Eðlilegt að mögulegt framboð Katrínar sé rætt á fundi þingflokksins Lovísa Arnardóttir skrifar 3. apríl 2024 08:47 Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segir það ekki lengur koma á óvart þegar nýir bætast í forsetaslaginn. Vísir/Vilhelm Þingkona Sjálfstæðisflokksins telur of mikið gert úr því að þingflokkurinn ætli að ræða mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur til forseta á fundi í dag. Ekki eru önnur mál á fundi þingflokksins í dag. Þingflokksformaður Vinstri grænna segir Katrínu enn að hugsa málið. „Auðvitað er hún að hugsa þetta í samhengi allrar umræðunnar í samfélaginu,“ segir Orri Páll Jóhannsson, formaður þingflokks Vinstri grænna, um mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur til forseta Íslands. Hann segir það mjög í anda hennar að taka slíkar áskoranir alvarlega. Það muni koma svar og hún muni ræða það við þingflokkinn þegar að því kemur. Orri Páll ræddi þetta í Bítinu í Bylgjunni í morgun ásamt Diljá Mist Einarsdóttir, þingkonu Sjálfstæðisflokks. Orri Páll hefur ekki áhyggjur af Vinstri grænum fari Katrín fram til forseta. Það sé ekki hún ein sem sæki fylgið og að flokkurinn muni lifa það af. Það sé eftirsjá af góðum leiðtogum en að þau muni lifa það af, ef hún fer fram. „Ég veit það nennir enginn að heyra þetta en endanlegur mælikvarði er auðvitað á kjördag þegar það kemur í ljós hver einhver heildarniðurstaðan verður,“ segir Orri Páll. Ekki fleiri mál á dagskrá Sjálfstæðisflokkurinn fundar í dag um mögulegt framboð Katrínar til forseta. Diljá Mist segir það eðlilegt að málið sé rætt á fundi þingflokksins í dag en að mögulega hafi verið gert of mikið úr því að ræða eigi málið á fundi þingflokksins í dag og að það sé ekki eina málið á dagskrá. Það er þó ekki rétt því mögulegt framboð Katrínar er eina málið á dagskrá. Það staðfestir Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Reglulegur þingflokksfundur fari fram í næstu viku þegar þing kemur saman og þá verði önnur mál tekin fyrir. „En það er alveg eðlilegt auðvitað að við ræðum stöðuna. Þetta er mál manna og við ræðum oft mál manna,“ segir Diljá og að hún sé róleg yfir forsetakosningunum. Það sé að bætast reglulega í hópinn og það hætt að koma á óvart. Hún segist ekki hafa fundið sterkt fyrir því að fólk hafi verið að kalla eftir kosningum en þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Vilhjálmur Árnason, sagði í gær að hann teldi ríkisstjórnina ekki lifa það af fari Katrín fram. Diljá segir útlendingamálin og sameiningar á vegum loftslagsráðherra í orkumálum stór mál sem ríkisstjórnin eigi eftir að klára áður en kemur að kosningum. Orri Páll tók undir þetta og sagði kjaramálin og nýja kjarasamninga skipta afar miklu máli fyrir efnahagsmálin. „Eins og vænta má þá ber ég mikið traust og hlýju til Katrínar og ég veit að allt sem hún tekur sér fyrir hendur það mun hún gera vel. Ef hún ætlar sér að huga að því að skipta um starfsvettvang, aftur ég veit ekki hvort það komi til greina að hún geri það, en þetta er sama öfluga manneskjan að mínu mati,“ segir Orri Páll og að það sé ekkert endilega hræðilegt fyrir ríkisstjórnina og þeirra mál fari hún fram. Fjölmargir í framboði Forsetakosningarnar fara fram í júní og eru alls um 60 í framboði. Jón Gnarr bættist í hópinn í gær og náði að safna öllum undirskriftum á skömmum tíma í gærkvöldi. Fréttinni hefur verið breytt og það leiðrétt að önnur mál en mögulegt framboð Katrínar sé á dagskrá hjá þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Þá var Vilhjálmur titlaður þingflokksformaður en það er ekki rétt. Hildur Sverrisdóttir er það. Leiðrétt þann 3.4.2024 klukkan 10.07. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Jón tveimur mínútum fljótari að safna en Baldur Jón Gnarr, sem tilkynnti um forsetaframboð sitt fyrr í kvöld, er búinn að safna meðmælunum sem þarf til að bjóða sig fram til forseta. Þetta staðfestir Heiða Kristín Helgadóttir, sem er í kosningateymi Jóns, í samtali við fréttastofu. 2. apríl 2024 22:13 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
