Reikna með 220 milljörðum króna í tekjur Árni Sæberg skrifar 2. apríl 2024 10:05 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Egill Í afkomuspá Icelandair fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að heildartekjur ársins nemi 220 milljörðum króna. Gert er ráð fyrir tveggja til fjögurra prósenta rekstrarhagnaði af tekjum. Í fréttatilkynningu um afkomuspána segir að óvissa í rekstrarumhverfi, sem fjallað hafi verið um í uppgjöri ársins 2023, hafi minnkað. „Bæði hafa áhrif af ónákvæmum fréttum af eldsumbrotum á Reykjanesi á bókanir minnkað ásamt því að nýgerðir langtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði skapa meiri stöðugleika.“ Gert sé ráð fyrir að flugframboð, í sætiskílómetrum, aukist um 10 prósent frá fyrra ári. Áherslan verði á að auka framboð inn á markaði sem hafa mikla tekju- og arðsemismöguleika. Vöxturinn hafi verið mestur á fyrsta ársfjórðungi eða um 21 prósent. Gert sé ráð fyrir um níu prósent vexti á öðrum og þriðja ársfjórðungi og sex prósent á fjórða ársfjórðungi. Búast við meiri hagnaði en í fyrra Miðað við afkomu fyrstu tveggja mánaða ársins, núverandi bókunarstöðu og aðrar lykilforsendur geri félagið ráð fyrir að heildartekjur verði um 220 milljarðar króna (1,6 milljarðar dala) á árinu 2024. Gert sé ráð fyrir að EBIT hlutfall verði um tvö til fjögur prósent af tekjum og að hagnaður eftir skatta aukist milli ára. Hagnaður eftir skatta nam 1,5 milljörðum króna í fyrra. Alþjóðleg fjölmiðlaumfjöllun um jarðhræringarnar á Reykjanesi hafi haft áhrif á tekjur í fyrsta ársfjórðungi sem og mikil framboðsaukning á ákveðnum mörkuðum, eins og Bretlandi, Frankfurt og Amsterdam sem hafi haft áhrif á einingatekjur. Því sé gert ráð fyrir að EBIT afkoma á fyrsta ársfjórðungi 2024 verði aðeins lakari en 2023. Bókunarstaðan góð Bókunarstaðan fyrir sumarið, sérstaklega á Atlantshafsmarkaðnum um Ísland, sé góð, og staðan á þeim markaði betri nú en á sama tíma 2023. Þá sé eftirspurn frá Íslandi áfram sterk. Ísland haldi áfram að vera vinsæll ferðamannastaður þótt eftirspurn hafi veikst lítillega í samanburði við síðasta ár, meðal annars vegna mikillar samkeppni við aðra áfangastaði. Icelandair búi yfir miklum sveigjanleika til að laga flugframboð sitt að eftirspurn og færa það milli markaða ef þörf krefur til að auka arðsemi. Þrátt fyrir að alþjóðleg umfjöllun um eldsumbrotin á Reykjanesi hafi haft neikvæð áhrif á bókanir til skamms tíma muni þau til lengri tíma vekja áhuga ferðamanna á Íslandi og einstakri náttúru landsins. Þá vekji nýgerðir kjarasamningar vonir um aukinn efnahagslegan stöðugleika sem styrkii samkeppnishæfni landsins, sem sé mikilvægt að viðhalda til þess að ferðaþjónustan haldi áfram að blómstra. Því séu framtíðarhorfur Íslands sem ferðamannalands áfram góðar. Árið 2023 hafi endurreisninni hjá Icelandair eftir heimsfaraldurinn lokið og reksturinn skilað hagnaði á ný. Nú sé áherslan fyrst og fremst á aðgerðir til að styrkja tekjumyndun enn frekar og ná fram aukinni skilvirkni í rekstrinum. Með þessar áherslur að leiðarljósi sé Icelandair á réttri leið að ná langtímamarkmiði sínu um átta prósent rekstrarhagnað (EBIT) að meðaltali. Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Í fréttatilkynningu um afkomuspána segir að óvissa í rekstrarumhverfi, sem fjallað hafi verið um í uppgjöri ársins 2023, hafi minnkað. „Bæði hafa áhrif af ónákvæmum fréttum af eldsumbrotum á Reykjanesi á bókanir minnkað ásamt því að nýgerðir langtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði skapa meiri stöðugleika.“ Gert sé ráð fyrir að flugframboð, í sætiskílómetrum, aukist um 10 prósent frá fyrra ári. Áherslan verði á að auka framboð inn á markaði sem hafa mikla tekju- og arðsemismöguleika. Vöxturinn hafi verið mestur á fyrsta ársfjórðungi eða um 21 prósent. Gert sé ráð fyrir um níu prósent vexti á öðrum og þriðja ársfjórðungi og sex prósent á fjórða ársfjórðungi. Búast við meiri hagnaði en í fyrra Miðað við afkomu fyrstu tveggja mánaða ársins, núverandi bókunarstöðu og aðrar lykilforsendur geri félagið ráð fyrir að heildartekjur verði um 220 milljarðar króna (1,6 milljarðar dala) á árinu 2024. Gert sé ráð fyrir að EBIT hlutfall verði um tvö til fjögur prósent af tekjum og að hagnaður eftir skatta aukist milli ára. Hagnaður eftir skatta nam 1,5 milljörðum króna í fyrra. Alþjóðleg fjölmiðlaumfjöllun um jarðhræringarnar á Reykjanesi hafi haft áhrif á tekjur í fyrsta ársfjórðungi sem og mikil framboðsaukning á ákveðnum mörkuðum, eins og Bretlandi, Frankfurt og Amsterdam sem hafi haft áhrif á einingatekjur. Því sé gert ráð fyrir að EBIT afkoma á fyrsta ársfjórðungi 2024 verði aðeins lakari en 2023. Bókunarstaðan góð Bókunarstaðan fyrir sumarið, sérstaklega á Atlantshafsmarkaðnum um Ísland, sé góð, og staðan á þeim markaði betri nú en á sama tíma 2023. Þá sé eftirspurn frá Íslandi áfram sterk. Ísland haldi áfram að vera vinsæll ferðamannastaður þótt eftirspurn hafi veikst lítillega í samanburði við síðasta ár, meðal annars vegna mikillar samkeppni við aðra áfangastaði. Icelandair búi yfir miklum sveigjanleika til að laga flugframboð sitt að eftirspurn og færa það milli markaða ef þörf krefur til að auka arðsemi. Þrátt fyrir að alþjóðleg umfjöllun um eldsumbrotin á Reykjanesi hafi haft neikvæð áhrif á bókanir til skamms tíma muni þau til lengri tíma vekja áhuga ferðamanna á Íslandi og einstakri náttúru landsins. Þá vekji nýgerðir kjarasamningar vonir um aukinn efnahagslegan stöðugleika sem styrkii samkeppnishæfni landsins, sem sé mikilvægt að viðhalda til þess að ferðaþjónustan haldi áfram að blómstra. Því séu framtíðarhorfur Íslands sem ferðamannalands áfram góðar. Árið 2023 hafi endurreisninni hjá Icelandair eftir heimsfaraldurinn lokið og reksturinn skilað hagnaði á ný. Nú sé áherslan fyrst og fremst á aðgerðir til að styrkja tekjumyndun enn frekar og ná fram aukinni skilvirkni í rekstrinum. Með þessar áherslur að leiðarljósi sé Icelandair á réttri leið að ná langtímamarkmiði sínu um átta prósent rekstrarhagnað (EBIT) að meðaltali.
Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent