Samkvæmt ESPN ræddi Charlotte við Lindsey Harding um möguleikann á að taka við liðinu eftir tímabilið. Hún er þjálfari G-deildarliðs Stockton Kings og var valin þjálfari ársins í deildinni.
Harding, sem er 39 ára, var valin fyrst í nýliðavali WNBA deildarinnar 2007. Hún lék níu ár í deildinni áður en hún byrjaði að þjálfa. Hún þjálfaði hjá Philadelphia 76ers og Sacramento Kings í NBA áður en hún tók við Stockton Kings.
Steve Clifford er þjálfari Charlotte en færir sig í skrifstofuhlutverk hjá félaginu eftir tímabilið.
Auk Hardings hefur Charlotte rætt við aðstoðarþjálfara hjá Sacramento, Denver Nuggets, Boston Celtics og Phoenix Suns.