75 ára afmæli friðarbandalags Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 4. apríl 2024 11:31 Í dag eru 75 ár liðin frá því Atlantshafsbandalaginu (NATO) var komið á fót með Atlantshafssáttmálanum sem var undirritaður í Washington 4. apríl 1949. Ísland bar þá gæfu til að vera eitt tólf stofnríkja öflugasta varnarbandalags heims. Fáeinum dögum áður hafði Alþingi samþykkt inngöngu Íslands í NATO. Mikill stuðningur var við aðildina í Sjálfstæðisflokknum sem þá sat í ríkisstjórn. Ekki voru þó allir sáttir við inngöngu Íslands í bandalagið. Henni var harðlega mótmælt , m.a. á Austurvelli daginn sem Alþingi samþykkti inngönguna. Á þeim 75 árum sem eru liðin hefur varnarbandalagið sannað gildi sitt, enda hefur friður haldist í aðildarlöndum þess allan þennan tíma. Mikill meirihluti Íslendinga er því skiljanlega fylgjandi aðild Íslands að NATO. Undanfarin tvö ár hafa þó sannkölluð óveðursský verið á lofti í öryggis- og varnarmálum í okkar heimshluta. Ólögmæt allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu er stærsta ógn sem steðjað hefur að Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Sú staðreynd hefur leitt til gjörbreytts öryggismats í álfunni og til inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í NATO. Inngöngu sem hafði áður þótt óhugsandi, en nýtur nú ríks stuðnings meðal þjóðanna og fulls skilnings okkar heimshluta að fáum undaskildum. Hér heyrast ennþá lágværar en fámennar furðuraddir sem mótmæla aðild Íslands að NATO. Þeim er að vísu gefið vægi með óskiptri athygli Ríkisútvarpsins, en e.t.v. eru starfsmenn þess eins hlessa og aðrir. Svokallaðir friðarsinnar kalla þannig eftir því af fullri alvöru, m.a. með skrifum hér í Vísi, að Ísland gangi úr NATO! (Rang)hugsunin er sú að aðild að varnarbandalagi geri okkur að skotmarki – varnalaust Ísland væri mun öruggara og ólíklegra skotmark stórvelda í vígahug. Í gegnum söguna hafa misvitrir menn talað fyrir ýmsum leiðum að friði. Þannig réttlætti Chamberlain „friðar“samningana í Munchen 1938. Við vitum hvernig það fór. Árum saman bugtuðu forystumenn í Evrópu sig fyrir ágengni Pútíns í von um frið. Við vitum hvernig það fór. Það er frumskylda stjórnvalda að tryggja öryggi borgaranna. Ef það er eitthvað sem við getum lært af sögunni er það að það eina sem stöðvar framgang illra afla er hervald og öflugur fælingarmáttur. Samstaða lýðræðisríkja í þessu öflugasta varnarbandalagi sögunnar hefur tryggt frið milli aðildarríkjanna í 75 ár og komið í veg fyrir utanaðkomandi hernaðarárásir. Aðild Íslands að NATO er algjör lykilstoð í vörnum okkar. Við getum því verið stolt og þakklát á þessum tímamótum. Það er næsta víst að margir vildu vera í okkar sporum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir NATO Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru 75 ár liðin frá því Atlantshafsbandalaginu (NATO) var komið á fót með Atlantshafssáttmálanum sem var undirritaður í Washington 4. apríl 1949. Ísland bar þá gæfu til að vera eitt tólf stofnríkja öflugasta varnarbandalags heims. Fáeinum dögum áður hafði Alþingi samþykkt inngöngu Íslands í NATO. Mikill stuðningur var við aðildina í Sjálfstæðisflokknum sem þá sat í ríkisstjórn. Ekki voru þó allir sáttir við inngöngu Íslands í bandalagið. Henni var harðlega mótmælt , m.a. á Austurvelli daginn sem Alþingi samþykkti inngönguna. Á þeim 75 árum sem eru liðin hefur varnarbandalagið sannað gildi sitt, enda hefur friður haldist í aðildarlöndum þess allan þennan tíma. Mikill meirihluti Íslendinga er því skiljanlega fylgjandi aðild Íslands að NATO. Undanfarin tvö ár hafa þó sannkölluð óveðursský verið á lofti í öryggis- og varnarmálum í okkar heimshluta. Ólögmæt allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu er stærsta ógn sem steðjað hefur að Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Sú staðreynd hefur leitt til gjörbreytts öryggismats í álfunni og til inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í NATO. Inngöngu sem hafði áður þótt óhugsandi, en nýtur nú ríks stuðnings meðal þjóðanna og fulls skilnings okkar heimshluta að fáum undaskildum. Hér heyrast ennþá lágværar en fámennar furðuraddir sem mótmæla aðild Íslands að NATO. Þeim er að vísu gefið vægi með óskiptri athygli Ríkisútvarpsins, en e.t.v. eru starfsmenn þess eins hlessa og aðrir. Svokallaðir friðarsinnar kalla þannig eftir því af fullri alvöru, m.a. með skrifum hér í Vísi, að Ísland gangi úr NATO! (Rang)hugsunin er sú að aðild að varnarbandalagi geri okkur að skotmarki – varnalaust Ísland væri mun öruggara og ólíklegra skotmark stórvelda í vígahug. Í gegnum söguna hafa misvitrir menn talað fyrir ýmsum leiðum að friði. Þannig réttlætti Chamberlain „friðar“samningana í Munchen 1938. Við vitum hvernig það fór. Árum saman bugtuðu forystumenn í Evrópu sig fyrir ágengni Pútíns í von um frið. Við vitum hvernig það fór. Það er frumskylda stjórnvalda að tryggja öryggi borgaranna. Ef það er eitthvað sem við getum lært af sögunni er það að það eina sem stöðvar framgang illra afla er hervald og öflugur fælingarmáttur. Samstaða lýðræðisríkja í þessu öflugasta varnarbandalagi sögunnar hefur tryggt frið milli aðildarríkjanna í 75 ár og komið í veg fyrir utanaðkomandi hernaðarárásir. Aðild Íslands að NATO er algjör lykilstoð í vörnum okkar. Við getum því verið stolt og þakklát á þessum tímamótum. Það er næsta víst að margir vildu vera í okkar sporum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun