Gylfi að nálgast sitt besta form: „Ég treysti mér alltaf í 90“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. apríl 2024 07:01 Gylfi Þór Sigurðsson er klár í slaginn. Vísir/Ívar Gylfi Þór Sigurðsson er klár í slaginn með Valsmönnum í Bestu-deild karla sem hófst með leik Víkings og Stjörnunnar í gær. Valur tekur á móti ÍA í fyrstu umferð í dag. „Ég er mjög spenntur fyrir bæði leiknum og sumrinu. Það er frábært að tímabilið sé loksins að hefjast. Ég bara hlakka mikið til og er mjög spenntur eins og örugglega flestir sem eru að fylgjast með deildinni,“ sagði Gylfi Þór eftir blaðamannafund Vals sem haldinn var á föstudaginn. Valsliðið mætir ÍA í fyrsta leik og fær þar tækifæri til að hefna fyrir tapið gegn Skagamönnum í Lengjubikarnum á dögunum. Þar hafði ÍA betur í vítaspyrnukeppni. „Það var reyndar jafntefli og síðan fór það í vító,“ sagði Gylfi léttur. „En oft þegar lið eru að koma upp um deild þá hafa þau engu að tapa og þetta verður bara hörkuleikur. Við vitum hvernig þeir spila og hverjir þeirra styrkleikar eru. Þeir eru með mjög góða liðsheild og verjast mjög vel þannig ég býst við mjög erfiðum leik.“ „Það er bara undir okkur komið núna að sýna hversu góðir við erum og hversu góða leikmenn við erum með. Það þarf bara að byrja núna á sunnudaginn.“ „Komið á óvart hversu vel líkaminn hefur brugðist við“ Gylfi var í byrjunarliði Vals þegar liðið mætti Víkingum í Meistarakeppni KSÍ, en var tekinn af veli í hálfleik. Hann segir skrokkinn í nokkuð góðu standi, en að hann hafi fundið fyrir smá eymslum. „Ég fann smá fyrir þessu daginn eftir. Planið var alltaf að spila 45 mínútur og það kannski hjálpaði ekki til að það var svolítið kalt. En ég er bara í fínum málum núna og það hefur eiginlega bara komið á óvart hversu vel líkaminn hefur brugðist við gervigrasinu og kuldanum. Það er búið að vera frekar kalt síðustu vikur síðan ég kom heim.“ „En mér líður bara mjög vel og næstu vikur fara bara í það að bæta við mínútum og reyna að spila lengur og lengur fyrstu 2-3 leikina. Það styttist í að ég komist í toppform.“ Klippa: Gylfi að nálgast sitt besta form: Ég treysti mér alltaf í 90 Sjálfur segist Gylfi treysta sér í að spila allan leikinn í dag, en það sé kannski ekki undir honum einum komið. „Ég treysti mér alltaf í 90, en ég veit ekki hvort það væri skynsamlegt. Við erum auðvitað búnir að hugsa mjög vel um þetta síðustu vikur, bæði álag á æfingum og svo að spila 20 og svo 30 að mig minnir og svo 45 á móti Víking í síðasta leik. Þannig við vonandi náum að bæta aðeins við það og svo bara sjáum við hvernig líkaminn bregst við og ef allt er gott þá vonandi bætum við enn meira við fyrir næsta leik.“ Finnur ekki fyrir pressu Mikið hefur verið rætt og ritað um komu Gylfa til Vals, enda er líklega um að ræða ein stærstu tíðindi í sögu efstu deildar á Íslandi. Hann segist þó ekki finna fyrir mikilli pressu. „Nei, ekki þannig séð. Ég held að pressan hjá mér og öllum í hópnum og í kringum klúbbinn snúist um að vinna deildina. Það er ekkert auðvelt og það er margt sem þarf að ganga upp. Þetta er langt tímabil og ætli það verði ekki litlu hlutirnir og litlu smáatriðin sem skilja að þegar verður flautað til loka tímabilsins,“ sagði Gylfi. „Þetta verður örugglega mjög jafnt og það eru mörg lið sem eru mjög góð og eru búin að styrkja sig mjög mikið, en persónulega held ég að ég finni ekki fyrir neinni pressu. Ég held að það sé bara jákvætt að hafa smá pressu á okkur. Það bara keyrir mann áfram,“ sagði Gylfi að lokum. Það var létt yfir mönnum á blaðamannafundi Vals.Vísir/Ívar Besta deild karla Valur ÍA Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Sjá meira
„Ég er mjög spenntur fyrir bæði leiknum og sumrinu. Það er frábært að tímabilið sé loksins að hefjast. Ég bara hlakka mikið til og er mjög spenntur eins og örugglega flestir sem eru að fylgjast með deildinni,“ sagði Gylfi Þór eftir blaðamannafund Vals sem haldinn var á föstudaginn. Valsliðið mætir ÍA í fyrsta leik og fær þar tækifæri til að hefna fyrir tapið gegn Skagamönnum í Lengjubikarnum á dögunum. Þar hafði ÍA betur í vítaspyrnukeppni. „Það var reyndar jafntefli og síðan fór það í vító,“ sagði Gylfi léttur. „En oft þegar lið eru að koma upp um deild þá hafa þau engu að tapa og þetta verður bara hörkuleikur. Við vitum hvernig þeir spila og hverjir þeirra styrkleikar eru. Þeir eru með mjög góða liðsheild og verjast mjög vel þannig ég býst við mjög erfiðum leik.“ „Það er bara undir okkur komið núna að sýna hversu góðir við erum og hversu góða leikmenn við erum með. Það þarf bara að byrja núna á sunnudaginn.“ „Komið á óvart hversu vel líkaminn hefur brugðist við“ Gylfi var í byrjunarliði Vals þegar liðið mætti Víkingum í Meistarakeppni KSÍ, en var tekinn af veli í hálfleik. Hann segir skrokkinn í nokkuð góðu standi, en að hann hafi fundið fyrir smá eymslum. „Ég fann smá fyrir þessu daginn eftir. Planið var alltaf að spila 45 mínútur og það kannski hjálpaði ekki til að það var svolítið kalt. En ég er bara í fínum málum núna og það hefur eiginlega bara komið á óvart hversu vel líkaminn hefur brugðist við gervigrasinu og kuldanum. Það er búið að vera frekar kalt síðustu vikur síðan ég kom heim.“ „En mér líður bara mjög vel og næstu vikur fara bara í það að bæta við mínútum og reyna að spila lengur og lengur fyrstu 2-3 leikina. Það styttist í að ég komist í toppform.“ Klippa: Gylfi að nálgast sitt besta form: Ég treysti mér alltaf í 90 Sjálfur segist Gylfi treysta sér í að spila allan leikinn í dag, en það sé kannski ekki undir honum einum komið. „Ég treysti mér alltaf í 90, en ég veit ekki hvort það væri skynsamlegt. Við erum auðvitað búnir að hugsa mjög vel um þetta síðustu vikur, bæði álag á æfingum og svo að spila 20 og svo 30 að mig minnir og svo 45 á móti Víking í síðasta leik. Þannig við vonandi náum að bæta aðeins við það og svo bara sjáum við hvernig líkaminn bregst við og ef allt er gott þá vonandi bætum við enn meira við fyrir næsta leik.“ Finnur ekki fyrir pressu Mikið hefur verið rætt og ritað um komu Gylfa til Vals, enda er líklega um að ræða ein stærstu tíðindi í sögu efstu deildar á Íslandi. Hann segist þó ekki finna fyrir mikilli pressu. „Nei, ekki þannig séð. Ég held að pressan hjá mér og öllum í hópnum og í kringum klúbbinn snúist um að vinna deildina. Það er ekkert auðvelt og það er margt sem þarf að ganga upp. Þetta er langt tímabil og ætli það verði ekki litlu hlutirnir og litlu smáatriðin sem skilja að þegar verður flautað til loka tímabilsins,“ sagði Gylfi. „Þetta verður örugglega mjög jafnt og það eru mörg lið sem eru mjög góð og eru búin að styrkja sig mjög mikið, en persónulega held ég að ég finni ekki fyrir neinni pressu. Ég held að það sé bara jákvætt að hafa smá pressu á okkur. Það bara keyrir mann áfram,“ sagði Gylfi að lokum. Það var létt yfir mönnum á blaðamannafundi Vals.Vísir/Ívar
Besta deild karla Valur ÍA Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Sjá meira