Undarleg sviðsmynd hlyti Katrín ekki brautargengi og sneri aftur sem forsætisráðherra Jón Þór Stefánsson skrifar 3. apríl 2024 19:32 „Það er mjög mikil óvissa þessa dagana. „Það lítur út fyrir að Katrín muni fara í framboð, og hver tekur þá við forystunni í ríkisstjórninni?“ segir Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur um mögulegt framboð forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir að það yrði allt óvanalegt við það ef Katrín Jakobsdóttir færi í framboð til embættis forseta Íslands. Þá gæti myndast snúin staða ef Katrín næði ekki kjörin og myndi ákveða að snúa aftur í forsætisráðuneytið undir forseta sem hún hafi verið í baráttu við um embættið. „Það er mjög mikil óvissa þessa dagana. Það lítur út fyrir að Katrín muni fara í framboð, og hver tekur þá við forystunni í ríkisstjórninni? Þetta virðist allt vera að koma upp á yfirborðið núna og það þarf náttúrulega að eyða þessari óvissu sem fyrst. Jafnframt hefur verið talað um hvort að boða þurfi til kosninga fyrr heldur en ella, en þetta eru allt hlutir sem að ég vona, þjóðarinnar vegna, að við fáum á hreint á næstu dögum,“ sagði Eva í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það lítur allt út fyrir að þetta sé þá barátta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Það er ómögulegt að segja núna til um hver lendingin verður ef til þess kemur. En af þessum tveimur formönnum í þessum flokkum þá hefur kannski staðið minni styr um Sigurð Inga og af því leyti yrði hann augljós kostur. Að sama skapi, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins bendir á, þá eru þeir stærsti flokkurinn á þingi.“ Eva segir að það sé klárlega óvanalegt ef að forsætisráðherra bjóði sig fram til forseta, þar sem það hafi ekki gerst áður í Íslandssögunni. Hún bendir þó á að sitjandi þingmaður hafi boðið sig fram til forseta, það gerði Ólafur Ragnar Grímsson áður en hann var kjörinn forseti 1996 og þá fór hann í leyfi frá þingstörfum. „En hvort þetta er óeðlilegt er erfitt að segja til um. En þetta er staða sem við höfum ekki staðið frami fyrir áður að einhver sem er svona mikill forystumaður eða forystukona í stjórnmálum sé að íhuga mjög alvarlega forsetaframboð, sé að íhuga að bjóða sig fram til embættis sem er ópólitískt,“ segir Eva. Hún telur að Katrín þurfi ekki að segja af sér og hætta á þingi til að fara í forsetaframboð. „Segjum sem svo að sviðsmyndin verði sú að hún fari í leyfi og fari í framboð, og mögulega hljóti ekki brautargengi. Þá væri kannski svolítið undarleg staða fyrir hana að koma aftur, og þá mögulega aftur sem forsætisráðherra undir forsæti nýs forseta sem hún var í framboði gegn.“ Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Alþingi Tengdar fréttir Telur að Katrín yrði mjög öflugur kandídat „Það yrði allavega mjög öflugur kandídat til forsetaembættisins sem kæmi þar fram,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur. Hann telur mikilvægt að Katrín ákveði sig og tilkynni um ákvörðun sína áður en þing kemur saman í næstu viku. 3. apríl 2024 15:30 Baldur með nokkurt forskot á Jón og Katrínu Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur hefur nokkuð forskot á keppinauta sína í baráttunni um að verða arftaki Guðni Th. Jóhannessonar sem forseti Íslands. Þetta sýnir ný könnun sem Prósent vann fyrir stuðningsfólk Baldurs og Vísir hefur undir höndum. 3. apríl 2024 15:33 Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. 3. apríl 2024 13:22 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
„Það er mjög mikil óvissa þessa dagana. Það lítur út fyrir að Katrín muni fara í framboð, og hver tekur þá við forystunni í ríkisstjórninni? Þetta virðist allt vera að koma upp á yfirborðið núna og það þarf náttúrulega að eyða þessari óvissu sem fyrst. Jafnframt hefur verið talað um hvort að boða þurfi til kosninga fyrr heldur en ella, en þetta eru allt hlutir sem að ég vona, þjóðarinnar vegna, að við fáum á hreint á næstu dögum,“ sagði Eva í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það lítur allt út fyrir að þetta sé þá barátta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Það er ómögulegt að segja núna til um hver lendingin verður ef til þess kemur. En af þessum tveimur formönnum í þessum flokkum þá hefur kannski staðið minni styr um Sigurð Inga og af því leyti yrði hann augljós kostur. Að sama skapi, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins bendir á, þá eru þeir stærsti flokkurinn á þingi.“ Eva segir að það sé klárlega óvanalegt ef að forsætisráðherra bjóði sig fram til forseta, þar sem það hafi ekki gerst áður í Íslandssögunni. Hún bendir þó á að sitjandi þingmaður hafi boðið sig fram til forseta, það gerði Ólafur Ragnar Grímsson áður en hann var kjörinn forseti 1996 og þá fór hann í leyfi frá þingstörfum. „En hvort þetta er óeðlilegt er erfitt að segja til um. En þetta er staða sem við höfum ekki staðið frami fyrir áður að einhver sem er svona mikill forystumaður eða forystukona í stjórnmálum sé að íhuga mjög alvarlega forsetaframboð, sé að íhuga að bjóða sig fram til embættis sem er ópólitískt,“ segir Eva. Hún telur að Katrín þurfi ekki að segja af sér og hætta á þingi til að fara í forsetaframboð. „Segjum sem svo að sviðsmyndin verði sú að hún fari í leyfi og fari í framboð, og mögulega hljóti ekki brautargengi. Þá væri kannski svolítið undarleg staða fyrir hana að koma aftur, og þá mögulega aftur sem forsætisráðherra undir forsæti nýs forseta sem hún var í framboði gegn.“
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Alþingi Tengdar fréttir Telur að Katrín yrði mjög öflugur kandídat „Það yrði allavega mjög öflugur kandídat til forsetaembættisins sem kæmi þar fram,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur. Hann telur mikilvægt að Katrín ákveði sig og tilkynni um ákvörðun sína áður en þing kemur saman í næstu viku. 3. apríl 2024 15:30 Baldur með nokkurt forskot á Jón og Katrínu Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur hefur nokkuð forskot á keppinauta sína í baráttunni um að verða arftaki Guðni Th. Jóhannessonar sem forseti Íslands. Þetta sýnir ný könnun sem Prósent vann fyrir stuðningsfólk Baldurs og Vísir hefur undir höndum. 3. apríl 2024 15:33 Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. 3. apríl 2024 13:22 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Telur að Katrín yrði mjög öflugur kandídat „Það yrði allavega mjög öflugur kandídat til forsetaembættisins sem kæmi þar fram,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur. Hann telur mikilvægt að Katrín ákveði sig og tilkynni um ákvörðun sína áður en þing kemur saman í næstu viku. 3. apríl 2024 15:30
Baldur með nokkurt forskot á Jón og Katrínu Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur hefur nokkuð forskot á keppinauta sína í baráttunni um að verða arftaki Guðni Th. Jóhannessonar sem forseti Íslands. Þetta sýnir ný könnun sem Prósent vann fyrir stuðningsfólk Baldurs og Vísir hefur undir höndum. 3. apríl 2024 15:33
Segir framboð Katrínar munu leiða til stjórnarkreppu eða mögulegs vanhæfis Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og forsetaframbjóðandi, segir framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta annað hvort munu fela í sér stjórnarkreppu eða að hún sitji beggja vegna borðsins þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. 3. apríl 2024 13:22