Öxnadalsheiðin áfram lokuð en Fjarðarheiðin opnaði í kvöld Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 1. apríl 2024 22:18 G. Pétur Matthíasson hjá Vegagerðinni sagði stöðuna ágæta þó ekki hefði tekist að opna Öxnadalsheiðina. Hún opni í fyrramálið og svo tókst að opna Fjarðarheiðina í kvöld. Vísir/Steingrímur Dúi Ekki náðist að opna Öxnadalsheiði í dag en reiknað er með að hún verði opnuð í fyrramálið þegar veður skánar. Vegurinn um Fjarðarheiði opnaði í kvöld eftir að hafa verið lokaður í fjóra daga. Fulltrúi Vegagerðarinnar segir von á hvelli í kvöld en það veður verði mun skárra á morgun. Ófærð og slæmt veður hefur haft veruleg áhrif á ferðalög fjölda landsmanna þessa páskahelgina. Vésteinn Örn Pétursson, ræddi við G. Pétur Matthíasson, formann samskiptadeildar Vegagerðarinnar, um stöðuna. „Staðan er þannig séð ágæt. Það er búið að vera slæmt veður og slæm færð. Því miður náðum við ekki að opna Öxnadalsheiðina þó við hefðum reynt það. Staðan á morgun lítur miklu betur út, veður verður þá miklu skaplegra og við reiknum með að opna fljótlega í fyrramálið,“ sagði G. Pétur. Það hefur verið hægt að halda flestum vegum á svæðinu opnum nema heiðinni. Hefur verið svona rosalegt veður þar? „Mikill snjór og lélegt skyggni þannig menn sáu fram á að það þýddi ekkert að reyna að opna hana. Svo hefur ekki heldur bætt úr skák að þarna á Tröllaskaganum er þæfingsfærð og kannski alveg fært öllum bílum,“ sagði hann. Fólk þurfi að passa sig þegar líður á kvöldið „Svo eigum við von á smá hvelli í kvöld, aukinni úrkomu og éljagangi. Það má reikna með því að fólk þurfi að passa sig á því að þegar líður á kvöldið og þjónustu er hætt að þá verði allt ófært aftur,“ sagði G. Pétur. Þegar ég ræddi við þig áðan mæltirðu með því að fólk sem væri á verr búnum bílum færi ekki fyrir skagann og myndi frekar bíða átekta. Þú gerir ráð fyrir að það fólk geti komist heim á morgun? „Já, ég reikna með að það verði miklu betra fyrir þau að komast yfir Öxnadalsheiðina á morgun og veðrið verði betra og þá verður allt miklu auðveldara,“ sagði hann. Seyðfirðingar eru búnir að vera lokaðir inni í fjóra daga vegna þess að Fjarðarheiðin hefur verið lokuð. Í kvöldfréttum sagðist G. Pétur vonast til að það næðist að opna hana í kvöld og hún opnaði síðan rétt fyrir 22 samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Veður Samgöngur Skagafjörður Múlaþing Færð á vegum Hörgársveit Umferð Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Ófærð og slæmt veður hefur haft veruleg áhrif á ferðalög fjölda landsmanna þessa páskahelgina. Vésteinn Örn Pétursson, ræddi við G. Pétur Matthíasson, formann samskiptadeildar Vegagerðarinnar, um stöðuna. „Staðan er þannig séð ágæt. Það er búið að vera slæmt veður og slæm færð. Því miður náðum við ekki að opna Öxnadalsheiðina þó við hefðum reynt það. Staðan á morgun lítur miklu betur út, veður verður þá miklu skaplegra og við reiknum með að opna fljótlega í fyrramálið,“ sagði G. Pétur. Það hefur verið hægt að halda flestum vegum á svæðinu opnum nema heiðinni. Hefur verið svona rosalegt veður þar? „Mikill snjór og lélegt skyggni þannig menn sáu fram á að það þýddi ekkert að reyna að opna hana. Svo hefur ekki heldur bætt úr skák að þarna á Tröllaskaganum er þæfingsfærð og kannski alveg fært öllum bílum,“ sagði hann. Fólk þurfi að passa sig þegar líður á kvöldið „Svo eigum við von á smá hvelli í kvöld, aukinni úrkomu og éljagangi. Það má reikna með því að fólk þurfi að passa sig á því að þegar líður á kvöldið og þjónustu er hætt að þá verði allt ófært aftur,“ sagði G. Pétur. Þegar ég ræddi við þig áðan mæltirðu með því að fólk sem væri á verr búnum bílum færi ekki fyrir skagann og myndi frekar bíða átekta. Þú gerir ráð fyrir að það fólk geti komist heim á morgun? „Já, ég reikna með að það verði miklu betra fyrir þau að komast yfir Öxnadalsheiðina á morgun og veðrið verði betra og þá verður allt miklu auðveldara,“ sagði hann. Seyðfirðingar eru búnir að vera lokaðir inni í fjóra daga vegna þess að Fjarðarheiðin hefur verið lokuð. Í kvöldfréttum sagðist G. Pétur vonast til að það næðist að opna hana í kvöld og hún opnaði síðan rétt fyrir 22 samkvæmt vef Vegagerðarinnar.
Veður Samgöngur Skagafjörður Múlaþing Færð á vegum Hörgársveit Umferð Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira