Hinn 85 ára gamli West var fyrst tekinn inn í Heiðurshöllina sem leikmaður árið 1979 en einnig sem leikmaður bandarísku Ólympíumeistaranna frá leikunum í Róm 1960. Hann fór því í annað sinn inn í Heiðurshöllina árið 2010.
ESPN Sources: Jerry West has been elected into the Naismith Basketball Hall of Fame as a contributor to the game his record third Hall enshrinement. West has been previously inducted as a player (1979) and member of the 1960 U.S. Olympic team (2010). pic.twitter.com/a1lbIEUX3L
— Adrian Wojnarowski (@wojespn) April 3, 2024
Nú er verið að taka West inn í Heiðurshöllina fyrir hans framlag til körfuboltans í gegnum störf sín sem framkvæmdastjóri Los Angeles Lakers og Memphis Grizzlies sem og fyrir ráðgjafastörf hans fyrir bæði Golden State Warriors og LA Clippers
Félögin sem hann hefur aðstoðað hafa unnið alls átta meistaratitla og hann var tvisvar valinn framkvæmdastjóri tímabilsins, fyrst 1994-95 með Lakers og svo 2003-04 með Grizzlies.
West vann NBA titil sem leikmaður Los Angeles Lakers á sínum tíma en hann hefur fengið heiðurinn af því að vera arkitektinn á bak við Lakers liðin á níunda og tíunda áratugnum. Það var einmitt West sem gerði samninginn sem náði í Kobe Bryant til Lakers.
West vann einnig í sex ár með Golden State Warriors og var aðalmaðurinn á bak við það að setja saman liðið sem vann titilinn 2015 og 2017.