Xavi kærir tvo menn fyrir meiðyrði Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. mars 2024 07:00 Xavi lætur ekki ljúga upp á sig. Ion Alcoba Beitia/Getty Images Xavi, fyrrum leikmaður og núverandi þjálfari Barcelona, hefur stefnt tveimur fjölmiðlamönnum fyrir meiðyrði. Marca greindi frá málinu. Fjölmiðlamennirnir sem Xavi kærir eru Manuel Jabois, sem starfar hjá dagblaðinu El Pais og útvarpstöðinni Cadena Ser, og Javier Miguel sem er sjálfstætt starfandi. Manuel Jabois sagði frá því í útvarpsþætti, sem má sjá í spilaranum hér fyrir neðan, að Xavi hafi reiðst honum og sent óviðeigandi skilaboð. Jabois leiðrétti sjálfan sig svo og sagði Xavi ekki hafa sent beint á sig heldur á sameiginlegan kunningja þeirra sem áframsendi skilaboðin á Jabois. 🚨 😱 @manueljabois desvela que a él también le mandó un mensaje Xavi Hernández después de que no le gustase un artículo suyo ⚠️📲 "Fue a través de unos mensajes privados y fue una cosa bastante sucia..."#⃣ #ElSanedrínIlustrado de @ElLarguero 📻 pic.twitter.com/2VJ5CodqSd— El Larguero (@ellarguero) March 15, 2024 Xavi hefur neitað allri sök og segist hvorki þekkja né hafa nokkurn tímann tjáð sig um Jabois. Javier Miguel kom fram og sakaði Xavi um ókurteisi og yfirgang í samskiptum við undirmenn sína. Hann sagði Xavi hafa þvingað starfsfólk til að láta farsíma af hendi eftir að upplýsingar láku úr herbúðum Barcelona, eitthvað sem Xavi hefur einnig harðlega neitað. „Þetta hefur aldrei komið fyrir mig áður. Ég átta mig á minni stöðu og skil gagnrýni upp að vissu marki en ég mun ekki þola lygar og tilbúning“ sagði Xavi um ákvörðunina að leggja fram kæru. Ekki hefur komið fram hvers hann krefst til skaðabóta. Spænski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Sjá meira
Marca greindi frá málinu. Fjölmiðlamennirnir sem Xavi kærir eru Manuel Jabois, sem starfar hjá dagblaðinu El Pais og útvarpstöðinni Cadena Ser, og Javier Miguel sem er sjálfstætt starfandi. Manuel Jabois sagði frá því í útvarpsþætti, sem má sjá í spilaranum hér fyrir neðan, að Xavi hafi reiðst honum og sent óviðeigandi skilaboð. Jabois leiðrétti sjálfan sig svo og sagði Xavi ekki hafa sent beint á sig heldur á sameiginlegan kunningja þeirra sem áframsendi skilaboðin á Jabois. 🚨 😱 @manueljabois desvela que a él también le mandó un mensaje Xavi Hernández después de que no le gustase un artículo suyo ⚠️📲 "Fue a través de unos mensajes privados y fue una cosa bastante sucia..."#⃣ #ElSanedrínIlustrado de @ElLarguero 📻 pic.twitter.com/2VJ5CodqSd— El Larguero (@ellarguero) March 15, 2024 Xavi hefur neitað allri sök og segist hvorki þekkja né hafa nokkurn tímann tjáð sig um Jabois. Javier Miguel kom fram og sakaði Xavi um ókurteisi og yfirgang í samskiptum við undirmenn sína. Hann sagði Xavi hafa þvingað starfsfólk til að láta farsíma af hendi eftir að upplýsingar láku úr herbúðum Barcelona, eitthvað sem Xavi hefur einnig harðlega neitað. „Þetta hefur aldrei komið fyrir mig áður. Ég átta mig á minni stöðu og skil gagnrýni upp að vissu marki en ég mun ekki þola lygar og tilbúning“ sagði Xavi um ákvörðunina að leggja fram kæru. Ekki hefur komið fram hvers hann krefst til skaðabóta.
Spænski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Sjá meira