Danirnir ánægðir með Guðmund: „Enginn að kvarta yfir þessu hér“ Aron Guðmundsson skrifar 28. mars 2024 10:01 Guðmundur Guðmundsson á að baki margra ára feril í handboltanum og er hvergi nærri hættu. Ástríðan mikla er enn til staðar. VÍSIR/VILHELM Guðmundur Guðmundsson á að baki langan og farsælan feril í handboltanum. Fyrst sem leikmaður og nú sem þjálfari. Þrátt fyrir þennan langa feril er Guðmundur hvergi nærri því að fá nóg af öllu þessu handboltabrölti. Hann finnur fyrir gríðarlegri ástríðu fyrir sínu starfi. Guðmundur er nú þjálfari danska efstu deildar liðsins Fredericia og hefur verið að ná eftirtektarverðu, og já sögulegum árangri með liðið. Fredericia endaði dönsku deildarkeppnina í öðru sæti og tryggði sér þar neð þátttökurétt í úrslitakeppnui deildarinnar og þá fylgdi einni með önnur gulrót. Liðið tryggði sér sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili í fyrsta sinn í sögu félagsins. Guðmundur fór inn í sitt fyrsta heila tímabil með Fredericia á síðasta tímabili og strax á því tímabili vann liðið sína fyrstu medalíu undir hans stjórn. Hann ræðir tíma sinn hjá Frederica og stiklar á stóru varðandi fyrri í hlaðvarpsættinum Besta sætið sem er á vegum íþróttadeildar Sýnar. Ferill Guðmundar spannar marga áratugi, blandaður bæði af störfum á félagsliðastiginu en einnig á sviði landsliða þar sem að Guðmundur stýrði íslenska landsliðinu meðal annars til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 2008 og bronsverðlauna á EM 2010. Þá vann hann Ólympíugullið með danska landsliðinu 2016. En eftir allan þennan tíma í boltanum. Er tilfinningin hjá Guðmundi enn þá sú sama fyrir leik? Finnur hann alltaf fyrir sama fiðringnum og spennunni? „Já. Það er það. Það hefur ekki breyst og mun aldrei breytast,“ segir Guðmundur í hlaðvarpsþættinum Besta sætið. „Ég finn fyrir gríðarlegri ástríðu á þessu starfi. Ég er eins og ég er. Kem til dyranna eins og ég er klæddur og er ekki að leika eitthvað. Ég er bara ég og ég gef allt í þetta. Bæði á æfingum sem og í leikjunum sjálfum. Auðvitað finnst manni stundum oft á tíðum eins og maður sé að taka fullmikinn þátt í leiknum stundum á hliðarlínunni en þetta er bara eins og ég er. Danirnir eru ánægðir með þetta. Það er enginn að kvarta yfir þessu hér.“ Viðtalið við Guðmund Guðmundsson, þjálfara Frederica í Danmörku, í Besta sætinu má hlusta á í heild sinni hér: Besta sætið Danski handboltinn Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Guðmundur er nú þjálfari danska efstu deildar liðsins Fredericia og hefur verið að ná eftirtektarverðu, og já sögulegum árangri með liðið. Fredericia endaði dönsku deildarkeppnina í öðru sæti og tryggði sér þar neð þátttökurétt í úrslitakeppnui deildarinnar og þá fylgdi einni með önnur gulrót. Liðið tryggði sér sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili í fyrsta sinn í sögu félagsins. Guðmundur fór inn í sitt fyrsta heila tímabil með Fredericia á síðasta tímabili og strax á því tímabili vann liðið sína fyrstu medalíu undir hans stjórn. Hann ræðir tíma sinn hjá Frederica og stiklar á stóru varðandi fyrri í hlaðvarpsættinum Besta sætið sem er á vegum íþróttadeildar Sýnar. Ferill Guðmundar spannar marga áratugi, blandaður bæði af störfum á félagsliðastiginu en einnig á sviði landsliða þar sem að Guðmundur stýrði íslenska landsliðinu meðal annars til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 2008 og bronsverðlauna á EM 2010. Þá vann hann Ólympíugullið með danska landsliðinu 2016. En eftir allan þennan tíma í boltanum. Er tilfinningin hjá Guðmundi enn þá sú sama fyrir leik? Finnur hann alltaf fyrir sama fiðringnum og spennunni? „Já. Það er það. Það hefur ekki breyst og mun aldrei breytast,“ segir Guðmundur í hlaðvarpsþættinum Besta sætið. „Ég finn fyrir gríðarlegri ástríðu á þessu starfi. Ég er eins og ég er. Kem til dyranna eins og ég er klæddur og er ekki að leika eitthvað. Ég er bara ég og ég gef allt í þetta. Bæði á æfingum sem og í leikjunum sjálfum. Auðvitað finnst manni stundum oft á tíðum eins og maður sé að taka fullmikinn þátt í leiknum stundum á hliðarlínunni en þetta er bara eins og ég er. Danirnir eru ánægðir með þetta. Það er enginn að kvarta yfir þessu hér.“ Viðtalið við Guðmund Guðmundsson, þjálfara Frederica í Danmörku, í Besta sætinu má hlusta á í heild sinni hér:
Besta sætið Danski handboltinn Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira