Ný áfengis- og vímuvarnarstefna verði samvinnuverkefni allra þingflokka Lovísa Arnardóttir skrifar 4. apríl 2024 08:50 Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur kallað eftir samvinnu allra þingflokka við nýja stefnu í áfengis- og vímuvörnum. Starfshópur sem hann skipaði fyrir um ári síðan um nýja stefnu í skaðaminnkun á að skila til að hans tillögum á næstu vikum. Willum Þór segir ópíóíða þurfa miklu meiri athygli. Fjallað var um það fyrr í vikunni að Willum hafi í fyrra sagst ætla að verja 225 milljónum til að verjast „ópíóíðafaraldri“ á Íslandi. Í dag er búið að úthluta um 91 milljón í verkefni því tengdu en af þeim er um helmingur í neyslurými. Tveir starfshópar eru starfandi og einn vinnuhópur. Willum var gestur í Bítinu á Bylgjunni til að ræða þessi mál. Willum segir að fyrir ári síðan hafi hann blásið í lúðra vegna alvarlegrar stöðu í því sem þá var kallað ópíóíðafaraldur. Hann bjó til sérstakan starfshóp um skaðaminnkun sem á að skila til hans tillögum á næstu vikum um stefnu í skaðaminnkun. Willum segir að hann hafi kallað eftir aðkomu allra þingflokka að þessari stefnu þegar tillögurnar liggja fyrir. Verði vel varið Hvað varðar peningana sem hann ætlaði að verja í málaflokkinn kom fram í umfjöllun Vísis í vikunni að þær 225 milljónir sem hann hafi ætlað að verja hafi endað sem 150 milljónir í fjárlögum. Willum segir að 150 milljónunum verði vel varið á árinu og að auk þeirra sé meiri peningur í málaflokknum eins og í viðhaldsmeðferð, lyf og önnur verkefni. Willum Þór var í Bítinu til að ræða málefni er varða ópíóíða en fór einnig yfir stóru málin í sínu ráðuneyti síðustu árin. Eins og að veita aðgengi að heilbrigðisþjónustu án efnahag og að tryggja samninga við sérgreinalækna. Þá nefndi hann einnig breytingar á Landspítalanum varðandi bið eftir því að komast í aðgerð og skipulag á spítalanum. Valkvæðar aðgerðir hafi verið færðar af spítalanum og biðtími styst samhliða. Sigurður Ingi verði mögulega forsætisráðherra Þá ræddi Willum einnig mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur til forseta og hver gæti tekið við af henni. „Ég held að ég sjái það alveg geta gerst þannig,“ segir Willum Þór um það hvort að Sigurður Ingi verði forsætisráðherra. Hann segir að það sé þó formannanna í ríkisstjórninni að fara yfir það. Willum var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Það yrði þá þeirra Sigurðar Inga, Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og þá Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra sem myndi taka við sem formaður Vinstri grænna fari Katrín fram. Hann er varaformaður Vinstri grænna í dag. Willum Þór sagðist alls ekki tilbúinn til að hætta sem heilbrigðisráðherra en að það verði að vinna sig af ábyrgð í gegnum þá stöðu sem er komin upp með mögulegu framboði Katrínar. Ríkisstjórnin geti staðið þetta af sér en að þau verði bara að sjá hvernig forsetakosningarnar fari. Fréttin og fyrirsögn hennar hefur verið leiðrétt. Willum hefur óskað eftir aðkomu allra þingflokka að nýrri stefnu í áfengis- og vímuvörnum, ekki skaðaminnkun eins og kom fram fyrst. Leiðrétt klukkan 09:51 þann 4.4.2024. Fíkn Bítið Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Fjallað var um það fyrr í vikunni að Willum hafi í fyrra sagst ætla að verja 225 milljónum til að verjast „ópíóíðafaraldri“ á Íslandi. Í dag er búið að úthluta um 91 milljón í verkefni því tengdu en af þeim er um helmingur í neyslurými. Tveir starfshópar eru starfandi og einn vinnuhópur. Willum var gestur í Bítinu á Bylgjunni til að ræða þessi mál. Willum segir að fyrir ári síðan hafi hann blásið í lúðra vegna alvarlegrar stöðu í því sem þá var kallað ópíóíðafaraldur. Hann bjó til sérstakan starfshóp um skaðaminnkun sem á að skila til hans tillögum á næstu vikum um stefnu í skaðaminnkun. Willum segir að hann hafi kallað eftir aðkomu allra þingflokka að þessari stefnu þegar tillögurnar liggja fyrir. Verði vel varið Hvað varðar peningana sem hann ætlaði að verja í málaflokkinn kom fram í umfjöllun Vísis í vikunni að þær 225 milljónir sem hann hafi ætlað að verja hafi endað sem 150 milljónir í fjárlögum. Willum segir að 150 milljónunum verði vel varið á árinu og að auk þeirra sé meiri peningur í málaflokknum eins og í viðhaldsmeðferð, lyf og önnur verkefni. Willum Þór var í Bítinu til að ræða málefni er varða ópíóíða en fór einnig yfir stóru málin í sínu ráðuneyti síðustu árin. Eins og að veita aðgengi að heilbrigðisþjónustu án efnahag og að tryggja samninga við sérgreinalækna. Þá nefndi hann einnig breytingar á Landspítalanum varðandi bið eftir því að komast í aðgerð og skipulag á spítalanum. Valkvæðar aðgerðir hafi verið færðar af spítalanum og biðtími styst samhliða. Sigurður Ingi verði mögulega forsætisráðherra Þá ræddi Willum einnig mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur til forseta og hver gæti tekið við af henni. „Ég held að ég sjái það alveg geta gerst þannig,“ segir Willum Þór um það hvort að Sigurður Ingi verði forsætisráðherra. Hann segir að það sé þó formannanna í ríkisstjórninni að fara yfir það. Willum var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Það yrði þá þeirra Sigurðar Inga, Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og þá Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra sem myndi taka við sem formaður Vinstri grænna fari Katrín fram. Hann er varaformaður Vinstri grænna í dag. Willum Þór sagðist alls ekki tilbúinn til að hætta sem heilbrigðisráðherra en að það verði að vinna sig af ábyrgð í gegnum þá stöðu sem er komin upp með mögulegu framboði Katrínar. Ríkisstjórnin geti staðið þetta af sér en að þau verði bara að sjá hvernig forsetakosningarnar fari. Fréttin og fyrirsögn hennar hefur verið leiðrétt. Willum hefur óskað eftir aðkomu allra þingflokka að nýrri stefnu í áfengis- og vímuvörnum, ekki skaðaminnkun eins og kom fram fyrst. Leiðrétt klukkan 09:51 þann 4.4.2024.
Fíkn Bítið Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira