Leikmaður PSG biðst afsökunar á að hafa deilt niðrandi efni um LGBTQ-einstaklinga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. mars 2024 09:30 Albert á ferðinni gegn BK Häcken í gærkvöld, fimmtudag. Christian Liewig/Getty Images Hin tvítuga Korbin Rose Albert, leikmaður París Saint-Germain og bandaríska landsliðsins, kom sér í vandræði með því að deila niðrandi efni um LGBTQ-einstaklinga á samfélagsmiðlinum TikTok nýverið. Albert var á skotskónum þegar París tryggði sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær, fimmtudag. From the other side of the pond Korbin Albert gives PSG breathing space in this tie.Watch the UWCL LIVE and FREE on https://t.co/ye55kUaVzk #UWCLonDAZN #NewDealforWomensFootball pic.twitter.com/vqgIhe9hbW— DAZN Football (@DAZNFootball) March 28, 2024 Eftir leikinn baðst hún opinberlega afsökunar á að hafa deilt kristilegu efni á TikTok-reikningi sínum þar sem fram kom að samkynhneigð og að vera trans væri einfaldlega rangt. „Ég vil biðjast innilegrar afsökunar fyrir gjörðum mínum á samfélagsmiðlum. Að líka við og deila efni sem er móðgandi, særandi og dónalegt var bæði barnalegt og ruddalegt af mér. Það var aldrei ætlun mín að særa neinn,“ sagði Albert meðal annars í yfirlýsingu sinni. U.S. midfielder Korbin Albert apologizes for sharing 'insensitive and hurtful' social media posts https://t.co/buGww7w3hX— The Associated Press (@AP) March 29, 2024 Áður hafði hún vakið athygli fyrir að birta myndband af sér og fjölskyldu sinni á 4. júlí, þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, þar sem þau sögðu öll að fornöfn þeirra væru U.S.A. Eftir afsökunarbeiðnina er myndbandið hvergi að finna á samfélagsmiðlum leikmannsins. Albert hefur spilað með PSG síðan á síðasta ári eftir að hafa klárað nám sitt við Notre Dame-háskólann í Bandaríkjunum. Þar lék hún með skólaliðinu, Notre Dame Fighting Irish. Hún er tvítugur miðjumaður sem kemur upprunalega frá Grayslake í Illinois í Bandaríkjunum. Síðan hún gekk í raðir PSG hefur ferill hennar aðeins farið upp á við og er hún mikilvægur hlekkur í bandaríska landsliðinu. Ummæli hennar vöktu þá ekki mikla lukku hjá goðsögninni Megan Rapinoe sem er einn helsti talsmaður LGBTQ-samfélagsins ásamt því að vera ein besta knattspyrnukona sem Bandaríkin hafa alið. From @TheAthletic: Recently retired USWNT midfielder Megan Rapinoe responded strongly on Wednesday to anti-LGBTQ content reposted on TikTok this past week by new USWNT midfielder Korbin Albert. https://t.co/MRRapVBdP0— The New York Times (@nytimes) March 29, 2024 „Hatur er það eina sem þú trúir á og krakkar eru takandi eigið líf út af hatri sem þessu,“ er meðal þess sem Rapinoe sagði um málið. Albert spilar í dag í treyju númer 15 hjá Bandaríkjunum. Númerið sem Rapinoe gerði ódauðlegt á sínum tíma. Endaði goðsögnin færslu sína á Instagram með „ykkar einlæg, númer 15.“ Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira
Albert var á skotskónum þegar París tryggði sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær, fimmtudag. From the other side of the pond Korbin Albert gives PSG breathing space in this tie.Watch the UWCL LIVE and FREE on https://t.co/ye55kUaVzk #UWCLonDAZN #NewDealforWomensFootball pic.twitter.com/vqgIhe9hbW— DAZN Football (@DAZNFootball) March 28, 2024 Eftir leikinn baðst hún opinberlega afsökunar á að hafa deilt kristilegu efni á TikTok-reikningi sínum þar sem fram kom að samkynhneigð og að vera trans væri einfaldlega rangt. „Ég vil biðjast innilegrar afsökunar fyrir gjörðum mínum á samfélagsmiðlum. Að líka við og deila efni sem er móðgandi, særandi og dónalegt var bæði barnalegt og ruddalegt af mér. Það var aldrei ætlun mín að særa neinn,“ sagði Albert meðal annars í yfirlýsingu sinni. U.S. midfielder Korbin Albert apologizes for sharing 'insensitive and hurtful' social media posts https://t.co/buGww7w3hX— The Associated Press (@AP) March 29, 2024 Áður hafði hún vakið athygli fyrir að birta myndband af sér og fjölskyldu sinni á 4. júlí, þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, þar sem þau sögðu öll að fornöfn þeirra væru U.S.A. Eftir afsökunarbeiðnina er myndbandið hvergi að finna á samfélagsmiðlum leikmannsins. Albert hefur spilað með PSG síðan á síðasta ári eftir að hafa klárað nám sitt við Notre Dame-háskólann í Bandaríkjunum. Þar lék hún með skólaliðinu, Notre Dame Fighting Irish. Hún er tvítugur miðjumaður sem kemur upprunalega frá Grayslake í Illinois í Bandaríkjunum. Síðan hún gekk í raðir PSG hefur ferill hennar aðeins farið upp á við og er hún mikilvægur hlekkur í bandaríska landsliðinu. Ummæli hennar vöktu þá ekki mikla lukku hjá goðsögninni Megan Rapinoe sem er einn helsti talsmaður LGBTQ-samfélagsins ásamt því að vera ein besta knattspyrnukona sem Bandaríkin hafa alið. From @TheAthletic: Recently retired USWNT midfielder Megan Rapinoe responded strongly on Wednesday to anti-LGBTQ content reposted on TikTok this past week by new USWNT midfielder Korbin Albert. https://t.co/MRRapVBdP0— The New York Times (@nytimes) March 29, 2024 „Hatur er það eina sem þú trúir á og krakkar eru takandi eigið líf út af hatri sem þessu,“ er meðal þess sem Rapinoe sagði um málið. Albert spilar í dag í treyju númer 15 hjá Bandaríkjunum. Númerið sem Rapinoe gerði ódauðlegt á sínum tíma. Endaði goðsögnin færslu sína á Instagram með „ykkar einlæg, númer 15.“
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira