Nestið hennar Katrínar Sigurjón Þórðarson skrifar 9. apríl 2024 11:31 Fráfarandi ríkisstjórn er nú í andslitrunum, að leysast upp og ráðherrarnir með örfáum undantekningum hafa lagst á flótta frá verkefnum sínum, sem þeir hafa meira og minna gefist upp á. Ekki þarf að fjölyrða um undanhald Katrínar Jakobsdóttur, fráfarandi forsetisráðherra, sem hyggst setjast að á Bessastöðum. Bjani Benediktsson hefur hrakist úr fjármálaráðuneytinu vegna klúðurs og óstjórnar í efnahagsmálum en á landinu geisa okurvextir, halli er á ríkissjóði og verðbólga þrálát. Hann virðist ætla að staldra stutt við í utanríkisráðuneytinu þar sem einhver þarf að manna forsætisráðuneytið. Eitt af verkefnum forsætisráðherra er að vera yfirmaður stjórnsýslunnar í landinu og gæta að siðareglum ráðherra. Flestir landsmenn og jafnvel innvígðir sjálfstæðismenn sjá annmarka á því að Bjarni sé rétti maðurinn í stólinn, þar sem hann hefur verið staðinn af því að segja ósatt um skattakjólsfélagið Falson, fela skýrslu um skattaskjólseignir Íslendinga, hefur verið yfirheyrður fyrir dómi vegna misferla í hruninu og nýjasta nýtt er „salan“ á Íslandsbanka. Eflaust er enginn í ríkisstjórninni fegnari en þreyttur Sigurður Ingi, fráfarandi innviðaráðherra, að komast frá ráðuneytinu sínu, en hann hefur verið algerlega verklaus, þrátt fyrir háleit markmið í stjórnarsáttmála að taka „fast utan um húsnæðismálin“ og „bæta réttarstöðu leigjenda“. Vissulega hefur innviðaráðherra sett upp íburðarmiklar glærusýningar, jafnvel fyrir næstu tvo, þrjá áratugina, en það sem liggur fyrir á kjörtímabilinu stenst ekki þessar langtímaáætlanir og er heldur langt frá því að uppfylla þá þörf sem blasir við þjóðinni. Svandís Svavarsdóttir er á harðahlaupum ekki aðeins undan áliti Umboðsmanns Alþingis heldur einnig stefnuskrá VG, en hún hefur t.d. miklu frekar lagt stein í götu strandveiða en hitt og gerst auðmjúkur þjónn í öllum verkum sínum við sægreifana. Það er einna helst að Guðrún Hafsteinsdóttir sinni embættisverkum, en hún hefur lagt fram frumvarp um breytingu á útlendingalögum sem miðar að því að afnema íslenskar sérreglur sem lækka þröskuldana fyrir veitingu alþjóðlegrar verndar, nokkuð sem lengi hefur staðið til að gera, en Vinstri Grænir hafa hingað til náð að tefja. Það segir kannski sitt um skoðun Katrínar Jakobsdóttur á samferðamönnum sínum, að hennar síðasta verk var að nesta nýja ríkisstjórn og gefa út handbók um siðareglur ráðherra. Það er augljóst að eigin hagur ráðamanna ræður för við að framlengja líf ríkisstjórnarinnar, sem óttast skiljanlega dóm kjósenda. Augljóslega ræður ekki hagur almennings sem glímir við okurvexti og háan húsnæðiskostnað. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flokkur fólksins Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Fráfarandi ríkisstjórn er nú í andslitrunum, að leysast upp og ráðherrarnir með örfáum undantekningum hafa lagst á flótta frá verkefnum sínum, sem þeir hafa meira og minna gefist upp á. Ekki þarf að fjölyrða um undanhald Katrínar Jakobsdóttur, fráfarandi forsetisráðherra, sem hyggst setjast að á Bessastöðum. Bjani Benediktsson hefur hrakist úr fjármálaráðuneytinu vegna klúðurs og óstjórnar í efnahagsmálum en á landinu geisa okurvextir, halli er á ríkissjóði og verðbólga þrálát. Hann virðist ætla að staldra stutt við í utanríkisráðuneytinu þar sem einhver þarf að manna forsætisráðuneytið. Eitt af verkefnum forsætisráðherra er að vera yfirmaður stjórnsýslunnar í landinu og gæta að siðareglum ráðherra. Flestir landsmenn og jafnvel innvígðir sjálfstæðismenn sjá annmarka á því að Bjarni sé rétti maðurinn í stólinn, þar sem hann hefur verið staðinn af því að segja ósatt um skattakjólsfélagið Falson, fela skýrslu um skattaskjólseignir Íslendinga, hefur verið yfirheyrður fyrir dómi vegna misferla í hruninu og nýjasta nýtt er „salan“ á Íslandsbanka. Eflaust er enginn í ríkisstjórninni fegnari en þreyttur Sigurður Ingi, fráfarandi innviðaráðherra, að komast frá ráðuneytinu sínu, en hann hefur verið algerlega verklaus, þrátt fyrir háleit markmið í stjórnarsáttmála að taka „fast utan um húsnæðismálin“ og „bæta réttarstöðu leigjenda“. Vissulega hefur innviðaráðherra sett upp íburðarmiklar glærusýningar, jafnvel fyrir næstu tvo, þrjá áratugina, en það sem liggur fyrir á kjörtímabilinu stenst ekki þessar langtímaáætlanir og er heldur langt frá því að uppfylla þá þörf sem blasir við þjóðinni. Svandís Svavarsdóttir er á harðahlaupum ekki aðeins undan áliti Umboðsmanns Alþingis heldur einnig stefnuskrá VG, en hún hefur t.d. miklu frekar lagt stein í götu strandveiða en hitt og gerst auðmjúkur þjónn í öllum verkum sínum við sægreifana. Það er einna helst að Guðrún Hafsteinsdóttir sinni embættisverkum, en hún hefur lagt fram frumvarp um breytingu á útlendingalögum sem miðar að því að afnema íslenskar sérreglur sem lækka þröskuldana fyrir veitingu alþjóðlegrar verndar, nokkuð sem lengi hefur staðið til að gera, en Vinstri Grænir hafa hingað til náð að tefja. Það segir kannski sitt um skoðun Katrínar Jakobsdóttur á samferðamönnum sínum, að hennar síðasta verk var að nesta nýja ríkisstjórn og gefa út handbók um siðareglur ráðherra. Það er augljóst að eigin hagur ráðamanna ræður för við að framlengja líf ríkisstjórnarinnar, sem óttast skiljanlega dóm kjósenda. Augljóslega ræður ekki hagur almennings sem glímir við okurvexti og háan húsnæðiskostnað. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun