Danirnir ánægðir með Guðmund: „Enginn að kvarta yfir þessu hér“ Aron Guðmundsson skrifar 28. mars 2024 10:01 Guðmundur Guðmundsson á að baki margra ára feril í handboltanum og er hvergi nærri hættu. Ástríðan mikla er enn til staðar. VÍSIR/VILHELM Guðmundur Guðmundsson á að baki langan og farsælan feril í handboltanum. Fyrst sem leikmaður og nú sem þjálfari. Þrátt fyrir þennan langa feril er Guðmundur hvergi nærri því að fá nóg af öllu þessu handboltabrölti. Hann finnur fyrir gríðarlegri ástríðu fyrir sínu starfi. Guðmundur er nú þjálfari danska efstu deildar liðsins Fredericia og hefur verið að ná eftirtektarverðu, og já sögulegum árangri með liðið. Fredericia endaði dönsku deildarkeppnina í öðru sæti og tryggði sér þar neð þátttökurétt í úrslitakeppnui deildarinnar og þá fylgdi einni með önnur gulrót. Liðið tryggði sér sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili í fyrsta sinn í sögu félagsins. Guðmundur fór inn í sitt fyrsta heila tímabil með Fredericia á síðasta tímabili og strax á því tímabili vann liðið sína fyrstu medalíu undir hans stjórn. Hann ræðir tíma sinn hjá Frederica og stiklar á stóru varðandi fyrri í hlaðvarpsættinum Besta sætið sem er á vegum íþróttadeildar Sýnar. Ferill Guðmundar spannar marga áratugi, blandaður bæði af störfum á félagsliðastiginu en einnig á sviði landsliða þar sem að Guðmundur stýrði íslenska landsliðinu meðal annars til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 2008 og bronsverðlauna á EM 2010. Þá vann hann Ólympíugullið með danska landsliðinu 2016. En eftir allan þennan tíma í boltanum. Er tilfinningin hjá Guðmundi enn þá sú sama fyrir leik? Finnur hann alltaf fyrir sama fiðringnum og spennunni? „Já. Það er það. Það hefur ekki breyst og mun aldrei breytast,“ segir Guðmundur í hlaðvarpsþættinum Besta sætið. „Ég finn fyrir gríðarlegri ástríðu á þessu starfi. Ég er eins og ég er. Kem til dyranna eins og ég er klæddur og er ekki að leika eitthvað. Ég er bara ég og ég gef allt í þetta. Bæði á æfingum sem og í leikjunum sjálfum. Auðvitað finnst manni stundum oft á tíðum eins og maður sé að taka fullmikinn þátt í leiknum stundum á hliðarlínunni en þetta er bara eins og ég er. Danirnir eru ánægðir með þetta. Það er enginn að kvarta yfir þessu hér.“ Viðtalið við Guðmund Guðmundsson, þjálfara Frederica í Danmörku, í Besta sætinu má hlusta á í heild sinni hér: Besta sætið Danski handboltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Guðmundur er nú þjálfari danska efstu deildar liðsins Fredericia og hefur verið að ná eftirtektarverðu, og já sögulegum árangri með liðið. Fredericia endaði dönsku deildarkeppnina í öðru sæti og tryggði sér þar neð þátttökurétt í úrslitakeppnui deildarinnar og þá fylgdi einni með önnur gulrót. Liðið tryggði sér sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili í fyrsta sinn í sögu félagsins. Guðmundur fór inn í sitt fyrsta heila tímabil með Fredericia á síðasta tímabili og strax á því tímabili vann liðið sína fyrstu medalíu undir hans stjórn. Hann ræðir tíma sinn hjá Frederica og stiklar á stóru varðandi fyrri í hlaðvarpsættinum Besta sætið sem er á vegum íþróttadeildar Sýnar. Ferill Guðmundar spannar marga áratugi, blandaður bæði af störfum á félagsliðastiginu en einnig á sviði landsliða þar sem að Guðmundur stýrði íslenska landsliðinu meðal annars til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 2008 og bronsverðlauna á EM 2010. Þá vann hann Ólympíugullið með danska landsliðinu 2016. En eftir allan þennan tíma í boltanum. Er tilfinningin hjá Guðmundi enn þá sú sama fyrir leik? Finnur hann alltaf fyrir sama fiðringnum og spennunni? „Já. Það er það. Það hefur ekki breyst og mun aldrei breytast,“ segir Guðmundur í hlaðvarpsþættinum Besta sætið. „Ég finn fyrir gríðarlegri ástríðu á þessu starfi. Ég er eins og ég er. Kem til dyranna eins og ég er klæddur og er ekki að leika eitthvað. Ég er bara ég og ég gef allt í þetta. Bæði á æfingum sem og í leikjunum sjálfum. Auðvitað finnst manni stundum oft á tíðum eins og maður sé að taka fullmikinn þátt í leiknum stundum á hliðarlínunni en þetta er bara eins og ég er. Danirnir eru ánægðir með þetta. Það er enginn að kvarta yfir þessu hér.“ Viðtalið við Guðmund Guðmundsson, þjálfara Frederica í Danmörku, í Besta sætinu má hlusta á í heild sinni hér:
Besta sætið Danski handboltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira