Viðskipti innlent

Stjórnar­for­maðurinn getur ekki tjáð sig

Árni Sæberg skrifar
Arnar Þór Másson er stjórnarformaður Marels.
Arnar Þór Másson er stjórnarformaður Marels.

Arnar Þór Másson, stjórnarformaður Marels, segist ekki geta tjáð sig um samþykkt á yfirtökutilboði JBT í Marel.

Marel tilkynnti í morgun að stjórn félagsins hefði undirritað samkomulag við John Bean Technologies Corporation (JBT) um helstu skilmála í tengslum við fyrirhugað yfirtökutilboð í allt útistandandi hlutafé í Marel, líkt og áður hefur verið tilkynnt um. Yfirtökutilboðið, sem felur í sér valfrjálst yfirtökutilboð á verðinu 3,60 evrur á hlut, verði lagt fram í maí næstkomandi og gert ráð fyrir að viðskiptin verði frágengin fyrir árslok.

Ljóst er að um er að ræða einar stærstu viðskiptafréttir síðari ára enda er með samkomulaginu verið að selja bandarísku félagi fyrirtæki, sem kallað hefur verið óskabarn þjóðarinnar og var í fjölda ára stærsta félag íslensku kauphallarinnar.

Verður áfram íslenskt, allavega að hluta

Í tilkynningu um samkomulagið segir þó að evrópskar höfuðstöðvar sameinaðs félags, sem muni heita JBT Marel Corporation, verði áfram í Garðabæ. Sameinað félag verði áfram skráð í kauphöllinni í New York (e. New York Stock Exchange, NYSE) en til viðbótar verði óskað eftir tvískráningu á Nasdaq á Íslandi sem verður virk við frágang viðskiptanna. Þá muni fjórir óháðir stjórnamenn Marels fá sæti í stjórn sameinaðs félags og stjórnendur komi frá báðum félögum. 

Getur ekki tjáð sig

Tilkynning um samkomulagið er ítarleg og samkomulagið í heild sinni verður birt hér síðar í dag, að öllum líkindum við opnun markaða í Bandaríkjunum.

Arnar Þór Másson, stjórnarformaður Marels, segir í samtali við Vísi að Marel sé skráð félag og allir þurfi að búa yfir sömu upplýsingum. Því geti hann ekki tjáð sig umfram það sem haft er eftir honum í tilkynningu.


Tengdar fréttir

Sam­komu­lag í höfn um skil­­mála yfir­­töku­til­­boðs JBT í allt hluta­­fé í Marel

Marel hefur undirritað samkomulag við John Bean Technologies Corporation (JBT) um helstu skilmála í tengslum við fyrirhugað yfirtökutilboð í allt útistandandi hlutafé í Marel, líkt og áður hefur verið tilkynnt um. Yfirtökutilboðið, sem felur í sér valfrjálst yfirtökutilboð á verðinu 3,60 evrur á hlut, verði lagt fram í maí næstkomandi og gert ráð fyrir að viðskiptin verði frágengin fyrir árslok.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×