Kröfur ríkisins til þinglýstra eigna Ingibjörg Isaksen skrifar 2. apríl 2024 16:00 Það er óhætt að segja að framkomnar þjóðlendukröfur fjármála- og efnahagsráðherra í allar eyjar og sker umhverfis landið sem eru ofan sjávar á stórstraumsfjöru hafi vakið gríðarlega mikil viðbrögð almennings. Sveitarstjórnarfólk víða um land hefur verulegar áhyggjur af málinu og segir kröfulýsinguna vera gríðarstórt inngrip í mat á eignarrétti og framtíðarsýn fjölmargra íbúa og landeigenda um land allt. Auk þess hefur borið á gagnrýni að ekkert samráð hafi verið haft við eigendur þessara eyja. Í staðinn fyrir samráð eða póst frá óbyggðanefnd fréttu eigendur af kröfunni í gegnum fjölmiðla. Þá eru flestar eyjar sem kröfurnar beinast að þinglýstar eignir einstaklinga, sveitarfélaga og annarra aðila og í sumum tilvikum hefur ríkið selt eyjar sem það ætlar nú að taka aftur til sín. Hefði þurft grófara sigti Upphaflegur tilgangur með setningu laga um þjóðlendur var að leysa úr ágreiningi sem ríkt hafði í áratugi um eignarhald á hálendisvegum landsins eða þau svæði sem lengst hafa verið nefnd afréttir og almenningar. Þvert á upphaflegar áætlanir eru þessar kröfulýsingar ríkisins nú að skapa óvissu þar sem engin óvissa var fyrir, auk þess sem þær leggja stein í götu hugmynda einkaframtaks um framkvæmdir og sköpun, enda ná þessar kröfur inn á byggð svæði. Þessi mál taka öllu jafnan tvö ár hjá óbyggðanefnd og eftir það er hægt að skjóta úrskurðinum til dómstóla með tilheyrandi töfum til jafnvel fjölda ára. Það segir sig sjálft að öll fjárfesting á þessum svæðum er í uppnámi á meðan. Að mínu mati er nú fulllangt seilst frá upphaflegum markmiðum laganna. Nú þegar er verið að sækjast eftir landsvæðum þar sem nú eru m.a. fasteignir. Svæði sem rúmast innan deiliskipulags sveitarfélaga. Það er eðlilegt að fólk sé ósátt því að ljóst er að þetta mun hafa töluverðan kostnað í för með sér fyrir sveitarstjórnir og eigendur þessara landsvæða. Þessar hugmyndir óbyggðanefndar hefðu þurft að fara í gegnum mun grófara sigti auk þess sem horfa hefði mátt á gömul skjöl sem nú þegar eru til staðar. Þannig hefði mátt koma í veg fyrir óþarfaupphlaup. Hér er jafnvel um að ræða eyjar þar sem búseta var eða hefur verið um margar aldir og flestar metnar til fasteignaverðs. Kröfur að ósekju? Á sama tíma kemur fram í fréttum að ríkið hafi í tæp tíu ár reynt að hafa þinglýstar eignir af bændum í Syðri – Fljótum, en samkvæmt opinberum kortasjám er ríkið búið að eigna sér stóran hlut af þeirri jörð og ber fyrir sig að Landgræðslan eigi landið. Þessai deila auk þeirra varna sem eigendur eyja og skerja þurfa nú að há við ríkið sæta furðu. Í öllum slíkum málum er mikilvægt að gætt sé að jafnvægi og að ríkið fari ekki fram með offorsi gagnvart einstaklingum. Ég tek undir áhyggjur landeiganda á þessari þróun og tel mikilvægt að staldrað verði við og verklagið endurskoðað. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Jarða- og lóðamál Framsóknarflokkurinn Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Það er óhætt að segja að framkomnar þjóðlendukröfur fjármála- og efnahagsráðherra í allar eyjar og sker umhverfis landið sem eru ofan sjávar á stórstraumsfjöru hafi vakið gríðarlega mikil viðbrögð almennings. Sveitarstjórnarfólk víða um land hefur verulegar áhyggjur af málinu og segir kröfulýsinguna vera gríðarstórt inngrip í mat á eignarrétti og framtíðarsýn fjölmargra íbúa og landeigenda um land allt. Auk þess hefur borið á gagnrýni að ekkert samráð hafi verið haft við eigendur þessara eyja. Í staðinn fyrir samráð eða póst frá óbyggðanefnd fréttu eigendur af kröfunni í gegnum fjölmiðla. Þá eru flestar eyjar sem kröfurnar beinast að þinglýstar eignir einstaklinga, sveitarfélaga og annarra aðila og í sumum tilvikum hefur ríkið selt eyjar sem það ætlar nú að taka aftur til sín. Hefði þurft grófara sigti Upphaflegur tilgangur með setningu laga um þjóðlendur var að leysa úr ágreiningi sem ríkt hafði í áratugi um eignarhald á hálendisvegum landsins eða þau svæði sem lengst hafa verið nefnd afréttir og almenningar. Þvert á upphaflegar áætlanir eru þessar kröfulýsingar ríkisins nú að skapa óvissu þar sem engin óvissa var fyrir, auk þess sem þær leggja stein í götu hugmynda einkaframtaks um framkvæmdir og sköpun, enda ná þessar kröfur inn á byggð svæði. Þessi mál taka öllu jafnan tvö ár hjá óbyggðanefnd og eftir það er hægt að skjóta úrskurðinum til dómstóla með tilheyrandi töfum til jafnvel fjölda ára. Það segir sig sjálft að öll fjárfesting á þessum svæðum er í uppnámi á meðan. Að mínu mati er nú fulllangt seilst frá upphaflegum markmiðum laganna. Nú þegar er verið að sækjast eftir landsvæðum þar sem nú eru m.a. fasteignir. Svæði sem rúmast innan deiliskipulags sveitarfélaga. Það er eðlilegt að fólk sé ósátt því að ljóst er að þetta mun hafa töluverðan kostnað í för með sér fyrir sveitarstjórnir og eigendur þessara landsvæða. Þessar hugmyndir óbyggðanefndar hefðu þurft að fara í gegnum mun grófara sigti auk þess sem horfa hefði mátt á gömul skjöl sem nú þegar eru til staðar. Þannig hefði mátt koma í veg fyrir óþarfaupphlaup. Hér er jafnvel um að ræða eyjar þar sem búseta var eða hefur verið um margar aldir og flestar metnar til fasteignaverðs. Kröfur að ósekju? Á sama tíma kemur fram í fréttum að ríkið hafi í tæp tíu ár reynt að hafa þinglýstar eignir af bændum í Syðri – Fljótum, en samkvæmt opinberum kortasjám er ríkið búið að eigna sér stóran hlut af þeirri jörð og ber fyrir sig að Landgræðslan eigi landið. Þessai deila auk þeirra varna sem eigendur eyja og skerja þurfa nú að há við ríkið sæta furðu. Í öllum slíkum málum er mikilvægt að gætt sé að jafnvægi og að ríkið fari ekki fram með offorsi gagnvart einstaklingum. Ég tek undir áhyggjur landeiganda á þessari þróun og tel mikilvægt að staldrað verði við og verklagið endurskoðað. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun