Meirihluti óánægður með áform Landsbankans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2024 09:40 Ekki liggur fyrir hvort merki TM verður einnig málað utan á nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, gangi kaupin í gegn. Vísir/Vilhelm Meirihluti þjóðarinnar er óánægður með fyrirhuguð kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Þetta leiðir ný könnun Prósents í ljós. Svarendur voru spurðir hversu ánægðir eða óánægðir þeir væru með áform Landsbankans um kaupin, og sögðust 55 prósent þeirra vera óánægðir. Þrettán prósent sögðus hins vegar ánægð en 32 prósent sögðust hvorki ánægð né óánægð. Þá voru konur að jafnaði óánægðari með áformin en karlar, en 59 prósent kvenna sögðust óánægð en 51 prósent karla. Þá eru aðeins sex prósent kvenna ánægð með áformin, en 18 prósent karla. Konur eru óánægðari með fyrirhuguð áform Landsbankans um kaup á TM en karlar.Prósent Ef litið er á afstöðu með tilliti til aldurs er mesta óánægjan hjá aldurshópnum 35 til 44 ára, eða 66 prósent, á meðan hún er minnst hjá fólki á aldrinum 18 til 24 ára, eða 33 prósent. Í þeim aldursflokki sögðust þó 55 prósent hvorki ánægð né óánægð. Ánægja/óánægja eftir aldri. Prósent Gögnum könnunarinnar var safnað frá 20. febrúar til 27. mars í netkönnun meðal könnunarhóps Prósents. Úrtakið taldi 1900 manns og var svarhlutfall 51 prósent. Fjármálaráðherra meðal óánægðra Meðal þeirra sem falla myndu í flokk óánægðra með kaupin er sennilega Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra. Hún hefur lýst einarðri andstöðu sinni við að Landsbankinn, sem ríkið fer með 98,2 prósenta eignarhlut í, kaupi tryggingafélag á markaði. Hefur hún meðal annars vísað til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að draga eigi jafnt og þétt úr eignarhaldi ríkisins í fjármálakerfinu. Því séu áform Landsbankans þvert gegn eigendastefnunni. Á sama tíma hefur verið deilt um hvort forsvarsmenn Landsbankans hafi gert nóg til að upplýsa Bankasýslu ríkisins, sem fer með eignarhlut ríkisins í bankanum, um að óskuldbindandi tilboð í TM hafi verið gert í desember. Formaður bankaráðs bankans fullyrðir að svo hafi verið, en svör bankasýslunnar hafa verið loðin og lengi að berast. Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Skoðanakannanir Tryggingar Tengdar fréttir Gætu orðið tafir á að „Kvika fái peningana sína“ vegna sölu á TM Yfirgnæfandi líkur eru á að sala Kviku á TM til Landsbankans gangi eftir en hins vegar gætu orðið tafir á sölunni og þar með að „Kvika fái peningana sína,“ að mati hlutabréfagreinenda. Hann reiknar með að Kvika hafi þurft að binda nokkrum milljörðum meira af eigin fé við að eiga tryggingafélagið og geta bankans til útlánavaxtar aukist því við söluna. 27. mars 2024 12:51 Hver skipaði bankaráði Landsbankans að kaupa TM? Á undanförnum dögum hefur mikið verið rætt um kaup Landsbankans á TM tryggingum og miklu ryki þyrlað upp. 27. mars 2024 11:01 Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Svarendur voru spurðir hversu ánægðir eða óánægðir þeir væru með áform Landsbankans um kaupin, og sögðust 55 prósent þeirra vera óánægðir. Þrettán prósent sögðus hins vegar ánægð en 32 prósent sögðust hvorki ánægð né óánægð. Þá voru konur að jafnaði óánægðari með áformin en karlar, en 59 prósent kvenna sögðust óánægð en 51 prósent karla. Þá eru aðeins sex prósent kvenna ánægð með áformin, en 18 prósent karla. Konur eru óánægðari með fyrirhuguð áform Landsbankans um kaup á TM en karlar.Prósent Ef litið er á afstöðu með tilliti til aldurs er mesta óánægjan hjá aldurshópnum 35 til 44 ára, eða 66 prósent, á meðan hún er minnst hjá fólki á aldrinum 18 til 24 ára, eða 33 prósent. Í þeim aldursflokki sögðust þó 55 prósent hvorki ánægð né óánægð. Ánægja/óánægja eftir aldri. Prósent Gögnum könnunarinnar var safnað frá 20. febrúar til 27. mars í netkönnun meðal könnunarhóps Prósents. Úrtakið taldi 1900 manns og var svarhlutfall 51 prósent. Fjármálaráðherra meðal óánægðra Meðal þeirra sem falla myndu í flokk óánægðra með kaupin er sennilega Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra. Hún hefur lýst einarðri andstöðu sinni við að Landsbankinn, sem ríkið fer með 98,2 prósenta eignarhlut í, kaupi tryggingafélag á markaði. Hefur hún meðal annars vísað til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að draga eigi jafnt og þétt úr eignarhaldi ríkisins í fjármálakerfinu. Því séu áform Landsbankans þvert gegn eigendastefnunni. Á sama tíma hefur verið deilt um hvort forsvarsmenn Landsbankans hafi gert nóg til að upplýsa Bankasýslu ríkisins, sem fer með eignarhlut ríkisins í bankanum, um að óskuldbindandi tilboð í TM hafi verið gert í desember. Formaður bankaráðs bankans fullyrðir að svo hafi verið, en svör bankasýslunnar hafa verið loðin og lengi að berast.
Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Skoðanakannanir Tryggingar Tengdar fréttir Gætu orðið tafir á að „Kvika fái peningana sína“ vegna sölu á TM Yfirgnæfandi líkur eru á að sala Kviku á TM til Landsbankans gangi eftir en hins vegar gætu orðið tafir á sölunni og þar með að „Kvika fái peningana sína,“ að mati hlutabréfagreinenda. Hann reiknar með að Kvika hafi þurft að binda nokkrum milljörðum meira af eigin fé við að eiga tryggingafélagið og geta bankans til útlánavaxtar aukist því við söluna. 27. mars 2024 12:51 Hver skipaði bankaráði Landsbankans að kaupa TM? Á undanförnum dögum hefur mikið verið rætt um kaup Landsbankans á TM tryggingum og miklu ryki þyrlað upp. 27. mars 2024 11:01 Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Gætu orðið tafir á að „Kvika fái peningana sína“ vegna sölu á TM Yfirgnæfandi líkur eru á að sala Kviku á TM til Landsbankans gangi eftir en hins vegar gætu orðið tafir á sölunni og þar með að „Kvika fái peningana sína,“ að mati hlutabréfagreinenda. Hann reiknar með að Kvika hafi þurft að binda nokkrum milljörðum meira af eigin fé við að eiga tryggingafélagið og geta bankans til útlánavaxtar aukist því við söluna. 27. mars 2024 12:51
Hver skipaði bankaráði Landsbankans að kaupa TM? Á undanförnum dögum hefur mikið verið rætt um kaup Landsbankans á TM tryggingum og miklu ryki þyrlað upp. 27. mars 2024 11:01
Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30