Randle undir hnífinn og missir af úrslitakeppninni með Knicks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. apríl 2024 15:31 Julius Randle verður ekki meira með á þessari leiktíð. Sarah Stier/Getty Images Julius Randle hefur undanfarnar vikur gert allt sem hann getur til að vera klár fyrir úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Nú er ljóst að hann þarf að fara undir hnífinn og verður því ekki með New York Knicks fyrr en á næstu leiktíð. Hinn 29 ára gamli Randle meiddist á öxl fyrr á þessu ári en hefur undanfarna tvo mánuði verið í stífri endurhæfingu i von um að vera klár í úrslitakeppnina. Knicks hafa leikið vel á leiktíðinni og var talið að liðið gæti farið langt í úrslitakeppninni. Það þarf þó að gera svo án Randle sem hefur ekki náð að jafna sig og neyðist til að fara í aðgerð á hægri öxl. Þetta er mikið áfall fyrir Knicks en þrátt fyrir hæga byrjun á tímabilinu þá spilaði Randle eins og engill fram að meiðslunum. Hann skoraði að meðaltali 24 stig í leik, tók 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. BREAKING: After two months of rehabilitation to attempt a return to the New York Knicks, All-NBA forward Julius Randle will undergo season-ending right shoulder surgery, sources tell ESPN. pic.twitter.com/Yc6FJAPgp7— Adrian Wojnarowski (@wojespn) April 4, 2024 Liðsfélagar hans þurftu þó ekki á honum að halda í nótt þegar liðið lagði Sacramento Kings með 11 stiga mun, 120-109. Einnig vantaði OG Anunoby í lið Knicks. Hann hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið en má byrja að æfa bráðlega og ætti að vera klár fyrir úrslitakeppnina. Herbergisfélagarnir Jalen Brunson og Josh Hart fóru fyrir liðinu í sigrinum. Brunson skoraði 35 stig og gaf 11 stoðsendingar. Hart skoraði 31 stig, tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Einnig vantaði OG Anunoby í lið Knicks. Hann hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið en má byrja að æfa bráðlega og ætti að vera klár fyrir úrslitakeppnina. Knicks eru sem stendur í 5. sæti Austurdeildar með sama sigurhlutfall og Orlando Magic sem er sæti ofar. Ljóst er að miklu máli skiptir að enda í efstu fjórum sætunum upp á heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Önnur úrslit í nótt Miami Heat 105 – 109 Philadelphia 76ers Dallas Mavericks 109 – 95 Atlanta Hawks Houston Rockets 110 – 133 Golden State Warriors Los Angeles Clippers 102 – 100 Denver Nuggets Körfubolti NBA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Sjá meira
Hinn 29 ára gamli Randle meiddist á öxl fyrr á þessu ári en hefur undanfarna tvo mánuði verið í stífri endurhæfingu i von um að vera klár í úrslitakeppnina. Knicks hafa leikið vel á leiktíðinni og var talið að liðið gæti farið langt í úrslitakeppninni. Það þarf þó að gera svo án Randle sem hefur ekki náð að jafna sig og neyðist til að fara í aðgerð á hægri öxl. Þetta er mikið áfall fyrir Knicks en þrátt fyrir hæga byrjun á tímabilinu þá spilaði Randle eins og engill fram að meiðslunum. Hann skoraði að meðaltali 24 stig í leik, tók 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. BREAKING: After two months of rehabilitation to attempt a return to the New York Knicks, All-NBA forward Julius Randle will undergo season-ending right shoulder surgery, sources tell ESPN. pic.twitter.com/Yc6FJAPgp7— Adrian Wojnarowski (@wojespn) April 4, 2024 Liðsfélagar hans þurftu þó ekki á honum að halda í nótt þegar liðið lagði Sacramento Kings með 11 stiga mun, 120-109. Einnig vantaði OG Anunoby í lið Knicks. Hann hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið en má byrja að æfa bráðlega og ætti að vera klár fyrir úrslitakeppnina. Herbergisfélagarnir Jalen Brunson og Josh Hart fóru fyrir liðinu í sigrinum. Brunson skoraði 35 stig og gaf 11 stoðsendingar. Hart skoraði 31 stig, tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Einnig vantaði OG Anunoby í lið Knicks. Hann hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið en má byrja að æfa bráðlega og ætti að vera klár fyrir úrslitakeppnina. Knicks eru sem stendur í 5. sæti Austurdeildar með sama sigurhlutfall og Orlando Magic sem er sæti ofar. Ljóst er að miklu máli skiptir að enda í efstu fjórum sætunum upp á heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Önnur úrslit í nótt Miami Heat 105 – 109 Philadelphia 76ers Dallas Mavericks 109 – 95 Atlanta Hawks Houston Rockets 110 – 133 Golden State Warriors Los Angeles Clippers 102 – 100 Denver Nuggets
Körfubolti NBA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Sjá meira