„Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta voru erfiðar aðstæður“ Andri Már Eggertsson skrifar 7. apríl 2024 22:04 Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn Vísir / Hulda Margrét Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var ánægður með stigin þrjú og frammistöðu Vals í 1. umferð Bestu deildarinnar. „Mér fannst frammistaðan heilt yfir hrikalega flott. Við komum sterkir inn í leikinn og stjórnuðum honum frá upphafi til enda. Það var bara á síðustu mínútunum sem þeir fóru að þrýsta okkur niður,“ sagði Arnar Grétarsson og hélt áfram, „Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta voru erfiðar aðstæður. Það var skítakuldi, vindur og völlurinn var þurr. Það er mun erfiðara að spila fótbolta við þessar aðstæður heldur en við hefðbundnar aðstæður. Ég var ánægður með hvernig við létum boltann rúlla og við sköpuðum fullt af færum.“ Valsmenn voru einu marki yfir í hálfleik og að mati Arnars sköpuðu hans menn töluvert af færum og hefðu átt að vera með meira en eins marks forystu. „Mér fannst við skapa nóg til að skora fleiri en eitt mark. Mér fannst það halda áfram í síðari hálfleik. Ég man að Gylfi fékk ágætis færi og hann er ekki vanur því að klikka. Við fengum fullt af færum sem var jákvætt og þeir sköpuðu sér lítið og voru lítið með boltann.“ „Við erum alveg rólegir. Þetta var fyrsti leikur og er gott að vera búinn að fara í gegnum hann vegna þess að þetta eru erfiðir leikir og erfiðar aðstæður.“ Aðspurður um frammistöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar sagði Arnar að hún hafi verið mjög góð. „Mér fannst hún mjög góð og mér fannst liðið standa sig mjög vel. Mér fannst hann standa sig vel þar sem hann kom sér í nokkur fín færi og skoraði gott mark. Gylfi stóð sig vel eins og ég átti von á og við erum að upplifa á hverjum degi á æfingum. Það er bara ánægjulegt fyrir okkur að hann sé að verða betri og betri ásamt öðrum leikmönnum.“ Arnar hrósaði Patrick Pedersen sem skoraði sitt hundraðasta mark í efstu deild þegar hann kom Val yfir í fyrri hálfleik. „Það er gott að hafa hann þegar að hann er í standi. Það var gott að hann hafi byrjaði mótið á að skora. Mér finnst liðið þannig samsett að við getum fengið mörk úr mörgum áttum sem er gott að þurfa ekki að einblína á einn eða tvo leikmenn,“ sagði Arnar Grétarsson að lokum. Valur Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
„Mér fannst frammistaðan heilt yfir hrikalega flott. Við komum sterkir inn í leikinn og stjórnuðum honum frá upphafi til enda. Það var bara á síðustu mínútunum sem þeir fóru að þrýsta okkur niður,“ sagði Arnar Grétarsson og hélt áfram, „Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta voru erfiðar aðstæður. Það var skítakuldi, vindur og völlurinn var þurr. Það er mun erfiðara að spila fótbolta við þessar aðstæður heldur en við hefðbundnar aðstæður. Ég var ánægður með hvernig við létum boltann rúlla og við sköpuðum fullt af færum.“ Valsmenn voru einu marki yfir í hálfleik og að mati Arnars sköpuðu hans menn töluvert af færum og hefðu átt að vera með meira en eins marks forystu. „Mér fannst við skapa nóg til að skora fleiri en eitt mark. Mér fannst það halda áfram í síðari hálfleik. Ég man að Gylfi fékk ágætis færi og hann er ekki vanur því að klikka. Við fengum fullt af færum sem var jákvætt og þeir sköpuðu sér lítið og voru lítið með boltann.“ „Við erum alveg rólegir. Þetta var fyrsti leikur og er gott að vera búinn að fara í gegnum hann vegna þess að þetta eru erfiðir leikir og erfiðar aðstæður.“ Aðspurður um frammistöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar sagði Arnar að hún hafi verið mjög góð. „Mér fannst hún mjög góð og mér fannst liðið standa sig mjög vel. Mér fannst hann standa sig vel þar sem hann kom sér í nokkur fín færi og skoraði gott mark. Gylfi stóð sig vel eins og ég átti von á og við erum að upplifa á hverjum degi á æfingum. Það er bara ánægjulegt fyrir okkur að hann sé að verða betri og betri ásamt öðrum leikmönnum.“ Arnar hrósaði Patrick Pedersen sem skoraði sitt hundraðasta mark í efstu deild þegar hann kom Val yfir í fyrri hálfleik. „Það er gott að hafa hann þegar að hann er í standi. Það var gott að hann hafi byrjaði mótið á að skora. Mér finnst liðið þannig samsett að við getum fengið mörk úr mörgum áttum sem er gott að þurfa ekki að einblína á einn eða tvo leikmenn,“ sagði Arnar Grétarsson að lokum.
Valur Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira