Messenger gerir fjölmarga gráhærða Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2024 14:01 Eins og fjölmargir aðrir hefur Arnar Eggert lent í brasi með Messenger, sem er fyrir löngu orðinn gersamlega ómissandi í samskiptum fólks. vísir/samsett Arnar Eggert Thoroddson, sem er með doktorspróf í rokki og dægurmenningu, hefur eins og svo margir lent í basli með Messenger-forritið að undanförnu. Ef svo ólíklega vill til að einhver viti ekki hvað Messenger er þá er um að ræða spjallforrit sem tengt er við Facebook og þúsundir nota fyrir skilaboð og ýmis önnur samskipti. Eins og nafnið reyndar gefur til kynna. Vandinn er sá að hlaupin er óþekkt af umtalsverðri gráðu í forritið sem er að gera ýmsa gráhærða. Þeirra á meðal Arnar Eggert. „Djöfull er Messenger furðulegur,“ segir Arnar Eggert og dæsir yfir þessu forriti. „Ef maður flettir upp manneskju sem maður er í sambandi við mjög reglulega kemur hún ekki. Og ekki hægt að fletta í samtölum eftir end-to-end breytinguna. Þannig lagað,“ segir Arnar Eggert og er ekki kátur. „Algjört rugl!“ Messenger afar vinsæll á Íslandi Arnar notar Messenger mikið eins og svo margir Íslendingar gera. „Sem skilaboðaskjóðu, samblandi af sms og símtali, eins og þú veist,“ segir Arnar Eggert og rifjar upp viðtal sem hann átti við blaðamann Vísis. Það fór alfarið fram í gegn um Messenger. „Einhverjir kvarta vissulega undan áreiti en þarna ertu í sambandi við annað fólk. Það er sérstakt þegar Menssenger er kominn í þennan hnút. Þetta gerðist eftir að þeir breyttu læsingu og þá er orðið erfitt að fletta upp í gömlum skilaboðum.“ Arnar Eggert fór á stúfana og fletti upp á netinu og komst að því að margir eru í standandi vandræðum, þeir eru með fullt af skýrslum inni á Messenger og ná þeim ekki út. Hann segir þetta auðvitað óvarlegt, að umgangast mikilvæg gögn með þessum hætti en þarna eru menn með ýmislegt inni sem þeir mega illa missa. Meta eins og púkinn á fjósbitanum Arnar segist sjálfur nota þetta til að mynda þegar hann þarf að eiga í samskiptum við tónlistarmenn sem staddir eru erlendis, hann er kannski að skrifa pistil og skutlar á þá þremur spurningum og biður um að svara. „Svo getur verið flæði í samtali á Messenger, þetta er oft rauntímaspjall, þægileg og fljótleg leið. Nemendur hafa verið að senda mér heilu BA-ritgerðirnar um Messenger.“ Arnar Eggert segir það áhyggjuefni þegar fyrirtæki eru orðin eins ráðandi á markaði og Meta er, að þá sé eins og þeir vilji kasta til höndunum með hitt og þetta og komast upp með það. Því hvert eigi menn svo sem að fara annað. Þetta sé fákeppni. „Það er bara einn pizzustaður uppi á horni og ef þeir klikka hvert eiga menn þá að fara? Þeir eru að fitna eins og púkinn á fjósbitanum. Þetta er mjög sérstakt því þetta er notað einsog símalína og mjög algent á Íslandi.“ Meta Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Ef svo ólíklega vill til að einhver viti ekki hvað Messenger er þá er um að ræða spjallforrit sem tengt er við Facebook og þúsundir nota fyrir skilaboð og ýmis önnur samskipti. Eins og nafnið reyndar gefur til kynna. Vandinn er sá að hlaupin er óþekkt af umtalsverðri gráðu í forritið sem er að gera ýmsa gráhærða. Þeirra á meðal Arnar Eggert. „Djöfull er Messenger furðulegur,“ segir Arnar Eggert og dæsir yfir þessu forriti. „Ef maður flettir upp manneskju sem maður er í sambandi við mjög reglulega kemur hún ekki. Og ekki hægt að fletta í samtölum eftir end-to-end breytinguna. Þannig lagað,“ segir Arnar Eggert og er ekki kátur. „Algjört rugl!“ Messenger afar vinsæll á Íslandi Arnar notar Messenger mikið eins og svo margir Íslendingar gera. „Sem skilaboðaskjóðu, samblandi af sms og símtali, eins og þú veist,“ segir Arnar Eggert og rifjar upp viðtal sem hann átti við blaðamann Vísis. Það fór alfarið fram í gegn um Messenger. „Einhverjir kvarta vissulega undan áreiti en þarna ertu í sambandi við annað fólk. Það er sérstakt þegar Menssenger er kominn í þennan hnút. Þetta gerðist eftir að þeir breyttu læsingu og þá er orðið erfitt að fletta upp í gömlum skilaboðum.“ Arnar Eggert fór á stúfana og fletti upp á netinu og komst að því að margir eru í standandi vandræðum, þeir eru með fullt af skýrslum inni á Messenger og ná þeim ekki út. Hann segir þetta auðvitað óvarlegt, að umgangast mikilvæg gögn með þessum hætti en þarna eru menn með ýmislegt inni sem þeir mega illa missa. Meta eins og púkinn á fjósbitanum Arnar segist sjálfur nota þetta til að mynda þegar hann þarf að eiga í samskiptum við tónlistarmenn sem staddir eru erlendis, hann er kannski að skrifa pistil og skutlar á þá þremur spurningum og biður um að svara. „Svo getur verið flæði í samtali á Messenger, þetta er oft rauntímaspjall, þægileg og fljótleg leið. Nemendur hafa verið að senda mér heilu BA-ritgerðirnar um Messenger.“ Arnar Eggert segir það áhyggjuefni þegar fyrirtæki eru orðin eins ráðandi á markaði og Meta er, að þá sé eins og þeir vilji kasta til höndunum með hitt og þetta og komast upp með það. Því hvert eigi menn svo sem að fara annað. Þetta sé fákeppni. „Það er bara einn pizzustaður uppi á horni og ef þeir klikka hvert eiga menn þá að fara? Þeir eru að fitna eins og púkinn á fjósbitanum. Þetta er mjög sérstakt því þetta er notað einsog símalína og mjög algent á Íslandi.“
Meta Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira