Þetta segir í dagbókarfærslu lögreglu fyrir gærkvöldið og nóttina. Þar segir að fimm gisti fangageymslur eftir nóttina. Meðal verkefna hafi verið að hafa afskipti af manni sem hafði brotið rúðu í Hafnarfirði. Sá sé grunaður um fleiri skemmdarverk og hafi verið óviðræðuhæfur. Hann hafi fengið að gista hjá lögreglu þar til ástand hans skánar.
Þá hafi verið tilkynnt um yfirstandandi innbrot í tónlistarhús í miðborginni. Meira hafi ekki verið vitað um málið þegar dagbókarfærslan var skrifuð.