Síleskt félag Björgólfs í greiðslustöðvun og hann hrynur niður listann Árni Sæberg skrifar 3. apríl 2024 13:46 Björgólfur Thor ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Ólafsdóttur. Dave Benett/Getty Síleskt fjarskiptafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar hefur sótt um greiðslustöðvun í Bandaríkjunum. Á nýútgefnum lista Forbes yfir milljarðamæringa í dollurum talið hrynur Björgólfur um ríflega þrjú hundruð sæti. Hann er eftir sem áður eini Íslendingurinn á listanum. Síleska fjarskiptafélagið WOM, sem Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors, keypti árið 2015 hefur sótt um greiðslustöðvun í Bandaríkjunum til þess að koma rekstri sínum aftur á réttan kjöl. Eftir ævintýralegan vöxt, sem fól meðal annars í sér útrás til annarra landa Suður-Ameríku, er félagið nú í miklum fjárhagskröggum. Í yfirlýsingu frá Chris Bannister, forstjóra WOM, segir að eftir hafa farið vandlega yfir fjárhag félagsins hafi stjórnendur þess komist að þeirri niðurstöðu að besti möguleikinn í stöðunni væri að sækja um greiðslustöðvun í Bandaríkjunum. Þar með er félagið að nýta sér svokallað „chapter 11 bankruptcy“ sem svipar helst til greiðslustöðvunar í skilningi laga um gjaldþrotaskipti og fleira hér á landi. Slík greiðslustöðvun gerir félögum og einstaklingum kleift að komast í tímabundið skjól frá kröfuhöfum á meðan skuldarar koma fjármálum sínum í rétt horf. Reyndu að endurfjármagna 348 milljóna dala lán og skulda 1,8 milljarða dala Í frétt Bloomberg um málið segir að ákvörðunin hafi verið tekin í kjölfar þess að félaginu tókst ekki að endurfjármagna 348 milljóna dala lán sem er á gjalddaga í nóvember næstkomandi. 348 milljónir dala eru tæplega 49 milljarðar króna. Þá segir að í yfirlýsingu Bannisters að greiðslustöðvunin geri félaginu kleift að halda áfram rekstri á meðan það setur upp endurgreiðsluáætlun á skuldbindingum þess, sem nema um 1,8 milljörðum dala. Það gerir um 252 milljarða króna. Árið 2019 var greint frá því að WOM hefði sótt 600 milljóna dala fjármögnun með útgáfu skuldabréfa. Þá fóru 350 milljónir í endurfjármögnun WOM en 250 milljónir, um þrjátíu milljarðar króna í arðgreiðslu til Novator. Í annarri yfirlýsingu frá WOM segir að félagið hefði tryggt sér fjármögnun frá JPMorgan Chase & Co. að fjárhæð 200 milljónum dala. Lánshæfismatið komið niður í D-flokk Í kjölfar tilkynningar um greiðslustöðvunina ákvað matsfyrirtækið S&P að lækka lánshæfismat WOM úr CCC í D. Í tilkynningu á vef S&P segir að stjórnendur félagsins hafi unnið að endurfjármögnunarleiðum í um það bil ár. Erfiðar markaðsaðstæður, með litlum áhuga fjárfesta og miklum lántökukostnaði, hafi komið í veg fyrir að félagið næði að endurfjármagna sig með hagkvæmum hætti. Á sama tíma hafi lausafjárstaða félagsins versnað. Sams konar tilkynning var gefin út um miðjan mars þegar S&P lækkaði lánshæfismat félagsins úr B í CCC. Hrynur niður listann en ekki á neinu flæðiskeri staddur Eignarhlutur Novator í WOM er drjúgur hluti eigna Björgólfs Thors og því þarf það ekki að koma neinum á óvart að Forbes, sem heldur úti lista yfir heimsins ríkasta fólk, metur auðæfi Björgólfs talsvert minni en í fyrra. Í lista ársins 2023 var Björgólfur í sæti 1.217 yfir ríkasta fólk heims og auður hans metinn á 2,5 milljarða dala, sem gerir um 350 milljarða króna. Í ár er hefur hann fallið niður um rúmlega 300 sæti í sæti 1.545 og auður hans um 400 milljónir dala í 2,1 milljarð. Það eru um 293 milljarðar króna. Hann er annað árið í röð eini Íslendingurinn á listanum, sem nær aðeins yfir fólk sem á milljarð dala eða meira. Davíð Helgason var með honum á listanum árið 2022. Íslendingar erlendis Chile Fjarskipti Tengdar fréttir Björgólfur Thor metinn á 275 milljarða króna Björgólfur Thor Björgólfsson er á meðal hundrað ríkustu manna Bretlands samkvæmt nýjum lista The Sunday Times. 17. maí 2020 12:42 Tilbúinn að auka fjárfestinguna um 28 milljarða Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir er reiðubúinn að fjárfesta í Síle fyrir 220 milljónir Bandaríkjadala til viðbótar, jafnvirði tæplega 28 milljarða króna. 28. nóvember 2018 07:30 Taylor Swift meðal 265 nýliða á milljarðamæringalista Forbes Tónlistarkonan Taylor Swift er meðal 265 nýliða á lista Forbes yfir milljarðamæringa heimsins í dollurum talið. Alls er nú 2.781 einstaklingur í heimunum sem á eignir metnar á meira en milljarð Bandaríkjadala. 3. apríl 2024 08:10 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Síleska fjarskiptafélagið WOM, sem Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors, keypti árið 2015 hefur sótt um greiðslustöðvun í Bandaríkjunum til þess að koma rekstri sínum aftur á réttan kjöl. Eftir ævintýralegan vöxt, sem fól meðal annars í sér útrás til annarra landa Suður-Ameríku, er félagið nú í miklum fjárhagskröggum. Í yfirlýsingu frá Chris Bannister, forstjóra WOM, segir að eftir hafa farið vandlega yfir fjárhag félagsins hafi stjórnendur þess komist að þeirri niðurstöðu að besti möguleikinn í stöðunni væri að sækja um greiðslustöðvun í Bandaríkjunum. Þar með er félagið að nýta sér svokallað „chapter 11 bankruptcy“ sem svipar helst til greiðslustöðvunar í skilningi laga um gjaldþrotaskipti og fleira hér á landi. Slík greiðslustöðvun gerir félögum og einstaklingum kleift að komast í tímabundið skjól frá kröfuhöfum á meðan skuldarar koma fjármálum sínum í rétt horf. Reyndu að endurfjármagna 348 milljóna dala lán og skulda 1,8 milljarða dala Í frétt Bloomberg um málið segir að ákvörðunin hafi verið tekin í kjölfar þess að félaginu tókst ekki að endurfjármagna 348 milljóna dala lán sem er á gjalddaga í nóvember næstkomandi. 348 milljónir dala eru tæplega 49 milljarðar króna. Þá segir að í yfirlýsingu Bannisters að greiðslustöðvunin geri félaginu kleift að halda áfram rekstri á meðan það setur upp endurgreiðsluáætlun á skuldbindingum þess, sem nema um 1,8 milljörðum dala. Það gerir um 252 milljarða króna. Árið 2019 var greint frá því að WOM hefði sótt 600 milljóna dala fjármögnun með útgáfu skuldabréfa. Þá fóru 350 milljónir í endurfjármögnun WOM en 250 milljónir, um þrjátíu milljarðar króna í arðgreiðslu til Novator. Í annarri yfirlýsingu frá WOM segir að félagið hefði tryggt sér fjármögnun frá JPMorgan Chase & Co. að fjárhæð 200 milljónum dala. Lánshæfismatið komið niður í D-flokk Í kjölfar tilkynningar um greiðslustöðvunina ákvað matsfyrirtækið S&P að lækka lánshæfismat WOM úr CCC í D. Í tilkynningu á vef S&P segir að stjórnendur félagsins hafi unnið að endurfjármögnunarleiðum í um það bil ár. Erfiðar markaðsaðstæður, með litlum áhuga fjárfesta og miklum lántökukostnaði, hafi komið í veg fyrir að félagið næði að endurfjármagna sig með hagkvæmum hætti. Á sama tíma hafi lausafjárstaða félagsins versnað. Sams konar tilkynning var gefin út um miðjan mars þegar S&P lækkaði lánshæfismat félagsins úr B í CCC. Hrynur niður listann en ekki á neinu flæðiskeri staddur Eignarhlutur Novator í WOM er drjúgur hluti eigna Björgólfs Thors og því þarf það ekki að koma neinum á óvart að Forbes, sem heldur úti lista yfir heimsins ríkasta fólk, metur auðæfi Björgólfs talsvert minni en í fyrra. Í lista ársins 2023 var Björgólfur í sæti 1.217 yfir ríkasta fólk heims og auður hans metinn á 2,5 milljarða dala, sem gerir um 350 milljarða króna. Í ár er hefur hann fallið niður um rúmlega 300 sæti í sæti 1.545 og auður hans um 400 milljónir dala í 2,1 milljarð. Það eru um 293 milljarðar króna. Hann er annað árið í röð eini Íslendingurinn á listanum, sem nær aðeins yfir fólk sem á milljarð dala eða meira. Davíð Helgason var með honum á listanum árið 2022.
Íslendingar erlendis Chile Fjarskipti Tengdar fréttir Björgólfur Thor metinn á 275 milljarða króna Björgólfur Thor Björgólfsson er á meðal hundrað ríkustu manna Bretlands samkvæmt nýjum lista The Sunday Times. 17. maí 2020 12:42 Tilbúinn að auka fjárfestinguna um 28 milljarða Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir er reiðubúinn að fjárfesta í Síle fyrir 220 milljónir Bandaríkjadala til viðbótar, jafnvirði tæplega 28 milljarða króna. 28. nóvember 2018 07:30 Taylor Swift meðal 265 nýliða á milljarðamæringalista Forbes Tónlistarkonan Taylor Swift er meðal 265 nýliða á lista Forbes yfir milljarðamæringa heimsins í dollurum talið. Alls er nú 2.781 einstaklingur í heimunum sem á eignir metnar á meira en milljarð Bandaríkjadala. 3. apríl 2024 08:10 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Björgólfur Thor metinn á 275 milljarða króna Björgólfur Thor Björgólfsson er á meðal hundrað ríkustu manna Bretlands samkvæmt nýjum lista The Sunday Times. 17. maí 2020 12:42
Tilbúinn að auka fjárfestinguna um 28 milljarða Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir er reiðubúinn að fjárfesta í Síle fyrir 220 milljónir Bandaríkjadala til viðbótar, jafnvirði tæplega 28 milljarða króna. 28. nóvember 2018 07:30
Taylor Swift meðal 265 nýliða á milljarðamæringalista Forbes Tónlistarkonan Taylor Swift er meðal 265 nýliða á lista Forbes yfir milljarðamæringa heimsins í dollurum talið. Alls er nú 2.781 einstaklingur í heimunum sem á eignir metnar á meira en milljarð Bandaríkjadala. 3. apríl 2024 08:10