Síerra Leóne og Ísland Eldur Smári Kristinsson skrifar 2. apríl 2024 17:01 Fyrir viku síðan skrifaði þingmaðurinn Diljá Mist Einarsdóttir góðan pistil hérna á Vísi undir fyrirsögninni „Kynfærin skorin af konum“. Þar rakti hún þróunarsamvinnuna sem Ísland hefur verið í með Síerra Leóne með það markmið að styðja við sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og auka lífsgæði í fiskveiðisamfélögum. Sierra Leóne er eitt af of mörgum Afríkuríkjum þar sem kynfæri stúlkna og kvenna eru limlest. Þessi iðja á sér djúpar menningasögulegar rætur og hefur fylgt kynslóð eftir kynslóð, þrátt fyrir að engin trúarbrögð fari beinlínis fram á að þessi iðja sé stunduð. Þessi iðja er því miður að eiga sér stað hjá mörgum ættbálkum í Afríku algjörlega óháð því hvort þeir iðka kristna trú, íslam eða eitthvað annað. Uppruni þessara limlestinga er óljós og fræðimönnum ekki vel kunnugur, en þetta hefur verið stundað svo vitað sé síðustu tvö þúsund ár svo vitað sé. Það er virðingarvert af þingmanninum að taka þessar limlestingar fyrir og Diljá á hrós skilið fyrir það. Ég hinsvegar vona að baráttuvilji hennar í þessum málaflokki sé ekki einungis bundinn við Síerra Leóne eða Afríkuríkin. Á Vesturlöndum hefur færst í aukana að limlestingar og lemstrarnir á kynfærum bæði barna og fullorðinna eigi sér stað, í ásýnd allra og jafnvel á kostnað skattgreiðenda. Í Bandaríkjunum heyrum við af tvöföldu brjóstnámi stúlkna eiga sér af hugmyndafræðilegum ástæðum allt niður í 12 ára aldur. Bæði stúlkur og drengir hafa fengið eðlilegan kynþroska sinn stöðvaðan af hugmyndafræðilegum ástæðum og ekki læknisfræðilegum. Þessi iðja hefur verið stunduð á Vesturlöndum í tæpa tvo áratugi á börnum. Ísland er nú eitt fárra landa, sem telja sig til siðmenntaðra ríkja, sem gefa börnum kynþroskahamlandi lyf án læknisfræðilegra ástæðna. Það eru engin heilsufarsvandamál til grundvallar því að hamla eðlilegum kynþroska neins. Þessar meðferðir eru þar að auki ekki áhættulausar. Kynþroskahamlandi lyf stöðva bæði líkamlegan og andlegan þroska einstaklingsins þar sem eðlilegur þroski framheilans er stöðvaður. Samhliða lyfjagjöfinni eru einstaklingarnir tjóðraðir í þann hugmyndafræðilega hliðarveruleika að fólk geti breytt kyni sínu og fæðst í röngum líkama. Engin vísindi eða læknisfræði liggja á bak við þær hugmyndir að fólk fæðist í röngum líkama eða að kynin skipti tugum, hundruðum og jafnvel þúsundum. Þetta er allt saman byggt á hugmyndafræði sem eru orðin að hálfgerðum ný-trúarbrögðum (e. neo-religion) sem iðkendur eru alls ekki í stakk búnir til þess að verja fyrir gagnrýni – í hið minnsta ekki opinberlega. Ég vona að Diljá vilji uppræta limlestingar á íslenskum börnum og viðkvæmum hóps fullorðinna. „En Ísland vinnur eftir alþjóðlegum stöðlum!“ hrópa kannski einhverjir núna við lesturinn. Já, í ágúst svaraði embætti landlæknis fyrirspurn okkar í Samtökunum 22 þannig að Landsspítalinn setji sér verklagsreglur byggðar á nýjustu leiðbeiningum Alþjóða Translækningasamtakanna – WPATH. Í byrjun mánaðar, í fjarveru helstu íslenskra fjölmiðla, flettum við ofan af WPATH og afhjúpuðum þau sem samtök aðgerðasinna þar sem það var afhjúpað að verklagið og meðferðirnar eru aðeins á hugmyndafræðilegum grunni og ekki læknisfræðilegum. Um þetta hefur víða verið fjallað erlendis og mörg ríki hafa brugðist við, en ekki Ísland. Í kjölfarið höfðum við samband við landlæknisembættið á ný og kynntum þeim stöðu mála. Í svari þeirra er því nú hafnað að embættið hafi verið í samskiptum við WPATH og sver af sér slíkt. Við fögnum auðvitað þessu. Hinsvegar vísar landlæknir nú í lög um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019 sem myndar hinn lagalega grundvöll fyrir starfsemi transteymisins á BUGL. Ég spyr því: Hvernig getur staðið á því að lög sem eru skrifuð af aðgerðasinnum á vegum Samtakanna 78 séu grundvöllur fyrir starfsemi í heilbrigðisþjónustu sem skrifar upp á áhættusamar kynþroskabælandi meðferðir og krosshormóna? Af hverju ætti það eitthvað að ganga fyrir íslensk stjórnvöld að sannfæra þau í Síerra Leóne? Íslensk stjórnvöld setja vísifingurna í eyrun og loka augunum þegar við spyrjum þau um það sama. Höfundur er formaður Samtakanna 22 - Hagsmunasamtaka samkynhneigðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni trans fólks Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Fyrir viku síðan skrifaði þingmaðurinn Diljá Mist Einarsdóttir góðan pistil hérna á Vísi undir fyrirsögninni „Kynfærin skorin af konum“. Þar rakti hún þróunarsamvinnuna sem Ísland hefur verið í með Síerra Leóne með það markmið að styðja við sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og auka lífsgæði í fiskveiðisamfélögum. Sierra Leóne er eitt af of mörgum Afríkuríkjum þar sem kynfæri stúlkna og kvenna eru limlest. Þessi iðja á sér djúpar menningasögulegar rætur og hefur fylgt kynslóð eftir kynslóð, þrátt fyrir að engin trúarbrögð fari beinlínis fram á að þessi iðja sé stunduð. Þessi iðja er því miður að eiga sér stað hjá mörgum ættbálkum í Afríku algjörlega óháð því hvort þeir iðka kristna trú, íslam eða eitthvað annað. Uppruni þessara limlestinga er óljós og fræðimönnum ekki vel kunnugur, en þetta hefur verið stundað svo vitað sé síðustu tvö þúsund ár svo vitað sé. Það er virðingarvert af þingmanninum að taka þessar limlestingar fyrir og Diljá á hrós skilið fyrir það. Ég hinsvegar vona að baráttuvilji hennar í þessum málaflokki sé ekki einungis bundinn við Síerra Leóne eða Afríkuríkin. Á Vesturlöndum hefur færst í aukana að limlestingar og lemstrarnir á kynfærum bæði barna og fullorðinna eigi sér stað, í ásýnd allra og jafnvel á kostnað skattgreiðenda. Í Bandaríkjunum heyrum við af tvöföldu brjóstnámi stúlkna eiga sér af hugmyndafræðilegum ástæðum allt niður í 12 ára aldur. Bæði stúlkur og drengir hafa fengið eðlilegan kynþroska sinn stöðvaðan af hugmyndafræðilegum ástæðum og ekki læknisfræðilegum. Þessi iðja hefur verið stunduð á Vesturlöndum í tæpa tvo áratugi á börnum. Ísland er nú eitt fárra landa, sem telja sig til siðmenntaðra ríkja, sem gefa börnum kynþroskahamlandi lyf án læknisfræðilegra ástæðna. Það eru engin heilsufarsvandamál til grundvallar því að hamla eðlilegum kynþroska neins. Þessar meðferðir eru þar að auki ekki áhættulausar. Kynþroskahamlandi lyf stöðva bæði líkamlegan og andlegan þroska einstaklingsins þar sem eðlilegur þroski framheilans er stöðvaður. Samhliða lyfjagjöfinni eru einstaklingarnir tjóðraðir í þann hugmyndafræðilega hliðarveruleika að fólk geti breytt kyni sínu og fæðst í röngum líkama. Engin vísindi eða læknisfræði liggja á bak við þær hugmyndir að fólk fæðist í röngum líkama eða að kynin skipti tugum, hundruðum og jafnvel þúsundum. Þetta er allt saman byggt á hugmyndafræði sem eru orðin að hálfgerðum ný-trúarbrögðum (e. neo-religion) sem iðkendur eru alls ekki í stakk búnir til þess að verja fyrir gagnrýni – í hið minnsta ekki opinberlega. Ég vona að Diljá vilji uppræta limlestingar á íslenskum börnum og viðkvæmum hóps fullorðinna. „En Ísland vinnur eftir alþjóðlegum stöðlum!“ hrópa kannski einhverjir núna við lesturinn. Já, í ágúst svaraði embætti landlæknis fyrirspurn okkar í Samtökunum 22 þannig að Landsspítalinn setji sér verklagsreglur byggðar á nýjustu leiðbeiningum Alþjóða Translækningasamtakanna – WPATH. Í byrjun mánaðar, í fjarveru helstu íslenskra fjölmiðla, flettum við ofan af WPATH og afhjúpuðum þau sem samtök aðgerðasinna þar sem það var afhjúpað að verklagið og meðferðirnar eru aðeins á hugmyndafræðilegum grunni og ekki læknisfræðilegum. Um þetta hefur víða verið fjallað erlendis og mörg ríki hafa brugðist við, en ekki Ísland. Í kjölfarið höfðum við samband við landlæknisembættið á ný og kynntum þeim stöðu mála. Í svari þeirra er því nú hafnað að embættið hafi verið í samskiptum við WPATH og sver af sér slíkt. Við fögnum auðvitað þessu. Hinsvegar vísar landlæknir nú í lög um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019 sem myndar hinn lagalega grundvöll fyrir starfsemi transteymisins á BUGL. Ég spyr því: Hvernig getur staðið á því að lög sem eru skrifuð af aðgerðasinnum á vegum Samtakanna 78 séu grundvöllur fyrir starfsemi í heilbrigðisþjónustu sem skrifar upp á áhættusamar kynþroskabælandi meðferðir og krosshormóna? Af hverju ætti það eitthvað að ganga fyrir íslensk stjórnvöld að sannfæra þau í Síerra Leóne? Íslensk stjórnvöld setja vísifingurna í eyrun og loka augunum þegar við spyrjum þau um það sama. Höfundur er formaður Samtakanna 22 - Hagsmunasamtaka samkynhneigðra.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun