Rannsókn manndrápsmálsins á Selfossi á borði héraðssaksóknara Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. apríl 2024 14:31 Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á vettvangi og sat í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. Hann var svo úrskurðaður í farbann en er nú frjáls ferða sinna. Vísir Rannsókn á andláti Sofiu Sarmite Kolsenikova, sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi í lok apríl í fyrra, stendur enn. Málið var sent frá lögreglunni á Suðurlandi til héraðssaksóknara í desember síðastliðnum. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann segir að þegar málið hafi verið sent héraðssaksóknara í desember hafi enn verið að bíða eftir gögnum erlendis frá. „Nú stendur yfir tiltekin gagnaöflun og ég get ekki svarað því hvenær henni lýkur. Með öðrum orðum rannsókn málsins er ekki að fullu lokið svo unnt sé að taka ákvörðun um saksókn,“ segir í svari Karls. Ekki lengur í farbanni Karlmaður á þrítugsaldir er grunaður um að hafa orðið Sofiu að bana og jafnframt talinn hafa spillt sönnunargögnum málsins áður en lögreglu var gert viðvart um andlátið. Maðurinn var handtekinn á vettvangi og úrskurðaður í gæsluvarðhald, sem var endurtekið framlengt til 31. ágúst. Bar lögreglu þá að sleppa honum úr varðhaldi, þar sem tólf vikna hámarki hafði verið náð og maðurinn ekki ákærður í málinu. Hann var því í kjölfarið úrskurðaður í farbann, sem gilti til 1. desember. Farbannið yfir manninum var ekki framlengt. Fram kom í umfjöllun fréttastofu, sem byggð var á úrskurðum málsins sem birtir höfðu verið á vef Landsréttar, í janúar að manninum hafi andlátið verið ljóst hálfum sólarhring áður en lögreglu var tilkynnt um það og rannsók hófst. Byggir það bæði á gögnum málsins og framburði mannsins sjálfs. Á þeim hálfa sólarhring er maðurinn sagður hafa verið í samskiptum við marga. Þar að auki hafi hann aðhafst nokkuð, til dæmis við spillingu og undanskot sönnunargagna málsins. Maðurinn viðurkenndi að hafa eytt og komið hjá gögnum, sem lögregla telur hafa sönnunargildi, og hafa fært lík Sofiu . Maðurinn neitar þó að hafa banað henni. Í fyrstu skýrslutöku sagði hann hana hafa látist af völdum ofskammts fíkniefna. Hann hafði komið að henni meðvitundarlausri á gólfinu á neðri hæð heimilis þeirra og líkami hennar þá verið orðinn stífur. Hann sagði þetta hafa verið um tveimur klukkustundum eftir að þau hættu að stunda kynlíf, sem fól í sér endurtekin kyrkingartök, þar sem maðurinn þrengdi að hálsi konunnar. Því var haldið fram fyrir dómi að umrætt kynlíf hafi staðið yfir frá kvöldi fram til morguns og þau hafi bæði verið undir áhrifum kókaíns. Niðurstaða krufningar bendir til þess að andlát konunnar hafi borið að vegna kyrkingar en að kókaíneitrun hafi að minnsta kosti verið meðverkandi í andlátinu. Mjög umfangsmikil rannsókn Í júlí hafði maðurinn breytt ramburði sínum og lýsti atvikum aþnnig að hann hafi farið af heimili þeirra Sofiu morguninn 27. apríl og hún þá verið á lífi. Sá framburður hafi svo aftur breyst og hann sagst síðast hafa séð hana á lífi aðfaranótt 27. apríl, á milli klukkan fjögur og fimm. Hann hafi síðan komið að henni meðvitundarlausri á gólfi heimilisins um tveimur klukkustundum síðar. Þá hafi hann ákveðið að betra væri að koma fíkniefnum, sem geymd voru á heimilinu, undan og reynt að fela ummerki um neyslu í stað þess að kalla til viðbragðsaðila til að reyna að bjarga lífi Sofiu. Maðurinn er sagður hafa yfirgefið heimilið klukkan átta um morguninn og dvalið á heimili bróður síns fram að hádegi. Þá hafi hann farið í bíltúr með systur sinni áður en hún keyrði hann aftur til bróðurins. Bróðirinn hafi þá komið og sótt hann um klukkan þrjú og skutlað honum aftur á vettvang. Bræðurnir voru handteknir á vettvangi þegar andlát Sofiu varð ljóst. Í nýjasta úrskurðinum, sem er frá því í desember, segir að rannsókn lögreglu á málinu sé mjög umfangsmikil. Framburður mannsins hafi tekið umtalsverðum breytingum frá upphafi rannsóknarinnar, og útskýringar hans eru sagðar samrýmast rannsóknargögnum málsins illa. Því er haldið fram að talsvert og stundum verulegt misræmi sé á framburði mannsins og vitna, sem og milli vitna innbyrðis. Þá hafi maðurinn orðið uppvís að því að veita lögreglu rangar og villandi upplýsingar. Grunur um manndráp á Selfossi Árborg Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Rannsókn manndrápsmálsins á Selfossi á lokametrunum Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á andláti Sofiu Sarmite Kolesnikova, sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi í lok apríl, miðar vel. Yfirlögregluþjónn á von á að málið verði sent til saksóknara á næstu dögum og maðurinn sem grunaður er um að hafa átt þátt í andláti hennar verði úrskurðaður í áframhaldandi farbann. 30. nóvember 2023 11:26 Fjölskylda Sofiu þakklát fyrir heimboð að Bessastöðum Fjölskylda Sofiu Sarmite Kolesnikovu sem lést á Selfossi í apríl síðastliðnum þáði heimboð Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands að Bessastöðum á dögunum. Systir Sofiu er full af þakklæti fyrir heimboðið. 31. ágúst 2023 13:13 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann segir að þegar málið hafi verið sent héraðssaksóknara í desember hafi enn verið að bíða eftir gögnum erlendis frá. „Nú stendur yfir tiltekin gagnaöflun og ég get ekki svarað því hvenær henni lýkur. Með öðrum orðum rannsókn málsins er ekki að fullu lokið svo unnt sé að taka ákvörðun um saksókn,“ segir í svari Karls. Ekki lengur í farbanni Karlmaður á þrítugsaldir er grunaður um að hafa orðið Sofiu að bana og jafnframt talinn hafa spillt sönnunargögnum málsins áður en lögreglu var gert viðvart um andlátið. Maðurinn var handtekinn á vettvangi og úrskurðaður í gæsluvarðhald, sem var endurtekið framlengt til 31. ágúst. Bar lögreglu þá að sleppa honum úr varðhaldi, þar sem tólf vikna hámarki hafði verið náð og maðurinn ekki ákærður í málinu. Hann var því í kjölfarið úrskurðaður í farbann, sem gilti til 1. desember. Farbannið yfir manninum var ekki framlengt. Fram kom í umfjöllun fréttastofu, sem byggð var á úrskurðum málsins sem birtir höfðu verið á vef Landsréttar, í janúar að manninum hafi andlátið verið ljóst hálfum sólarhring áður en lögreglu var tilkynnt um það og rannsók hófst. Byggir það bæði á gögnum málsins og framburði mannsins sjálfs. Á þeim hálfa sólarhring er maðurinn sagður hafa verið í samskiptum við marga. Þar að auki hafi hann aðhafst nokkuð, til dæmis við spillingu og undanskot sönnunargagna málsins. Maðurinn viðurkenndi að hafa eytt og komið hjá gögnum, sem lögregla telur hafa sönnunargildi, og hafa fært lík Sofiu . Maðurinn neitar þó að hafa banað henni. Í fyrstu skýrslutöku sagði hann hana hafa látist af völdum ofskammts fíkniefna. Hann hafði komið að henni meðvitundarlausri á gólfinu á neðri hæð heimilis þeirra og líkami hennar þá verið orðinn stífur. Hann sagði þetta hafa verið um tveimur klukkustundum eftir að þau hættu að stunda kynlíf, sem fól í sér endurtekin kyrkingartök, þar sem maðurinn þrengdi að hálsi konunnar. Því var haldið fram fyrir dómi að umrætt kynlíf hafi staðið yfir frá kvöldi fram til morguns og þau hafi bæði verið undir áhrifum kókaíns. Niðurstaða krufningar bendir til þess að andlát konunnar hafi borið að vegna kyrkingar en að kókaíneitrun hafi að minnsta kosti verið meðverkandi í andlátinu. Mjög umfangsmikil rannsókn Í júlí hafði maðurinn breytt ramburði sínum og lýsti atvikum aþnnig að hann hafi farið af heimili þeirra Sofiu morguninn 27. apríl og hún þá verið á lífi. Sá framburður hafi svo aftur breyst og hann sagst síðast hafa séð hana á lífi aðfaranótt 27. apríl, á milli klukkan fjögur og fimm. Hann hafi síðan komið að henni meðvitundarlausri á gólfi heimilisins um tveimur klukkustundum síðar. Þá hafi hann ákveðið að betra væri að koma fíkniefnum, sem geymd voru á heimilinu, undan og reynt að fela ummerki um neyslu í stað þess að kalla til viðbragðsaðila til að reyna að bjarga lífi Sofiu. Maðurinn er sagður hafa yfirgefið heimilið klukkan átta um morguninn og dvalið á heimili bróður síns fram að hádegi. Þá hafi hann farið í bíltúr með systur sinni áður en hún keyrði hann aftur til bróðurins. Bróðirinn hafi þá komið og sótt hann um klukkan þrjú og skutlað honum aftur á vettvang. Bræðurnir voru handteknir á vettvangi þegar andlát Sofiu varð ljóst. Í nýjasta úrskurðinum, sem er frá því í desember, segir að rannsókn lögreglu á málinu sé mjög umfangsmikil. Framburður mannsins hafi tekið umtalsverðum breytingum frá upphafi rannsóknarinnar, og útskýringar hans eru sagðar samrýmast rannsóknargögnum málsins illa. Því er haldið fram að talsvert og stundum verulegt misræmi sé á framburði mannsins og vitna, sem og milli vitna innbyrðis. Þá hafi maðurinn orðið uppvís að því að veita lögreglu rangar og villandi upplýsingar.
Grunur um manndráp á Selfossi Árborg Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Rannsókn manndrápsmálsins á Selfossi á lokametrunum Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á andláti Sofiu Sarmite Kolesnikova, sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi í lok apríl, miðar vel. Yfirlögregluþjónn á von á að málið verði sent til saksóknara á næstu dögum og maðurinn sem grunaður er um að hafa átt þátt í andláti hennar verði úrskurðaður í áframhaldandi farbann. 30. nóvember 2023 11:26 Fjölskylda Sofiu þakklát fyrir heimboð að Bessastöðum Fjölskylda Sofiu Sarmite Kolesnikovu sem lést á Selfossi í apríl síðastliðnum þáði heimboð Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands að Bessastöðum á dögunum. Systir Sofiu er full af þakklæti fyrir heimboðið. 31. ágúst 2023 13:13 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Rannsókn manndrápsmálsins á Selfossi á lokametrunum Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á andláti Sofiu Sarmite Kolesnikova, sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi í lok apríl, miðar vel. Yfirlögregluþjónn á von á að málið verði sent til saksóknara á næstu dögum og maðurinn sem grunaður er um að hafa átt þátt í andláti hennar verði úrskurðaður í áframhaldandi farbann. 30. nóvember 2023 11:26
Fjölskylda Sofiu þakklát fyrir heimboð að Bessastöðum Fjölskylda Sofiu Sarmite Kolesnikovu sem lést á Selfossi í apríl síðastliðnum þáði heimboð Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands að Bessastöðum á dögunum. Systir Sofiu er full af þakklæti fyrir heimboðið. 31. ágúst 2023 13:13