LaMelo hafði spilað vel með Charlotte Hornets á leiktíðinni þegar hann meiddist á ökkla. Síðan þá hefur hann misst af 29 leikjum og nú hefur NBA-véfréttin, Adrian Wojnarowski, staðfest að hann spili ekki meira á leiktíðinni.
Charlotte Hornets guard LaMelo Ball who s missed 29 consecutive games with an ankle injury will remain out for the final two-plus weeks of the season, team says.
— Adrian Wojnarowski (@wojespn) March 28, 2024
Hinn 22 ára gamli LaMelo skoraði að meðaltali 24 stig í leik, gaf 8 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Hornets hefur hins vegar átt erfitt uppdráttar og situr í 13. sæti Austurdeildar með 18 sigra í 72 leikjum.
Lonzo, eldri bróðir LaMelo, hefur ekki spilað í rúm tvö ár nú vegna hnémeiðsla. Ekki er vitað hvenær eða hvort hann muni snúa aftur. Samningur hans við Chicago Balls rennur út á næsta ári.