Sérfræðingarnir hjá Barstool Sports telja að Brown sé með versta skotstílinn af vítalínunni í sögu NBA-deildarinnar, og dæmi nú hver fyrir sig.
And we ve officially found the worst free throw form in NBA history @PatBevPod
— Barstool Sports (@barstoolsports) March 27, 2024
pic.twitter.com/q4PUw82N2r
Þessi sérkennilega stíll hefur skilað Brown rúmlega 50 prósent nýtingu yfir ferilinn en í ár hefur hún hrapað niður í 24 prósent. Því skal þó haldið til haga að hann hefur aðeins tekið 25 víti í vetur og hitt úr sex þeirra.
Þó svo að þessi skotstíll sé vissulega alveg hræðilegur þá er Brown alls ekki eini NBA leikmaðurinn sem hefur komist upp með að skjóta skringilega á vítalínunni. Einn sá frægasti er sennilega Chuck Hayes, sem gerði garðinn frægan með Houston Rockets, en þessi lágvaxni miðherji náði þó að enda ferilinn með 62 prósent nýtingu þrátt fyrir sérkennilegan stíl.
Margir frábærir leikmenn hafa átt í stökustu vandræðum með vítaskotin sín og skotstílinn. Þeirra frægastur er sennilega Shaquille O'Neal sem skaut rétt fyrir 50 prósent á ferlinum. Vítanýting hans var svo alræmd að Don Nelson, sem þá var þjálfari Dallas Mavericks, lét leikmenn sína brjóta markvisst á Shaq til að verjast honum og fékk þessi varnartaktík nafnið „Hack-a-Shaq“
Hér að neðan má svo sjá brot af því „besta“ af skrautlegum vítaskotsaðferðum úr sögu NBA deildarinnar.