Fjórfaldi heimsmeistarinn íhugar að hætta við að hætta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. apríl 2024 13:31 Sebastian Vettel hefur hugsað um að hætta við að hætta. Dan Istitene - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, segist hafa íhugað það að snúa aftur í íþróttina eftir að hafa lagt kappaksturinn á hilluna árið 2022. Þjóðverjinn varð heimsmeistari með Red Bull fjögur ár í röð frá 2010 til 2013. Vettel er enn aðeins 36 ára gamall og gæti því enn átt nokkur góð ár eftir í heimi Formúlu 1. Nú þegar vitað er að Lewis Hamilton mun færa sig yfir til Ferrari eftir yfirstandandi tímabil er ljóst að Mercedes-liðið er með laust sæti á næsta tímabili. Það gæti komið af stað löngum kapli og Vettel gerir sér grein fyrir því. „Það eru ýmsar hugmyndir sem koma upp í hugann á manni og ég hef alveg íhugað að snúa aftur,“ sagði Vettel í samtali við BBC. „Eins og staðan er núna hefur mér samt ekki snúist hugur en þetta fer allt eftir því hvað á eftir að gerast.“ Hann segist þó hafa verið í sambandi við Toto Wolff, liðsstjóra Marcedes. „Ég fylgist vel með íþróttinni og eins og staðan er núna á mikið eftir að gerast þegar kemur að ökumönnum, hvar þeir enda og allt það. Ég er að sjálfsögðu enn í sambandi við fólk innan íþróttarinnar. Ég spjalla stundum við Toto. Þetta á allt eftir að koma í ljós, en eins og staðan er núna er það ekki í forgangi hjá mér að snúa aftur.“ Akstursíþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þjóðverjinn varð heimsmeistari með Red Bull fjögur ár í röð frá 2010 til 2013. Vettel er enn aðeins 36 ára gamall og gæti því enn átt nokkur góð ár eftir í heimi Formúlu 1. Nú þegar vitað er að Lewis Hamilton mun færa sig yfir til Ferrari eftir yfirstandandi tímabil er ljóst að Mercedes-liðið er með laust sæti á næsta tímabili. Það gæti komið af stað löngum kapli og Vettel gerir sér grein fyrir því. „Það eru ýmsar hugmyndir sem koma upp í hugann á manni og ég hef alveg íhugað að snúa aftur,“ sagði Vettel í samtali við BBC. „Eins og staðan er núna hefur mér samt ekki snúist hugur en þetta fer allt eftir því hvað á eftir að gerast.“ Hann segist þó hafa verið í sambandi við Toto Wolff, liðsstjóra Marcedes. „Ég fylgist vel með íþróttinni og eins og staðan er núna á mikið eftir að gerast þegar kemur að ökumönnum, hvar þeir enda og allt það. Ég er að sjálfsögðu enn í sambandi við fólk innan íþróttarinnar. Ég spjalla stundum við Toto. Þetta á allt eftir að koma í ljós, en eins og staðan er núna er það ekki í forgangi hjá mér að snúa aftur.“
Akstursíþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira