum króna en Bryndís vill ekkert staðfesta um upphæðina. Peningarnir voru tryggðir og Happdrættið verður því ekki fyrir neinu tjóni. Og það hlýtur að vera talsverður léttir? „Já, þú getur rétt ímyndað þér það.“ Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Fjárhættuspil Tengdar fréttir Ekki viss hvort nokkru þurfi að breyta eftir tug milljóna króna þjófnað Of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðvarinnar vegna þjófnaðs sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi á mánudagsmorgun. Þetta segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. 27. mars 2024 16:04 Ekki viss hvort nokkru þurfi að breyta eftir tug milljóna króna þjófnað Of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðvarinnar vegna þjófnaðs sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi á mánudagsmorgun. Þetta segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. 27. mars 2024 16:04 Þjófanna enn leitað og óvíst hvenær Bláa lónið opnar Í hádegisfréttum fylgjumst við áfram með peningaráninu sem framið var í Hamraborg í Kópavogi í fyrradag. 27. mars 2024 11:36 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru að sækja spilakassafé fyrir Happdrætti Háskólans inni á barnum Catalinu í Hamraborg í fyrradag þegar þjófarnir tveir brutust inn í bíl þeirra og stálu peningum sem var nýbúið að sækja af Vídjómarkaðnum hinum megin við götuna. „Okkur var verulega brugðið enda er þetta óvenjulegur atburður og fátítt í okkar samfélagi. En á móti var manni svo létt þegar maður frétti það að það hefði enginn slasast í þessu innbroti. Þetta er einstakt og kannski svolítið ógnvekjandi fyrir vikið líka,“ segir Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands. Fram kemur á heimasíðu Öryggismiðstöðvarinnar að við verðmætaflutninga sé fyllsta öryggis gætt með „sérhæfðri þjálfun“ og öryggisverðir og bílar séu búnir „öflugum varnar- og samskiptabúnaði“. Þó liggur fyrir að þjófarnir voru aðeins tæpa mínútu að brjótast inn í bíl Öryggismiðstöðvarinnar og hafa peningana á brott. Bryndís segir samstarfið við Öryggismiðstöðina hafa verið gott. Ekki sé horft til þess að endurskoða það samstarf. „Við munum fara yfir alla ferla með þeim og ég býst við, eða það segir sig sjálft, að það verði gerðar breytingar á ferlum sem snúa beint að okkur og svo sem snúa að þeim innanhúss.“ Ekkert fjárhagslegt tjón Það blasi þó við að þau hjá Happdrættinu hafi nú áhyggjur af því að mál af sama meiði komi upp í framtíðinni. Að einhverjir aðrir úti í bæ séu að horfa og hugsi, þarna gætu leynst tækifæri? „Já, að sjálfsögðu og það er eðlilegt framhald. Og þess vegna erum við að eiga þetta samtal við Öryggismiðstöðina um hvernig sé hægt að efla þessi öryggismál í kringum þessa verðmætaflutninga og hvað hægt er að gera,“ segir Bryndís. Lögregla segir að þjófarnir hafi stolið um tuttugu til þrjátíu milljónum króna en Bryndís vill ekkert staðfesta um upphæðina. Peningarnir voru tryggðir og Happdrættið verður því ekki fyrir neinu tjóni. Og það hlýtur að vera talsverður léttir? „Já, þú getur rétt ímyndað þér það.“
Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Fjárhættuspil Tengdar fréttir Ekki viss hvort nokkru þurfi að breyta eftir tug milljóna króna þjófnað Of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðvarinnar vegna þjófnaðs sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi á mánudagsmorgun. Þetta segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. 27. mars 2024 16:04 Ekki viss hvort nokkru þurfi að breyta eftir tug milljóna króna þjófnað Of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðvarinnar vegna þjófnaðs sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi á mánudagsmorgun. Þetta segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. 27. mars 2024 16:04 Þjófanna enn leitað og óvíst hvenær Bláa lónið opnar Í hádegisfréttum fylgjumst við áfram með peningaráninu sem framið var í Hamraborg í Kópavogi í fyrradag. 27. mars 2024 11:36 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Ekki viss hvort nokkru þurfi að breyta eftir tug milljóna króna þjófnað Of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðvarinnar vegna þjófnaðs sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi á mánudagsmorgun. Þetta segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. 27. mars 2024 16:04
Ekki viss hvort nokkru þurfi að breyta eftir tug milljóna króna þjófnað Of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðvarinnar vegna þjófnaðs sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi á mánudagsmorgun. Þetta segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. 27. mars 2024 16:04
Þjófanna enn leitað og óvíst hvenær Bláa lónið opnar Í hádegisfréttum fylgjumst við áfram með peningaráninu sem framið var í Hamraborg í Kópavogi í fyrradag. 27. mars 2024 11:36