Hefur ekki lyst á að koma nálægt Eurovision Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. apríl 2024 21:22 Arnar Eggert segist fá kvíðahnút frekar en fiðrildi í magann þetta árið. Aðsend Arnar Eggert Thoroddsen tónlistarfræðingur og Eurovisionaðdáandi mun sniðganga keppnina í ár vegna þátttöku Ísraels. Hann segir tilhugsunin um Eurovision gefa honum kvíðahnút í magann. Í færslu sem hann birti á síðu sína á Facebook fyrr í kvöld fjallaði hann um samband sitt við Eurovision í gegnum árin bæði sem blaðamaður og félags- og dægurtónlistarfræðingur við Háskóla Íslands. „Ég hef verið að skrifa um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Morgunblaðið í áratugi. Reit t.d. opnugrein um fatatízkustrauma í keppninni eitt sinn, geri aðrir betur!“ skrifar Arnar. Hann segist vera afar fylgjandi keppninni og segir að það sé „hreinlega sálarupplyftandi að hlusta á misgóð popplög með fjölskyldu og vinum.“ Dægurtónlist af öllu tagi búi yfir gildi og hafi áhrif. Árið 2019 hafi hann þó ekki getað notið keppninnar eins og svo oft áður og segir hann ástæðuna hafa verið þá að keppnin hefði verið haldin í Ísrael. „Ástæðan þá var að sjálfsögðu aðkoma Ísrael að keppninni og hvernig landið nýtti hana meðvitað í menningarlegan hvítþvott. Allt tal um að söngvakeppninni ætti að halda utan við pólitík, sem er göfugt markmið, var gert að hjómi af gestgjöfunum sjálfum,“ skrifar Arnar. Fremur kvíðahnútur en fiðrildi í maganum Sama er uppi á teningnum hjá honum í ár. Hann skrifaði ekki um íslensku lögin og mun sniðganga aðalkeppnina. „Ég þarf ekki að fara í saumana á ástæðunum, þær blasa við. Fyrst og fremst hef ég einfaldlega ekki lyst á að koma nálægt þessu og fæ kvíðahnúta fremur en fiðrildi í magann þegar ég hugsa til Eurovision,“ segir hann. „Sturlunin á Gaza blasir við öllum sem vilja sjá og skilja og að ætla að stíga gleðidans með fulltrúum þess ríkis sem að henni stendur gengur engan veginn upp í mínum huga. Mín lóð eru afskaplega léttvæg í stóra samhenginu en hér eru þau samt.“ Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Sjá meira
Í færslu sem hann birti á síðu sína á Facebook fyrr í kvöld fjallaði hann um samband sitt við Eurovision í gegnum árin bæði sem blaðamaður og félags- og dægurtónlistarfræðingur við Háskóla Íslands. „Ég hef verið að skrifa um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Morgunblaðið í áratugi. Reit t.d. opnugrein um fatatízkustrauma í keppninni eitt sinn, geri aðrir betur!“ skrifar Arnar. Hann segist vera afar fylgjandi keppninni og segir að það sé „hreinlega sálarupplyftandi að hlusta á misgóð popplög með fjölskyldu og vinum.“ Dægurtónlist af öllu tagi búi yfir gildi og hafi áhrif. Árið 2019 hafi hann þó ekki getað notið keppninnar eins og svo oft áður og segir hann ástæðuna hafa verið þá að keppnin hefði verið haldin í Ísrael. „Ástæðan þá var að sjálfsögðu aðkoma Ísrael að keppninni og hvernig landið nýtti hana meðvitað í menningarlegan hvítþvott. Allt tal um að söngvakeppninni ætti að halda utan við pólitík, sem er göfugt markmið, var gert að hjómi af gestgjöfunum sjálfum,“ skrifar Arnar. Fremur kvíðahnútur en fiðrildi í maganum Sama er uppi á teningnum hjá honum í ár. Hann skrifaði ekki um íslensku lögin og mun sniðganga aðalkeppnina. „Ég þarf ekki að fara í saumana á ástæðunum, þær blasa við. Fyrst og fremst hef ég einfaldlega ekki lyst á að koma nálægt þessu og fæ kvíðahnúta fremur en fiðrildi í magann þegar ég hugsa til Eurovision,“ segir hann. „Sturlunin á Gaza blasir við öllum sem vilja sjá og skilja og að ætla að stíga gleðidans með fulltrúum þess ríkis sem að henni stendur gengur engan veginn upp í mínum huga. Mín lóð eru afskaplega léttvæg í stóra samhenginu en hér eru þau samt.“
Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Sjá meira