Fyrrverandi Englandsmeistari með námskeið í samstarfi við Fram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. mars 2024 12:01 Asmir Begović var á mála hjá Chelsea frá 2015 til 2017. Rob Newell/Getty Images Asmir Begović, markvörður Q.P.R. í ensku B-deildinni og fyrrverandi markvörður Chelsea, AC Milan og fleiri liða verður með markmannsnámskeið á heimavelli Fram í Úlfarsárdalnum í sumar. Hann hefur ágætis tengingu við Ísland enda voru Hermann Hreiðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen samherjar hans á sínum tíma. Ásamt því að spila sem atvinnumaður frá 2005 hefur markvörðurinn leikið 63 A-landsleiki fyrir Bosníu og Hersegóvínu. Hinn 36 ára gamli Begović gekk í raðir Queens Park Rangers á síðasta ári en virðist vera farinn að huga að því hvað gerist þegar hanskarnir fara á hilluna. Hann hefur því stofnað sérstaka akademíu fyrir markverði, Asmir Begović GK Academy. View this post on Instagram A post shared by Asmir Begovi GK Academy (@abgkacademy) Akademían kemur hingað til lands í sumar þar sem Gareth Owen, markmannsþjálfari Fram, kynntist Begović þegar þeir voru báðir á mála hjá Chelsea. Owen sem þjálfari en Begović sem leikmaður. Begović og teymi hans munu halda námskeiðið þann 8. til 9. júní en allar upplýsingar má finna á vefsíðu Fram. Hann svaraði stuttlega nokkrum spurningum Vísis um komu sína til Íslands. Markmið heimsóknarinnar er að koma og vera með sérstakt markmannsnámskeið í samstarfi við Fram þann 8. og 9. júní. Ásamt Begović sjálfum koma tveir aðrir þjálfarar sem starfa fyrir akademíuna en hún er staðsett í heimalandi hans sem og á nokkrum stöðum í Englandi. „Við viljum þjálfa, mennta og aðstoða unga markverði með skipulögðum æfingum og mikilli skemmtun. Okkur hlakkar gríðarlega til að sjá unga markverði Íslands og erum spenntir fyrir þessu einstaka tækifæri.“ Aðspurður hvort reynsla sín sem atvinnumaður á hæsta stigi gæti aðstoðað unga markverði og þá kannski sérstaklega með andlega þáttinn sem er gríðarlega mikilvægur fyrir unga markverði. Taldi Begović svo vera. „Við getum án efa hjálpað ungum markvörðum með andlegu hlið leiksins sem og svarað öðrum spurningum sem þau kunna að hafa. Eitt það besta við námskeiðið sem við bjóðum upp á eru samskipti mín og þjálfara akademíunnar við markverðina þar sem þeir geta spurt að vild. Við getum svo að sama skapi deilt með þeim okkar reynslu og lærdómi sem við höfum sankað að okkur í gegnum árin.“ Var markvörðurinn öflugi spurður hvort hann ætti sér einhvern uppáhalds leikmann frá Íslandi. „Ég spilaði með Eiði Smára hjá Stoke City og Hermanni Hreiðarssyni hjá Portsmouth svo það eru mínir tveir uppáhalds leikmenn frá Íslandi.“ Með Hermanni á góðri stundu.Joe Pepler/Getty Images Begović var ungur að árum þegar hann lék með Hermanni og var því að endingu spurður hvort Hermann hafi nokkuð hrætt úr honum líftóruna en Hermann var þekktur fyrir að bregða fyrir menn fæti á sínum tíma. „Hermann var frábær hjá Portsmouth og naut þess mikið að vera með honum í liði. Hann var atvinnumaður fram í fingurgómana og frábært fyrir ungan leikmann eins og mig að vera með honum daglega. Hann var mjög faglegur í öllu sem hann gerði, ég naut þess að læra af honum og var ekki hræddur við hann á neinn hátt,“ sagði Begović hlæjandi að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Fram Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Hann hefur ágætis tengingu við Ísland enda voru Hermann Hreiðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen samherjar hans á sínum tíma. Ásamt því að spila sem atvinnumaður frá 2005 hefur markvörðurinn leikið 63 A-landsleiki fyrir Bosníu og Hersegóvínu. Hinn 36 ára gamli Begović gekk í raðir Queens Park Rangers á síðasta ári en virðist vera farinn að huga að því hvað gerist þegar hanskarnir fara á hilluna. Hann hefur því stofnað sérstaka akademíu fyrir markverði, Asmir Begović GK Academy. View this post on Instagram A post shared by Asmir Begovi GK Academy (@abgkacademy) Akademían kemur hingað til lands í sumar þar sem Gareth Owen, markmannsþjálfari Fram, kynntist Begović þegar þeir voru báðir á mála hjá Chelsea. Owen sem þjálfari en Begović sem leikmaður. Begović og teymi hans munu halda námskeiðið þann 8. til 9. júní en allar upplýsingar má finna á vefsíðu Fram. Hann svaraði stuttlega nokkrum spurningum Vísis um komu sína til Íslands. Markmið heimsóknarinnar er að koma og vera með sérstakt markmannsnámskeið í samstarfi við Fram þann 8. og 9. júní. Ásamt Begović sjálfum koma tveir aðrir þjálfarar sem starfa fyrir akademíuna en hún er staðsett í heimalandi hans sem og á nokkrum stöðum í Englandi. „Við viljum þjálfa, mennta og aðstoða unga markverði með skipulögðum æfingum og mikilli skemmtun. Okkur hlakkar gríðarlega til að sjá unga markverði Íslands og erum spenntir fyrir þessu einstaka tækifæri.“ Aðspurður hvort reynsla sín sem atvinnumaður á hæsta stigi gæti aðstoðað unga markverði og þá kannski sérstaklega með andlega þáttinn sem er gríðarlega mikilvægur fyrir unga markverði. Taldi Begović svo vera. „Við getum án efa hjálpað ungum markvörðum með andlegu hlið leiksins sem og svarað öðrum spurningum sem þau kunna að hafa. Eitt það besta við námskeiðið sem við bjóðum upp á eru samskipti mín og þjálfara akademíunnar við markverðina þar sem þeir geta spurt að vild. Við getum svo að sama skapi deilt með þeim okkar reynslu og lærdómi sem við höfum sankað að okkur í gegnum árin.“ Var markvörðurinn öflugi spurður hvort hann ætti sér einhvern uppáhalds leikmann frá Íslandi. „Ég spilaði með Eiði Smára hjá Stoke City og Hermanni Hreiðarssyni hjá Portsmouth svo það eru mínir tveir uppáhalds leikmenn frá Íslandi.“ Með Hermanni á góðri stundu.Joe Pepler/Getty Images Begović var ungur að árum þegar hann lék með Hermanni og var því að endingu spurður hvort Hermann hafi nokkuð hrætt úr honum líftóruna en Hermann var þekktur fyrir að bregða fyrir menn fæti á sínum tíma. „Hermann var frábær hjá Portsmouth og naut þess mikið að vera með honum í liði. Hann var atvinnumaður fram í fingurgómana og frábært fyrir ungan leikmann eins og mig að vera með honum daglega. Hann var mjög faglegur í öllu sem hann gerði, ég naut þess að læra af honum og var ekki hræddur við hann á neinn hátt,“ sagði Begović hlæjandi að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Fram Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira