Uppgjörið: KA - HK 1-1 | Sterkt stig HK-inga fyrir norðan Árni Gísli Magnússon skrifar 7. apríl 2024 15:22 Vísir/Hulda Margrét KA og HK skildu jöfn á Greifavellinum á Akureyri í dag í fyrstu umferð Bestu deildar karla, lokatölur 1-1. Það hefur snjóað mikið fyrir norðan og voru aðstæður því ekki eins og best á er kosið en völlurinn kom þó nokkuð vel út eftir allt saman. Rodri kom heimamönnum í forystu á áttundu mínútu þegar hann skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Bjarna Aðalsteinssyni. Á 20. mínútu jöfnuðu gestirnir þegar boltinn skoppaði inni í markteig eftir aukaspyrnu og hinn hávaxni Atli Þór Jónasson skallaði boltann í netið af mjög stuttu færi. Andri Fannar Stefánsson fékk dauðafæri undir blálok fyrri hálfleiks en Arnar Freyr sá við honum í marki FH. KA reyndi að sækja stigin þrjú í síðari hálfleik og náðu að skapa sér nokkur mjög góð færi en Arnar Freyr í marki HK varði frábærlega í tvígang í einn á einn stöðu. Þá hótaði HK einnig að marki KA í skyndisóknum sínum en að lokum skipu liðin stigunum á milli sín. Atvik leiksins Það verður að vera þegar Viðar Örn Kjartansson mætti til leiks á 75. mínútu og markaði endurkomu sína í Bestu deildina. Stjörnur og skúrkar Arnar Freyr Ólafsson var maður leiksins en hann varði í allavega þrjú skipti dauðafæri og átti heilt yfir mjög góðan leik.Leifur Andri Leifsson, fyrirliði, stóð vaktina vel í vörninni og Atli Þór Jónasson var erfiður viðureignar ásamt því auðvitað að skora. Í liði KA stóð Daníel Hafsteinson helst upp úr en leikur KA liðsins snýst oft mikið í kringum hann, sérstaklega í fjarveru Hallgríms Mars. Það mætti nefna Kristijan Jajalo sem skúrkinn sem hefði getað sýnt meiri ákveðni í marki HK og komið boltanum frá áður en hann skoppaði en honum til varnar var mikið af leikmönnum fyrir framan hann. Þá var tilraun Ingimars Stöle til að hreinsa boltann frá rétt á undan ekki góð og gerði þetta mark mögulegt. Dómarinn Hef í raun ekkert út á Helga Mikael að setja í dag sem dæmdi þennan leik vel og að mínu mati gerði rétt í að dæma ekki aukaspyrnu á HK þegar þeir skora eftir klafs í teignum. Ég ætla því að hrósa honum fyrir flottan leik, enda á hann það svo sannarlega skilið. Stemming og umgjörð KA menn hafa unnið dag og nótt að því að gera völlinn leikfæran vegna snjós og eiga hrós skilið. Ótrúlegt magn af snjó hefur fallið á Akureyri síðan fyrir páska og því mikið verk að hreinsa bæði völlinn og stúkuna. Hamborgarasalan var á sínum stað þrátt fyrir snjókomu og kulda og nokkuð vel mætt í stúkuna miðað við allt. „Kom ekki til greina að tapa þessum leik“ Ómar Ingi Guðmundsson er þjálfari HK.Vísir/Hulda Margrét Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var ánægður með að sækja stig norður á Akureyri þegar lið hans mætti KA í fyrstu umferð Bestu deildarinnar en lokatölur urðu 1-1. „Ég held að við getum verið sáttir við stigið miðað við allt; átta tíma rútuferð í gær og undirbúninginn og veðrið og óvissu á einhverjum tímapunkti þá held ég að frammistaðan og vinnslan í okkur verðskuldi allavega stig þannig við verðum að taka því og halda áfram.“ HK liðið lá nokkuð aftarlega á vellinum í upphafi og KA skorar snemma. Leikurinn jafnast svo meira út þegar HK jafnar eftir tuttugu mínútna leik. „Við byrjuðum varfærnislega og vorum að reyna að þreifa aðeins og átta okkur á þeim. Maður skreppur ekkert hingað að horfa á þá spila á undirbúningstímabilinu þannig við gáfum okkur smá tíma og stígum upp en við gáfum aðeins og mikið af færum á okkur eftir það finnst mér líka þannig við þurfum að stíga betur upp þegar við gerum það heldur en við gerðum í dag. Arnar (Freyr Ólafsson) átti of mikið af risamómentum sem við eigum ekki að þurfa að lenda í.“ „Ánægður með hugarfarið í liðinu“ Arnar Freyr átti stórleik í dag og má færa rök fyrir því að hann hafi bjargað stigi fyrir HK í dag. „Það má alveg segja það. Ég held að hann hafi allavega einróma verið maður leiksins í dag sem er frábært og sterkt fyrir hann að byrja svona. Hann er bara hörku markmaður og á svona daga og það er bara frábært að við höfum fengið svona dag frá honum í dag.“ Hvað ertu ánægður með í dag? Ég er bara ánægður með hugarfarið í liðinu. Við bárum virðingu fyrir því að við þyrftum að verjast á löngum köflum og létum það ekki fara í taugarnar okkur og mér fannst við gera það vel. Mér fannst við leggja okkur alveg gríðarlega mikið fram í leiknum og mér fannst ég sjá það í hugarfarinu að það kom ekki til greina að tapa þessum leik og vinnuframlagið hjá leikmönnunum bara mjög gott og hvernig þeir tóku á öllu sem dundi á þeim.“ Arnþór Ari Atlason meiddist lítillega í fyrri hálfleik og þurfti svo að fara út af snemma í síðari hálfleik. Ómar vonar að meiðslin séu lítilsháttar. „Hann allavega var ekki það slæmur að hann vildi láta reyna á þetta en vonandi bara nær þetta að jafna sig á þessari viku en að sama skapi komum við Atla Arnarsyni aftur inn eftir langa fjarveru þannig það er gott að eiga hann inni.“ Besta deild karla HK KA
KA og HK skildu jöfn á Greifavellinum á Akureyri í dag í fyrstu umferð Bestu deildar karla, lokatölur 1-1. Það hefur snjóað mikið fyrir norðan og voru aðstæður því ekki eins og best á er kosið en völlurinn kom þó nokkuð vel út eftir allt saman. Rodri kom heimamönnum í forystu á áttundu mínútu þegar hann skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Bjarna Aðalsteinssyni. Á 20. mínútu jöfnuðu gestirnir þegar boltinn skoppaði inni í markteig eftir aukaspyrnu og hinn hávaxni Atli Þór Jónasson skallaði boltann í netið af mjög stuttu færi. Andri Fannar Stefánsson fékk dauðafæri undir blálok fyrri hálfleiks en Arnar Freyr sá við honum í marki FH. KA reyndi að sækja stigin þrjú í síðari hálfleik og náðu að skapa sér nokkur mjög góð færi en Arnar Freyr í marki HK varði frábærlega í tvígang í einn á einn stöðu. Þá hótaði HK einnig að marki KA í skyndisóknum sínum en að lokum skipu liðin stigunum á milli sín. Atvik leiksins Það verður að vera þegar Viðar Örn Kjartansson mætti til leiks á 75. mínútu og markaði endurkomu sína í Bestu deildina. Stjörnur og skúrkar Arnar Freyr Ólafsson var maður leiksins en hann varði í allavega þrjú skipti dauðafæri og átti heilt yfir mjög góðan leik.Leifur Andri Leifsson, fyrirliði, stóð vaktina vel í vörninni og Atli Þór Jónasson var erfiður viðureignar ásamt því auðvitað að skora. Í liði KA stóð Daníel Hafsteinson helst upp úr en leikur KA liðsins snýst oft mikið í kringum hann, sérstaklega í fjarveru Hallgríms Mars. Það mætti nefna Kristijan Jajalo sem skúrkinn sem hefði getað sýnt meiri ákveðni í marki HK og komið boltanum frá áður en hann skoppaði en honum til varnar var mikið af leikmönnum fyrir framan hann. Þá var tilraun Ingimars Stöle til að hreinsa boltann frá rétt á undan ekki góð og gerði þetta mark mögulegt. Dómarinn Hef í raun ekkert út á Helga Mikael að setja í dag sem dæmdi þennan leik vel og að mínu mati gerði rétt í að dæma ekki aukaspyrnu á HK þegar þeir skora eftir klafs í teignum. Ég ætla því að hrósa honum fyrir flottan leik, enda á hann það svo sannarlega skilið. Stemming og umgjörð KA menn hafa unnið dag og nótt að því að gera völlinn leikfæran vegna snjós og eiga hrós skilið. Ótrúlegt magn af snjó hefur fallið á Akureyri síðan fyrir páska og því mikið verk að hreinsa bæði völlinn og stúkuna. Hamborgarasalan var á sínum stað þrátt fyrir snjókomu og kulda og nokkuð vel mætt í stúkuna miðað við allt. „Kom ekki til greina að tapa þessum leik“ Ómar Ingi Guðmundsson er þjálfari HK.Vísir/Hulda Margrét Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var ánægður með að sækja stig norður á Akureyri þegar lið hans mætti KA í fyrstu umferð Bestu deildarinnar en lokatölur urðu 1-1. „Ég held að við getum verið sáttir við stigið miðað við allt; átta tíma rútuferð í gær og undirbúninginn og veðrið og óvissu á einhverjum tímapunkti þá held ég að frammistaðan og vinnslan í okkur verðskuldi allavega stig þannig við verðum að taka því og halda áfram.“ HK liðið lá nokkuð aftarlega á vellinum í upphafi og KA skorar snemma. Leikurinn jafnast svo meira út þegar HK jafnar eftir tuttugu mínútna leik. „Við byrjuðum varfærnislega og vorum að reyna að þreifa aðeins og átta okkur á þeim. Maður skreppur ekkert hingað að horfa á þá spila á undirbúningstímabilinu þannig við gáfum okkur smá tíma og stígum upp en við gáfum aðeins og mikið af færum á okkur eftir það finnst mér líka þannig við þurfum að stíga betur upp þegar við gerum það heldur en við gerðum í dag. Arnar (Freyr Ólafsson) átti of mikið af risamómentum sem við eigum ekki að þurfa að lenda í.“ „Ánægður með hugarfarið í liðinu“ Arnar Freyr átti stórleik í dag og má færa rök fyrir því að hann hafi bjargað stigi fyrir HK í dag. „Það má alveg segja það. Ég held að hann hafi allavega einróma verið maður leiksins í dag sem er frábært og sterkt fyrir hann að byrja svona. Hann er bara hörku markmaður og á svona daga og það er bara frábært að við höfum fengið svona dag frá honum í dag.“ Hvað ertu ánægður með í dag? Ég er bara ánægður með hugarfarið í liðinu. Við bárum virðingu fyrir því að við þyrftum að verjast á löngum köflum og létum það ekki fara í taugarnar okkur og mér fannst við gera það vel. Mér fannst við leggja okkur alveg gríðarlega mikið fram í leiknum og mér fannst ég sjá það í hugarfarinu að það kom ekki til greina að tapa þessum leik og vinnuframlagið hjá leikmönnunum bara mjög gott og hvernig þeir tóku á öllu sem dundi á þeim.“ Arnþór Ari Atlason meiddist lítillega í fyrri hálfleik og þurfti svo að fara út af snemma í síðari hálfleik. Ómar vonar að meiðslin séu lítilsháttar. „Hann allavega var ekki það slæmur að hann vildi láta reyna á þetta en vonandi bara nær þetta að jafna sig á þessari viku en að sama skapi komum við Atla Arnarsyni aftur inn eftir langa fjarveru þannig það er gott að eiga hann inni.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti