Mættu með unglingaliðið og gengu af velli í bikarúrslitum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. apríl 2024 07:01 U(nglingalið Fenerbache gengur af velli. Serhat Cagdas/Anadolu via Getty Images Galatasaray varð í gær tyrkneskur bikarmeistari í fótbolta. Það er þó ekki hægt að segja að liðið hafi unnið hefðbundinn sigur í bikarúrslitaleiknum. Galatasaray og Fenerbache áttust við í vægast sagt óvenjulegum úrslitaleik í tyrkneska ofurbikarnum í gær. Liðsmenn Fenerbache mótmæltu því sem þeim þykir vera ósanngjörn meðferð með því að mæta með unglingalið sitt til leiks og gengu svo af velli eftir að liðin höfðu aðeins leikið í eina mínútu. Mauro Icardi hafði þá þegar komið Galatasaray í forystu með marki eftir aðeins nokkrar sekúndur. CRAZY SCENES IN THE TURKISH SUPERCUP FINAL 🤯- Fenerbahce field their reserve team in protest against the Turkish FA's handling of recent brawl with Trabzonspor fans 🥅- Mauro Icardi scores for Galatasaray one minute into match ⚽️-Fenerbahce reserves walk off pitch in… pic.twitter.com/BFG3XOSadG— Football on TNT Sports (@footballontnt) April 7, 2024 Mikið hefur gustað um Fenerbache undanfarna daga, sérstaklega eftir að leikmenn liðsins slógust við stuðningsmenn Trabzonspor sem ruddust inn á völlinn eftir sigur Fenerbache á dögunum. Félagið ákvað í kjölfarið að greiða atkvæði um það hvort liðið yrði dregið úr tyrknesku deildarkeppninni, en stjórnarmeðlimir kusu gegn þeirri tillögu. Félagið hafði óskað eftir því að úrslitaleik gærkvöldsins yrði frestað vegna þess að Fenerbache mætir Olympiakos í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar næstkomandi fimmtudag, en því var hafnað af tyrkneska knattspyrnusambandinu. Þá hafði félagið einnig óskað eftir því að fá erlendan dómara til að dæma úrslitaleikinn gegn Galatasaray þar sem forráðamönnum Fenerbache þykir halla á sitt lið þegar tyrkneskir dómarar dæma leiki liðsins. Í mótmælaskyni ákvað Fenerbache að mæta með varaliðið sitt til leiks í úrslitaleikinn í gær og að leikmenn myndu ganga af velli eftir eina mínútu. Leikmenn sneru ekki aftur á völlinn og Galatasaray var því dæmdur 3-0 sigur. Galatasaray er því tyrkneskur bikarmeistari. Tyrkneski boltinn Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Sjá meira
Galatasaray og Fenerbache áttust við í vægast sagt óvenjulegum úrslitaleik í tyrkneska ofurbikarnum í gær. Liðsmenn Fenerbache mótmæltu því sem þeim þykir vera ósanngjörn meðferð með því að mæta með unglingalið sitt til leiks og gengu svo af velli eftir að liðin höfðu aðeins leikið í eina mínútu. Mauro Icardi hafði þá þegar komið Galatasaray í forystu með marki eftir aðeins nokkrar sekúndur. CRAZY SCENES IN THE TURKISH SUPERCUP FINAL 🤯- Fenerbahce field their reserve team in protest against the Turkish FA's handling of recent brawl with Trabzonspor fans 🥅- Mauro Icardi scores for Galatasaray one minute into match ⚽️-Fenerbahce reserves walk off pitch in… pic.twitter.com/BFG3XOSadG— Football on TNT Sports (@footballontnt) April 7, 2024 Mikið hefur gustað um Fenerbache undanfarna daga, sérstaklega eftir að leikmenn liðsins slógust við stuðningsmenn Trabzonspor sem ruddust inn á völlinn eftir sigur Fenerbache á dögunum. Félagið ákvað í kjölfarið að greiða atkvæði um það hvort liðið yrði dregið úr tyrknesku deildarkeppninni, en stjórnarmeðlimir kusu gegn þeirri tillögu. Félagið hafði óskað eftir því að úrslitaleik gærkvöldsins yrði frestað vegna þess að Fenerbache mætir Olympiakos í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar næstkomandi fimmtudag, en því var hafnað af tyrkneska knattspyrnusambandinu. Þá hafði félagið einnig óskað eftir því að fá erlendan dómara til að dæma úrslitaleikinn gegn Galatasaray þar sem forráðamönnum Fenerbache þykir halla á sitt lið þegar tyrkneskir dómarar dæma leiki liðsins. Í mótmælaskyni ákvað Fenerbache að mæta með varaliðið sitt til leiks í úrslitaleikinn í gær og að leikmenn myndu ganga af velli eftir eina mínútu. Leikmenn sneru ekki aftur á völlinn og Galatasaray var því dæmdur 3-0 sigur. Galatasaray er því tyrkneskur bikarmeistari.
Tyrkneski boltinn Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Sjá meira