Tveir ökumenn voru stöðvaðir í akstri grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis en voru þeir látnir lausir eftir hefðbundið ferli.
Þá var einn ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur þar sem hann ók á 123km/klst hraða þar sem hámarkshraði er 80km/klst.
Fyrir utan það var ekkert fréttnæmt í nótt samkvæmt dagbók lögreglu.