„Auðvitað er hún að hugsa þetta í samhengi allrar umræðunnar í samfélaginu,“ segir Orri Páll Jóhannsson, formaður þingflokks Vinstri grænna, um mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur til forseta Íslands. Hann segir það mjög í anda hennar að taka slíkar áskoranir alvarlega. Það muni koma svar og hún muni ræða það við þingflokkinn þegar að því kemur. Orri Páll ræddi þetta í Bítinu í Bylgjunni í morgun ásamt Diljá Mist Einarsdóttir, þingkonu Sjálfstæðisflokks. Orri Páll hefur ekki áhyggjur af Vinstri grænum fari Katrín fram til forseta. Það sé ekki hún ein sem sæki fylgið og að flokkurinn muni lifa það af. Það sé eftirsjá af góðum leiðtogum en að þau muni lifa það af, ef hún fer fram. „Ég veit það nennir enginn að heyra þetta en endanlegur mælikvarði er auðvitað á kjördag þegar það kemur í ljós hver einhver heildarniðurstaðan verður,“ segir Orri Páll. Ekki fleiri mál á dagskrá Sjálfstæðisflokkurinn fundar í dag um mögulegt framboð Katrínar til forseta. Diljá Mist segir það eðlilegt að málið sé rætt á fundi þingflokksins í dag en að mögulega hafi verið gert of mikið úr því að ræða eigi málið á fundi þingflokksins í dag og að það sé ekki eina málið á dagskrá. Það er þó ekki rétt því mögulegt framboð Katrínar er eina málið á dagskrá. Það staðfestir Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Reglulegur þingflokksfundur fari fram í næstu viku þegar þing kemur saman og þá verði önnur mál tekin fyrir. „En það er alveg eðlilegt auðvitað að við ræðum stöðuna. Þetta er mál manna og við ræðum oft mál manna,“ segir Diljá og að hún sé róleg yfir forsetakosningunum. Það sé að bætast reglulega í hópinn og það hætt að koma á óvart. Hún segist ekki hafa fundið sterkt fyrir því að fólk hafi verið að kalla eftir kosningum en þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Vilhjálmur Árnason, sagði í gær að hann teldi ríkisstjórnina ekki lifa það af fari Katrín fram. Diljá segir útlendingamálin og sameiningar á vegum loftslagsráðherra í orkumálum stór mál sem ríkisstjórnin eigi eftir að klára áður en kemur að kosningum. Orri Páll tók undir þetta og sagði kjaramálin og nýja kjarasamninga skipta afar miklu máli fyrir efnahagsmálin. „Eins og vænta má þá ber ég mikið traust og hlýju til Katrínar og ég veit að allt sem hún tekur sér fyrir hendur það mun hún gera vel. Ef hún ætlar sér að huga að því að skipta um starfsvettvang, aftur ég veit ekki hvort það komi til greina að hún geri það, en þetta er sama öfluga manneskjan að mínu mati,“ segir Orri Páll og að það sé ekkert endilega hræðilegt fyrir ríkisstjórnina og þeirra mál fari hún fram. Fjölmargir í framboði Forsetakosningarnar fara fram í júní og eru alls um 60 í framboði. Jón Gnarr bættist í hópinn í gær og náði að safna öllum undirskriftum á skömmum tíma í gærkvöldi. Fréttinni hefur verið breytt og það leiðrétt að önnur mál en mögulegt framboð Katrínar sé á dagskrá hjá þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Þá var Vilhjálmur titlaður þingflokksformaður en það er ekki rétt. Hildur Sverrisdóttir er það. Leiðrétt þann 3.4.2024 klukkan 10.07.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Jón tveimur mínútum fljótari að safna en Baldur Jón Gnarr, sem tilkynnti um forsetaframboð sitt fyrr í kvöld, er búinn að safna meðmælunum sem þarf til að bjóða sig fram til forseta. Þetta staðfestir Heiða Kristín Helgadóttir, sem er í kosningateymi Jóns, í samtali við fréttastofu. 2. apríl 2024 22:13 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Jón tveimur mínútum fljótari að safna en Baldur Jón Gnarr, sem tilkynnti um forsetaframboð sitt fyrr í kvöld, er búinn að safna meðmælunum sem þarf til að bjóða sig fram til forseta. Þetta staðfestir Heiða Kristín Helgadóttir, sem er í kosningateymi Jóns, í samtali við fréttastofu. 2. apríl 2024 22:13