„Nú sem aldrei fyrr er þörf á vitundarvakningu um dauðann og sorgina“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. apríl 2024 07:37 Alma D. Möller er landlæknir. Landlæknisembættið Landlæknir segir að fram þurfi að fara „mun meiri og dýpri umræða í samfélaginu“ um dánaraðstoð áður en menn geta farið að ræða mögulega lagasetningu. Þetta kemur fram í umsögn embættisins vegna frumvarps sem nú liggur fyrir þinginu. „Nú sem aldrei fyrr er þörf á vitundarvakningu um dauðann og sorgina til undirbúnings fyrir öll. Á árum áður, var dauðinn tíðari heimilisgestur og fyrri kynslóðir lifðu í návígi við dauðann. Með hækkandi lífaldri þjóðarinnar þarf einnig að gefa meiri gaum að meðferð við lok lífs, hvað fólk vill og vill ekki,“ segir í umsögninni. Þar segir að allar ákvarðanir er varða takmarkanir við lífslok þarfnist vandaðs og tímanlegs samtals, milli sjúklings og ástvina og sjúklings og heilbrigðisstarfsmanna. Til að skrá samtalið þurfi að koma á miðlægri skráningu, svokallaðir Lífsskrá, og unnið sé að lagastoð vegna þessa í heilbrigðisráðuneytinu. „Loks þarf að kynna og efla líknarmeðferð sem er orðin að sérgrein innan læknisfræðinnar og sem að stöðugt fleygir fram. Í langflestum tilfellum er nú hægt að veita fullnægjandi líknarmeðferð þannig að einstaklingur fái lifað og dáið með reisn. Til eru góðar leiðbeiningar um líknarmeðferð sem og skýrsla um framtíðarskipan líknarþjónustu á Íslandi þar sem fram koma tillögur sem vinna þarf að. Þetta eru brýn mál til úrlausnar áður en farið er að ræða dánaraðstoð,“ segir í umsögninni. Þess ber að geta að það er aðstoðarmaður Ölmu Möller landlæknis, Kjartan Hreinn Njálsson, sem skrifar undir umsögnina. Dánaraðstoð Heilbrigðismál Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn embættisins vegna frumvarps sem nú liggur fyrir þinginu. „Nú sem aldrei fyrr er þörf á vitundarvakningu um dauðann og sorgina til undirbúnings fyrir öll. Á árum áður, var dauðinn tíðari heimilisgestur og fyrri kynslóðir lifðu í návígi við dauðann. Með hækkandi lífaldri þjóðarinnar þarf einnig að gefa meiri gaum að meðferð við lok lífs, hvað fólk vill og vill ekki,“ segir í umsögninni. Þar segir að allar ákvarðanir er varða takmarkanir við lífslok þarfnist vandaðs og tímanlegs samtals, milli sjúklings og ástvina og sjúklings og heilbrigðisstarfsmanna. Til að skrá samtalið þurfi að koma á miðlægri skráningu, svokallaðir Lífsskrá, og unnið sé að lagastoð vegna þessa í heilbrigðisráðuneytinu. „Loks þarf að kynna og efla líknarmeðferð sem er orðin að sérgrein innan læknisfræðinnar og sem að stöðugt fleygir fram. Í langflestum tilfellum er nú hægt að veita fullnægjandi líknarmeðferð þannig að einstaklingur fái lifað og dáið með reisn. Til eru góðar leiðbeiningar um líknarmeðferð sem og skýrsla um framtíðarskipan líknarþjónustu á Íslandi þar sem fram koma tillögur sem vinna þarf að. Þetta eru brýn mál til úrlausnar áður en farið er að ræða dánaraðstoð,“ segir í umsögninni. Þess ber að geta að það er aðstoðarmaður Ölmu Möller landlæknis, Kjartan Hreinn Njálsson, sem skrifar undir umsögnina.
Dánaraðstoð Heilbrigðismál Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira