Deildarmyrkvi á sólu á morgun Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. apríl 2024 09:34 Deildarmyrkvi á sólu mun sjást frá landinu öllu seinni partinn á morgun. EPA/Rodrigo Sura Á morgun, mánudaginn 8. apríl, mun sjást deildarmyrkvi á sólu frá öllu landinu, ef veður leyfir. Frá Reykjavík sést allur myrkvinn. Tunglið kemur til með að hylja um og yfir fjörutíu prósent sólarinnar frá Íslandi séð en í Mexíkó, Bandaríkjunum og Kanada verður almyrkvi. Á Stjörnufræðivefnum kemur fram að sólmyrkvinn hefjist klukkan tíu mínútur í sjö að kvöldi til þegar sól er lágt á lofti í vestri. Hann nær svo hámarki um tuttugu mínútur í átta en er þá aðeins tæpum sex gráðum yfir sjóndeildarhring. Háar byggingar eða tré gæti skyggt á. Hér sést ferill alskuggans í Norður-Ameríku.Sky and Telescope Eins og fram kom sést almyrkvi í Mexíkó, Bandaríkjunum og Kanada sem hefst við sólarupprás í suðurhluta Kyrrahafsins klukkan tuttugu mínútur í fimm að íslenskum tíma. Hann nemur fyrst land á meginlandi Ameríku í Mexíkó um sex leytið og er mestur og lengstur til sautján mínútur yfir sex að kvöldi. Hann stendur yfir í fjórar mínútur og 28 sekúndur. Neyðarástand vegna aðsóknar í Bandaríkjunum „Á almyrkvaslóðinni búa yfir fjörutíu milljónir manna og búist er við að margar milljónir í viðbót muni ferðast inn í slóðina sem er 185 km breið. Víða í Texas, þar sem veðurútlitið er best, er búist við slíkum fjölda ferðafólks og umferðaröngþveiti að lýst hefur verið yfir neyðarástandi vegna þess,“ kemur fram á Stjörnufræðivefnum. Neyðarástandið sem minnst er á er það að borgir í Texas eru að gera ráð fyrir mörghundruð þúsund manna stjörnufræðingahjörð á morgun. Hótel og gistihús eru nánast alls staðar uppbókuð á ferli alskuggans. Búist er við umferðarteppum, eldsneytisskorti og örtröð á veitingahúsum, sjúkrahúsum og matvöruverslunum fylkisins. Almyrkvi í Reykjavík 2026 Við Íslendingar verðum hins vegar ekki lengi útundan. Þann 12. ágúst 2026 verður almyrkvi sjáanlegur frá vestasta hluta Íslands, Reykjavík meðtaldri. Það verður jafnframt fyrsti almyrkvinn sem sést frá Reykjavík síðan 17. júní árið 1433. „Undirbúningur er þegar hafinn og verða opnaðir sérstakir vefir, eclipse2026.is og solmyrkvi2026.is þar sem finna má allar helstu upplýsingar um almyrkvann, kort, veður og fleira.“ Geimurinn Sólin Tunglið Almyrkvi 12. ágúst 2026 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Á Stjörnufræðivefnum kemur fram að sólmyrkvinn hefjist klukkan tíu mínútur í sjö að kvöldi til þegar sól er lágt á lofti í vestri. Hann nær svo hámarki um tuttugu mínútur í átta en er þá aðeins tæpum sex gráðum yfir sjóndeildarhring. Háar byggingar eða tré gæti skyggt á. Hér sést ferill alskuggans í Norður-Ameríku.Sky and Telescope Eins og fram kom sést almyrkvi í Mexíkó, Bandaríkjunum og Kanada sem hefst við sólarupprás í suðurhluta Kyrrahafsins klukkan tuttugu mínútur í fimm að íslenskum tíma. Hann nemur fyrst land á meginlandi Ameríku í Mexíkó um sex leytið og er mestur og lengstur til sautján mínútur yfir sex að kvöldi. Hann stendur yfir í fjórar mínútur og 28 sekúndur. Neyðarástand vegna aðsóknar í Bandaríkjunum „Á almyrkvaslóðinni búa yfir fjörutíu milljónir manna og búist er við að margar milljónir í viðbót muni ferðast inn í slóðina sem er 185 km breið. Víða í Texas, þar sem veðurútlitið er best, er búist við slíkum fjölda ferðafólks og umferðaröngþveiti að lýst hefur verið yfir neyðarástandi vegna þess,“ kemur fram á Stjörnufræðivefnum. Neyðarástandið sem minnst er á er það að borgir í Texas eru að gera ráð fyrir mörghundruð þúsund manna stjörnufræðingahjörð á morgun. Hótel og gistihús eru nánast alls staðar uppbókuð á ferli alskuggans. Búist er við umferðarteppum, eldsneytisskorti og örtröð á veitingahúsum, sjúkrahúsum og matvöruverslunum fylkisins. Almyrkvi í Reykjavík 2026 Við Íslendingar verðum hins vegar ekki lengi útundan. Þann 12. ágúst 2026 verður almyrkvi sjáanlegur frá vestasta hluta Íslands, Reykjavík meðtaldri. Það verður jafnframt fyrsti almyrkvinn sem sést frá Reykjavík síðan 17. júní árið 1433. „Undirbúningur er þegar hafinn og verða opnaðir sérstakir vefir, eclipse2026.is og solmyrkvi2026.is þar sem finna má allar helstu upplýsingar um almyrkvann, kort, veður og fleira.“
Geimurinn Sólin Tunglið Almyrkvi 12. ágúst 2026 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira