Messenger gerir fjölmarga gráhærða Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2024 14:01 Eins og fjölmargir aðrir hefur Arnar Eggert lent í brasi með Messenger, sem er fyrir löngu orðinn gersamlega ómissandi í samskiptum fólks. vísir/samsett Arnar Eggert Thoroddson, sem er með doktorspróf í rokki og dægurmenningu, hefur eins og svo margir lent í basli með Messenger-forritið að undanförnu. Ef svo ólíklega vill til að einhver viti ekki hvað Messenger er þá er um að ræða spjallforrit sem tengt er við Facebook og þúsundir nota fyrir skilaboð og ýmis önnur samskipti. Eins og nafnið reyndar gefur til kynna. Vandinn er sá að hlaupin er óþekkt af umtalsverðri gráðu í forritið sem er að gera ýmsa gráhærða. Þeirra á meðal Arnar Eggert. „Djöfull er Messenger furðulegur,“ segir Arnar Eggert og dæsir yfir þessu forriti. „Ef maður flettir upp manneskju sem maður er í sambandi við mjög reglulega kemur hún ekki. Og ekki hægt að fletta í samtölum eftir end-to-end breytinguna. Þannig lagað,“ segir Arnar Eggert og er ekki kátur. „Algjört rugl!“ Messenger afar vinsæll á Íslandi Arnar notar Messenger mikið eins og svo margir Íslendingar gera. „Sem skilaboðaskjóðu, samblandi af sms og símtali, eins og þú veist,“ segir Arnar Eggert og rifjar upp viðtal sem hann átti við blaðamann Vísis. Það fór alfarið fram í gegn um Messenger. „Einhverjir kvarta vissulega undan áreiti en þarna ertu í sambandi við annað fólk. Það er sérstakt þegar Menssenger er kominn í þennan hnút. Þetta gerðist eftir að þeir breyttu læsingu og þá er orðið erfitt að fletta upp í gömlum skilaboðum.“ Arnar Eggert fór á stúfana og fletti upp á netinu og komst að því að margir eru í standandi vandræðum, þeir eru með fullt af skýrslum inni á Messenger og ná þeim ekki út. Hann segir þetta auðvitað óvarlegt, að umgangast mikilvæg gögn með þessum hætti en þarna eru menn með ýmislegt inni sem þeir mega illa missa. Meta eins og púkinn á fjósbitanum Arnar segist sjálfur nota þetta til að mynda þegar hann þarf að eiga í samskiptum við tónlistarmenn sem staddir eru erlendis, hann er kannski að skrifa pistil og skutlar á þá þremur spurningum og biður um að svara. „Svo getur verið flæði í samtali á Messenger, þetta er oft rauntímaspjall, þægileg og fljótleg leið. Nemendur hafa verið að senda mér heilu BA-ritgerðirnar um Messenger.“ Arnar Eggert segir það áhyggjuefni þegar fyrirtæki eru orðin eins ráðandi á markaði og Meta er, að þá sé eins og þeir vilji kasta til höndunum með hitt og þetta og komast upp með það. Því hvert eigi menn svo sem að fara annað. Þetta sé fákeppni. „Það er bara einn pizzustaður uppi á horni og ef þeir klikka hvert eiga menn þá að fara? Þeir eru að fitna eins og púkinn á fjósbitanum. Þetta er mjög sérstakt því þetta er notað einsog símalína og mjög algent á Íslandi.“ Meta Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Sjá meira
Ef svo ólíklega vill til að einhver viti ekki hvað Messenger er þá er um að ræða spjallforrit sem tengt er við Facebook og þúsundir nota fyrir skilaboð og ýmis önnur samskipti. Eins og nafnið reyndar gefur til kynna. Vandinn er sá að hlaupin er óþekkt af umtalsverðri gráðu í forritið sem er að gera ýmsa gráhærða. Þeirra á meðal Arnar Eggert. „Djöfull er Messenger furðulegur,“ segir Arnar Eggert og dæsir yfir þessu forriti. „Ef maður flettir upp manneskju sem maður er í sambandi við mjög reglulega kemur hún ekki. Og ekki hægt að fletta í samtölum eftir end-to-end breytinguna. Þannig lagað,“ segir Arnar Eggert og er ekki kátur. „Algjört rugl!“ Messenger afar vinsæll á Íslandi Arnar notar Messenger mikið eins og svo margir Íslendingar gera. „Sem skilaboðaskjóðu, samblandi af sms og símtali, eins og þú veist,“ segir Arnar Eggert og rifjar upp viðtal sem hann átti við blaðamann Vísis. Það fór alfarið fram í gegn um Messenger. „Einhverjir kvarta vissulega undan áreiti en þarna ertu í sambandi við annað fólk. Það er sérstakt þegar Menssenger er kominn í þennan hnút. Þetta gerðist eftir að þeir breyttu læsingu og þá er orðið erfitt að fletta upp í gömlum skilaboðum.“ Arnar Eggert fór á stúfana og fletti upp á netinu og komst að því að margir eru í standandi vandræðum, þeir eru með fullt af skýrslum inni á Messenger og ná þeim ekki út. Hann segir þetta auðvitað óvarlegt, að umgangast mikilvæg gögn með þessum hætti en þarna eru menn með ýmislegt inni sem þeir mega illa missa. Meta eins og púkinn á fjósbitanum Arnar segist sjálfur nota þetta til að mynda þegar hann þarf að eiga í samskiptum við tónlistarmenn sem staddir eru erlendis, hann er kannski að skrifa pistil og skutlar á þá þremur spurningum og biður um að svara. „Svo getur verið flæði í samtali á Messenger, þetta er oft rauntímaspjall, þægileg og fljótleg leið. Nemendur hafa verið að senda mér heilu BA-ritgerðirnar um Messenger.“ Arnar Eggert segir það áhyggjuefni þegar fyrirtæki eru orðin eins ráðandi á markaði og Meta er, að þá sé eins og þeir vilji kasta til höndunum með hitt og þetta og komast upp með það. Því hvert eigi menn svo sem að fara annað. Þetta sé fákeppni. „Það er bara einn pizzustaður uppi á horni og ef þeir klikka hvert eiga menn þá að fara? Þeir eru að fitna eins og púkinn á fjósbitanum. Þetta er mjög sérstakt því þetta er notað einsog símalína og mjög algent á Íslandi.“
Meta Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Sjá meira