Segir von á mikilvægum tilboðum í Albert Aron Guðmundsson skrifar 28. mars 2024 11:51 Albert Guðmundsson hefur farið á kostum inn á knattspyrnuvellinum á yfirstandandi tímabili David Balogh - UEFA/UEFA via Getty Images Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá því í morgun í færslu á samfélagsmiðlinum X að forráðamenn Genoa búist við nokkrum tilboðum frá öðrum félögum í íslenska landsliðsmanninn Albert Guðmundsson, sem farið hefur á kostum bæði með liði Genoa og nú síðustu daga með íslenska landsliðinu. Albert hefur verið einn besti, ef ekki besti leikmaður Genoa á yfirstandandi tímabili þar sem að hann hefur komið að sextán mörkum fyrir félagið í tuttugu og níu leikjum. Skorað tólf mörk, lagt upp fjögur. Slík frammistaða vekji skiljanlega áhuga annarra liða á kröftum Íslendingsins. Undanfarnar vikur hefur verið greint frá því að stórlið á borð við Inter Milan, Juventus og Tottenham renni hýru auga til Alberts. Frammistaða hans undanfarna daga með íslenska landsliðinu geta síðan ekki annað en að hafa kynnt undir áhuga á þessara liða. Albert fór á kostum með íslenska landsliðinu í umspili um laust sæti á EM. Hann skoraði þrennu í 4-1 sigri liðsins gegn Ísrael í undanúrslitum og svo eina mark Íslands í 2-1 tapi gegn Úkraínu í sjálfum úrslitaleiknum. „Genoa býst við mikilvægum tilboðum í Albert Guðmundsson í sumar eftir frábært tímabil hans. Formlegar viðræður við önnur lið hafa þó ekki átt sér stað enn,“ skrifar Romano, sem setur ekki færslu fram á samfélagsmiðlum nema að vera alveg klár á því að upplýsingarnar sem þar koma fram séu réttar. Genoa anticipate important bids for Albert Gudmundsson this summer after excellent season but haven t started concrete talks with any club yet.Price tag expected to be around 25/30m and Genoa could also be open to include players in the deal. pic.twitter.com/0pjOJkDD2t— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 28, 2024 Enn fremur skrifar Romano að verðmiðinn á Alberti sé talinn vera um tuttugu og fimm til þrjátíu milljónir evra. Það jafngildir um og yfir fjórum og hálfum milljarði íslenskra króna. Þá sé Genoa einnig opið fyrir skiptidílum við félög þess efnis að fá inn annan leikmann í stað Alberts auk kaupverðs. Ítalski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Albert hefur verið einn besti, ef ekki besti leikmaður Genoa á yfirstandandi tímabili þar sem að hann hefur komið að sextán mörkum fyrir félagið í tuttugu og níu leikjum. Skorað tólf mörk, lagt upp fjögur. Slík frammistaða vekji skiljanlega áhuga annarra liða á kröftum Íslendingsins. Undanfarnar vikur hefur verið greint frá því að stórlið á borð við Inter Milan, Juventus og Tottenham renni hýru auga til Alberts. Frammistaða hans undanfarna daga með íslenska landsliðinu geta síðan ekki annað en að hafa kynnt undir áhuga á þessara liða. Albert fór á kostum með íslenska landsliðinu í umspili um laust sæti á EM. Hann skoraði þrennu í 4-1 sigri liðsins gegn Ísrael í undanúrslitum og svo eina mark Íslands í 2-1 tapi gegn Úkraínu í sjálfum úrslitaleiknum. „Genoa býst við mikilvægum tilboðum í Albert Guðmundsson í sumar eftir frábært tímabil hans. Formlegar viðræður við önnur lið hafa þó ekki átt sér stað enn,“ skrifar Romano, sem setur ekki færslu fram á samfélagsmiðlum nema að vera alveg klár á því að upplýsingarnar sem þar koma fram séu réttar. Genoa anticipate important bids for Albert Gudmundsson this summer after excellent season but haven t started concrete talks with any club yet.Price tag expected to be around 25/30m and Genoa could also be open to include players in the deal. pic.twitter.com/0pjOJkDD2t— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 28, 2024 Enn fremur skrifar Romano að verðmiðinn á Alberti sé talinn vera um tuttugu og fimm til þrjátíu milljónir evra. Það jafngildir um og yfir fjórum og hálfum milljarði íslenskra króna. Þá sé Genoa einnig opið fyrir skiptidílum við félög þess efnis að fá inn annan leikmann í stað Alberts auk kaupverðs.
Ítalski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira